Tíminn - 27.08.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.08.1996, Blaðsíða 2
2 Þri&judagur 27. ágúst 1996 Tíminn spyr... Er skynsamlegt ab einkavæ&a fangelsin, þ.e. bjó&a út rekstur þeirra eins og fjárlagarammi ríkisstjórnarinnar gerir rá& fyrir a& því er var&ar fangelsiö á Kvíabryggju? Jens Andrésson, forma&ur Starfsmannafélags ríkisstofn- ana. „Þetta er væntanlega liður í ein- hverjum sparnaðaraögeröum en einkavæðing á betrunarhúsum er algerlega absúrd í mínum huga. Slíka samfélagsþjónustu er ekki hægt að einkavæða." Ágúst Þór Árnason, forstö&u- ma&ur Mannréttindaskrifstofu íslands. „Eflaust gilda flest svipuð lögmál um einkavæðingu fangelsa og annarra ríkisstofnana en þó verö- ur ekki litið fram hjá sérstöðu fangelsa sem hluta af stofnana- kerfi réttarríkisins. Fyrst að stjórnvöld hugsa sér að einka- væða starfsemina á Kvíabryggju hafa þau örugglega látið gera út- tekt á því hvort einkavæðing af þessu tagi samrýmist markmið- um réttarríkisins þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að svo sé. Erfitt er að fjalla efnislega um málið án þess að hafa lesið for- sendur fyrirhugaðra breytinga." Haraldur Johannessen, fangelsismálastjóri. „Ég tel tillöguna skynsamlega enda er hún upphaflega frá Fang- elsismálastofnun komin. Einka- væðing og einkarekstur í sam- bandi við fangelsi er ekkert nýtt. Ýmsir þættir þessa rekstrar, s.s. mötuneyti hafa verið boðin út, og félagasamtökin Vernd reka áfangaheimili fyrir ellefu fanga á heimili sínu að Laugateigi 19 í Reykjavík, samkvæmt samningi þar um við Fangelsismálastofn- un. Nýmælið er hins vegar þaö form að bjóða út rekstur heils fangelsis eins og t.d. Kvía- bryggju." I Kreditkortanotkun í útlöndum 65.000 kr. oð meöaltali á fjölskyldu á sex mánubum: Notkun plastkorta í útlöndum aukist 25% „Skýrist aö hluta af batnandi efnahag," segir Þjóöhagsstofnun um hraö- vaxandi kreditkortanotkun á þessu ári, t.d. um 15% meiri á öörum árs- fjóröungi í ár en í fyrra. íslendingar notuðu kreditkort- in sín fjór&ungi (25%) meira í útlöndum á öörum ársfjórð- ungi í ár en í fyrra. Á fyrri helmingi ársins greiddu þeir alls 4,3 milljar&a me& kortun- um sínum erlendis, eöa um 800 (22%) meira en á fyrri hluta síöasta árs. Upphæ&in samsvarar nær 65.000 kr. a& me&altali á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu. Ver&i þróunin ámóta á sí&ari helmingi ársins, má gera ráð fyrir a& erlend kreditkorta- velta fari hátt í 11 milljar&a á árinu öllu, sem svarar til u.þ.b. 160.000 kr. á me&alfjölskyld- una yfir árið. Hagvísar Þjóðhagsstofnunar segja kreditkortaviðskipti hafa aukist töluvert á fyrsta og öörum ársfjórðungi, m.v. sama tíma í fyrra, og skýra það með bættum efnahag að hluta en líka fjölgun korta. Kortanotkun landsmanna hefur aukist enn meira í útlönd- um heldur en heima við. Nærri 36 milljarða viðskipti vom greidd með kreditkortum á fyrri helmingi ársins, sem er hátt í 14% aukning frá sama tíma ári áður. Upphæðin samsvarar hátt í 90.000 kr. að meðaltali á mánuði á hverja fjögurra manna fjöl- Kreditkortanotkun ísiendinga er aö aukast í útlöndum. skyldu í landinu. Þar til viðbótar hefur debetkortanotkun í versl- unum aukist um 12%, í samtals 18 milljarða króna á fyrri helm- ingi þessa árs. Samkvæmt þessu greiddu menn hátt í 54 milljarða króna með plastkortunum sínum frá janúarbyrjun til júníloka — sem samsvarar rúmlega 800 þúsund krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu. Til saman- burðar má t.d. geta þess að ríkis- útgjöldin námu um 65 milljörð- um króna á sama tímabili. Sœplast hf. eykur framleibslugetu vegna framleiöslu á endurvinnanlegum kerum: / Utlit fyrir þokkalegan hagnab Rösklega 12 milljóna króna hagna&ur varð af rekstri Sæplasts hf. á Dalvík fyrstu 6 mánu&i árs- ins. Á sama tíma í fyrra var hagn- aðurinn rúmar 20 milljónir króna, en af þeirri upphæ& voru rúmar 11 milljónir söluhagna&ur vegna eignasölu. Hagnaður af reglulegri starfsemi var tæpar 14 milljónir króna á fyrri helmingi ársins, en var tæpar 10 milljónir á sama tíma í fyrra. Rekstrartekjurnar fyrstu sex mán- uðina vom 201,4 milljónir króna. Framleiðslugeta fyrirtækisins var aukin til að vinna upp á móti lengri framleiðslutíma við fram- leiðslu á endurvinnanlegum ker- um, en framleiðsia á þeim hefur verið aukin á kostnað hefðbund- inna kera. Framleiðslutími endur- vinnanlegu keranna er um 50% lengri en hinna hefðbundnu. Þessi aukna framleiðslugeta á að koma fyrirtækinu til góða á síðari hluta ársins. Áætlanir Sæplasts gera ráð fyrir 10% veltuaukningu milli ára og telur framkvæmdastjórinn, Krist- ján Aðalsteinsson, ekkert benda til annars en að þær áætlanir standist og að þokkalegur hagnaður verði af rekstrinum í árslok. -ohr Sagt var... Innsæib ræ&ur „... en þab sem knýr mig áfram er frekar sjötta skilningarvitib. Ég hefbi ekki sagt þetta fyrir tveimur árum, en núna finn ég á mér ab þab er lag." Sagöi Stefán jón Hafstein, ritstjóri Dags-Tímans, í samtali vib Tímann a&- spur&ur hvers vegna þessi tilraun til a& stofa þri&ja afli& í bla&aheiminum ætti a& takast nú. Kúnstin vib ab spyrja réttu spurninganna „Spurningin um hver á ísland hefur verib vibrub um sinn án nokkurs ár- angurs. En snúa má spurningunni vib og spyrja: Á einhver ísland?" Úr grein Odds Ólafssonar sem fjalla&i um eignarréttinn á hálendi íslands. Þjófur í vandræ&alegri abstöbu „Lögregla og slökkvilibsmenn í hol- lensku borginni Apeldoorn björgubu f gær innbrotsþjófi sem lent hafbi í sjálfheldu bak vib rimlaglugga á lest- arstöb." Úr frétt Moggans undir fyrirsögninni „Glæpir borga sig ekki". Fjárhagur og forsjárhæfni „Flest verbur februm ab ógæfu vib úrlausn forsjármála. Séu þeir þokka- lega launabir, skulu þeir greiba tvö- falt meblag og kröfur um lífeyris- greibslur hækka jafnvel ab sama skapi. Röksemd fulltrúa sýslumanna er sú, ab börnin hafi rétt til ab njóta efna föburins. Og vissulega er þab í sjálfu sér gott og sanngjarnt vibhorf. En sú hugsun virbist yfirleitt órafjarri, ab sæmileg laun kynnu ab bæta for- sjárhæfni hans." Skrifabi Arnar Sverrisson, sérfræ&ingur í klínískri sálfræ&i og yfirsálfræ&ingur á ge&deild Fjór&ungssjúkrahússins á Ak- ureyri, í opnu bréfi til dómsmálaráb- herra um forsjármál. í lok bréfsins spyr hann rá&herra hvort þa& ríki tyrkneskir stjórnsýsluhættir í forsjármálum. Lei&arahöfundur bla&s allra landsmanna lei&réttur „Leibari Morgunblabsins 18. ágúst leibréttur" Úr a&sendri grein Matthíasar Á. Mat- hiesen, fyrrverandi fjármálará&herra. Hann mótmælir fullyr&ingu Moggans um a& hingab til hafi ákvar&anir um skattabreytingar verib teknar nánast fyrirvaralaust og forsendum fyrir fjár- rá&stöfunum borgarinnar margsinnis verib gjörbreytt og segir a& þvert á móti hafi í rá&herratíb sinni verib haft a& lei&arljósi a& breyta ekki forsendum borgaranna fyrir fjárrá&stöfunum fyrir- varalaust. Ferö utanríkisráðherra til Kóreu mælist vel fyrir meðal íslenskra bisnessmanna, að því fullyrt er í pottinum. Segja menn að þessi hugmynd um ab nota opinberar heimsóknir sem dráttarklár til ab stofna til viðskiptasambanda sé hib besta mál. Svo brosa menn enn breiöar þegar þeirfara ab tala um ab við þetta framtak ut- anríkisrábherra megi búast vib öðru eins frá forsetaembættinu, en Ólafur Ragnar hefur einmitt látib í veðri vaka ab embætti for- seta verði virkjað í auknum mæli í þágu íslenskra vibskiptahags- muna. Nú gæla menn vib þá til- hugsun ab upp komi samkeppni milli forsetans og utanríkisráb- herrans um hvor geti opnað ís- lenskum viðskiptum fleiri dyr í útlöndum ... • í pottinum eru menn ab tala um ab Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigbisrábherra, sem ekki hefur átt sjö dagana sæla í öllum nið- urskurbinum, hafi um helgina unnib sætan varnarsigur gagn- vart samrábherrum sínum þegar henni tókst að kreista fram 500 milljónir í sinn málaflokk umfram þab sem til stóð ab láta hana fá. Sigurgleði Ingibjargar varir þó ekki mjög lengi, því þráttfyrir milljarðs aukningu í heilbrigðis- og tryggingamálin er Ijóst ab út- gjaldaþenslan í kerfinu er slík að hún verður að skera nibur um 1,5 milljaröa frá því sem hefði oröiö ef ekkert hefði veriö ab gert... i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.