Tíminn - 27.08.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.08.1996, Blaðsíða 5
Þri&judagur 27. ágúst 1996 5 Sigurbur Lárusson: H vað eru landráð og hverj - ir eru landráðamenn? s janúar 1992 samþykkti Al- þingi íslendinga aö ísland gengi í EES. Þá var Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráð- herra og beitti sér fyrir því með miklum fyrirgangi að íslending- ar gengju tafarlaust í EES, því það mætti ekki dragast lengur, annars gætum við misst af þessu mikilvæga tækifæri. Þetta studdu allir þingmenn krata og flestir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins. Um helmingur þing- manna Framsóknarflokksins, 7 af 13, greiddu atkvæði gegn málinu, en 6 sátu hjá og höfðu ekki manndóm til að greiða at- kvæöi gegn þessu óheillamáli. Einn þingmaður Kvennalistans sat hjá. Aörir þingmenn greiddu atkvæði gegn málinu. Þetta stærsta mál sem Alþingi íslendinga hefur afgreitt síðustu áratugi var svo strax borið undir forseta íslands til staðfestingar eins og önnur lög. Forsetinn tók sér frest til næsta dags, því hann hafði fullan rétt samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins til aö neita að undirskrifa lögin og vísa þeim til þjóðaratkvæða- VETTVANGUR „Ég hvet alla íslend- inga til að vera vel á verði, svo sú ógœfa hendi aldrei íslenska þjóð að ánetjast þessu stórkapítalíska svœði sem ESB er." greiðslu. Þá höfðu honum bor- ist um 35.000 undirskriftir frá fólki alstaðar af landinu að leyfa þjqöinni að greiða atkvæði um málið. Forsetinn átti erfiða nótt, enda sótt fast af stjórnarsinnum að fá lögin staðfest, og sam- kvæmt hennar eigin frásögn í sumar undirritaði hún lögin, þó ab hún væri þeim ekki sam- þykk. Þab finnst mér eini blett-, urinn á 16 ára ferli hennar sem forseti íslands, sem var ab öllu öbru leyti svo frábær. Þegar EES-lögin vom sam- þykkt á Alþingi var reynt ab telja fólki trú um ab þab væm svo gríbarlega miklir hagsmunir sem íslendingar fengju í tolla- fríbindum ef þeir gengju í þetta samband. Vissulega var þar um vemlega hagsmuni ab ræba, en hinsvegar var vandlega þagab um allar þær kvabir og skuld- bindingar sem vib tókum á okk- ur í stabinn. Enda hefur reynsl- an orbib sú ab nú síbustu árin hafa nærri því í hverjum mán- ubi verib lagbar á okkur allskon- ar kvabir og skyldur, sem marg- ar hverjar eru óþolandi og enn- þá sér ekki fyrir endann á þeim. Þessvegna vom svo margir ís- lendingar andvígir þessari laga- setningu. Meb henni glötubum vib stórum hluta af sjálfstæbi þjóbarinnar. Nú eru margir bisnessmenn og flestir kratar sem vinna öll- um árum að því ab koma þjób- inni inn í ESB. Ef þab tekst, þá verbur íslensk þjób aldrei sjálf- stæb framar og vib fáum engu rábib um framtíbina. Markmib ESB er ab slá eign sinni á allar aublindir íslands, landhelgina, virkjunarréttinn bæbi úr fall- vötnum og einnig jarðhitarétt- indi og fleiri aublindir. Ég hvet alla íslendinga til ab vera vel á verbi, svo sú ógæfa hendi aldrei íslenska þjób ab ánetjast þessu stórkapítalíska svæbi sem ESB er. Ég tel þab landráð og þá menn sem vinna ab þessari sameiningu vera landrábamenn. Gub forbi ís- lenskri þjób frá slíkri ógæfu. Þab er skýlaus krafa allra sannra ís- lendinga ab fá ab greiba atkvæbi um þetta stórmál í síbasta lagi vib næstu alþingiskosningar. Mig langar ab enda þennan greinarstúf meb einu erindi úr kvæbi Tómasar Gubmundsson- ar skálds, Ab Áshildarmýri: En hvaðan kom þeim sá styrkur sem stórmenni brást? Hvað stefhdi þeim hingað til viðnáms ofbeldi þungu? Oss grunar það jafnvel að orð eins og fóðurlandsást hafi œði sjaldan lengið þeim mönnum á tungu? En þeim var eðlisbundin sú blóðsins hneigð, er bregst gegn ofríki og nauðung án hiks og kvíða, og því verður aldrei til samnings við óréttinn sveigð, að samviskan ein erþað vald, sem frjálsir menn hlýða. Höfundur er fyrrum bóndi. Vegna teiknimeistara nýju leiba Strætisvagna Reykjavíkur Ég skrifa þetta bréf fyrir hönd starfsfólks og ellilífeyrisþega á Hrafnistu, Skjóli og í Norður- brún 1 í Reykjavík. Vib erum starfsfólk sem vinn- um dagvinnu kl. 8.00-16.00 og ætlum að taka leib 5, sem á ab leggja af stab frá Sunnutorgi kl. 16.01 og á ab koma á nýju stoppistöbina á Brúnavegi kl. 16.03. En vagninn kemur ekki fyrr en 16.15. Þannig hefur þab verib síban nýja leibakerfib tók gildi. Ábur kom leib 5 sunnan- megin vib Brúnaveg lý.05 og stóbst alltaf áætlun. Nýja leibakerfib er ekki ætlab til ab anna álagstímum á dag- inn. Bílstjórarnir ykkar em mjög óánægbir og bibja okkur farþega ab koma þessu áfram til ykkar vegna þess ab þab sé aldr- ei hlustab á þá. Er þab satt ab þib, sem hannib ferbirnar fyrir notendur og bílstjóra vagnanna ykkar, hafib aldrei ferbast í strætó sjálfir, en hafib abeins keyrt milli stoppistöbvanna í einkabílum? Vib værum ekki hissa, ef dæma má eftir fram- kvæmdinni. Leib 5 á í vetur ab þjóna 10 skólum á álagstímanum á morgnana þegar nemendur og starfsfólk skólanna eru á leib á vinnustab. Hvernig er ætlast til ab þab geti staðist? Þab er búib ab leggja nibur leibir 8 og 9, sem keyrbu upp ab Borgarspítala. Engin leið keyrir lengur upp ab Borgarspítala. Hvers eiga starfsfólk og sjúk- lingar spítalans ab gjalda? Þab er búib ab leggja nibur stoppistöbina fyrir utan elli- íbúbirnar í Bólstabarhlíb. Mabur hefur þab sterklega á tilfinningunni ab alþýba fólks, sem þarf ab komast ab og frá vinnustab og heimilum sínum hafi sannarlega ekki verib höfb í huga þegar þessar nýju ferbir voru ákvebnar. Þab er hálf óhuggulegt ab hlusta á forrábamenn þjóbar- innar gleibbrosandi á sjónvarps- skjánum þessa dagana talandi um bjóba fólki meb sér í strætó, því nú séu ferbir þeirra orbnar svo hentugar fyrir fólk almennt. Gubrún í borgarstjórn vildi bjóba Gunnari Inga, forsvars- manni heilsugæslulækna, í strætó í verkfallinu hans og Ingibjörg Sólrún gerir mikib af því ab auglýsa leibakerfib í sjón- varpinu. Vib bjóbum ykkur öll- um að koma og vinna meb okk- ur verkamannavinnu í venju- lega 8 tíma og fara síban af stab til ab ná í strætó heim til ykkar! Góba ferb! Breytib ferbunum þannig ab fólk þurfi ekki ab híma 15-20 mín. eftir ab vagn- arnir eiga ab vera komnir, þegar þab er ab fara frá heimilum sín- um á vinnustabi og til baka aft- ur á álagstímum. Setjib upp stoppistöbvar fyrir utan spítala og elliheimili borgarinnar. Jónína Theódórsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.