Tíminn - 27.08.1996, Side 3

Tíminn - 27.08.1996, Side 3
Þriðjudagur 27. ágúst 1996 3 Skipulag ríkisins: 1.300 sumar húsalóöir árin 1994-95 Skipulagst]óm samþykkti staösetningu fyrir u.þ.b. 1.300 sumarhús fjalla- og veiðiskála á ámnum 1994 og 1995, sam- kvæmt ársskýrslu Skipulags ríkisins. Til nokkurs saman- buröar má t.d. geta þess aí> ár- legar íbúbabyggingar lands- manna hafa verib kringum 1.600 á ári undanfarin ár. Árið 1994 samþykkti skipu- lagsstjórn 5 erindi vegna stað- setningar fjallaskála/veiðihúsa, 22 erindi vegna byggingar stakra bústaða og 14 sumar- húsahverfi með samtals um 400 sumarbústaðalóðum, eða sam- tals 425 hús. Ögmundur Jónasson, formaöur BSRB: Fráleitt tal um tekju- afgang „Vinnuveitendasambandið og Þjóðhagsstofnun geta ekki skobab fjárlög eins og hvert annab bókhald í fyrirtæki án tillits til innihalds og hvemig fjármunum er ráðstafað. Mér fyndist að sjálfsögbu æskilegt að ríkissjóður væri í jafnvægi og að hann skilaði tekjuafgangi — ef vib hefðum efni á því. En gagnvart þeim hópum sem hafa oröið fyrir skerðingu og standa illa að vígi þá finnst mér þetta fráleitt tal," sagbi Ögmundur Jónasson, for- maður BSRB, varðandi þrýsting VSÍ og Þjóðhagsstofnunar á rík- isvaldið að skila fjárlögum með tekjuafgangi. „Ef einhver tekjuafgangur verður þá tel ég að það væri nú brýnt að verja honum til að styðja þá sem standa verst að vígi í okkar þjóðfélagi." „Við skulum ekki gleyma því að þessar kröfur eru ab koma frá aðilum sem hafa hamast á ríkis- sjóði um ab draga úr skatttekj- um og tekjustreymi til ríkis- sjóðs. Þannig að þeirra kröfur um hallalaus fjárlög og tekjuaf- gang, eru beinlínis kröfur um niðurskurb á velferöarþjónust- unni." -LÓA Á síðasta ári vora samþykkt 5 erindi vegna fjallaskála/veiði- húsa, 37 sem vörðuðu byggingu stakra bústaða og 30 sumarhúsa- hverfi með samtals rúmlega 830 sumarbústaðalóðum. Alls er því um að ræða lóðir fyr- ir um 1.290 sumarbústaði og 10 fjalla/veiðihús á aðeins tveim ár- um. Vilji virtist þó fyrir enn fleiri, því fram kemur að 7 erindum var frestað eða vísað frá vegna skorts á upplýsingum. Þá fjallaði skipu- lagsstjórn um þrjár kærar er vörð- uðu sumarbústaðamál. ■ Drög aö fjárlagafrumvarpi 1997 kynnt þingmönnum stjórnarflokka: Vextir annar stærsti útgjaldaliðurinn Um helgina fengu þingmenn stjómarflokkanna drög ríkis- stjómar að fjárlagfmmvarpi fyrir árib 1997. Samkvæmt drögunum er gert ráb fyrir hallalausum fjárlögum með útgjöldum upp á 121 milljarð króna. Þar meb er gert ráb fyr- ir að vinna upp 4 milljarða króna halla á fjárlögum þessa árs með auknum hagvexti undanfarinna mánaba. Stærsti útgjaldaliðurinn er sem fyrr heilbrigðis- og trygg- ingamál og er gert ráð fyrir 51 milljarði í þann málaflokk, miðab við 50 milljarða árið 1996. Tíminn hafði Samband við Jón Kristjánsson, formann fjárlaganefndar, og að hans sögn verða'engar breytingar á greiðslu lífeyris- og trygginga- bóta frá því sem nú er. „Til ab ná þessu fram þarf að vera einhver sparnaðarviðleitni í lyfjakostnaði og á sjúkrahús- unum. Það er ætlunin að spara með auknu samstarfi sjúkra- húsanna á höfuðborgarsvæð- inu og aukinni verkaskiptingu sjúkrahúsanna úti á landi," en Jón sagðist ekki geta staðfest að rætt hefði verið um að fækka sjúkrahúsunum á landsbyggð- inni eins og komið hefur fram í fjölmiblum. Ætlunin sé að ým- ist minnka umsvif sjúkrahús- anna á landsbyggðinni eða skil- greina starfssvib þeirra að nýju. Ríkið hyggst ná fram sparnaði í lyfjakostnaði með þvl að lækka álagningu á lyfjum. Menntunin ódýrari en vextirnir „Það sem vekur athygli er að eftir að grunnskólinn fór til sveitarfélaganna þá era vext- irnir annar stærsti útgjaldalib- urinn, næst á eftir heilbrigbis- og tryggingamálum, eða um 13,5 milljarðar. Það er nú þess vegna sem menn eru að berjast við þetta markmið, að ná halla- lausum fjárlögum. Það er ekk- ert trúaratriði, heldur blákaldar staðreyndir að þessi skulda- söfnun kostar svona rosalega peninga," sagði Jón. Aörir stórir útgjaldaliðir eru mennta- og samgöngumál. Ab sögn Jóns er reiknað með svip- uðu fjármagni til vegagerðar- innar og í fyrra. Á fjárlögum 1996 voru framlög til vegamála skorin niðúr og er ekki gert ráð fyrir að bæta þann niðurskurö upp. „Þab þýðir í raun niður- skurð því sérstöku átaki í vega- málum sem var á dagskránni verður frestað", en þó er ekki komið endanlega í ljós hversu háar tekjur Vegasjóðs verða, en það hefur áhrif á framkvæmda- fé í vegamálum. Tillögur um sparnað í dóms- málarábuneytinu fela m.a. í sér lokun Síðumúlafangelsins og útboð á rekstri Kvíabryggju. „Þetta er nýlunda en það hefur víða gefib góða raun að fela einkaaðilum að annast einstak- linga sem eru hættulegir um- hverfi sínu í félagslega geiran- um." Að öðru leyti er að sögn Jóns engra stórra breytinga ab vænta á drögum fjárlagafrum- varpsins. Þannig verða ekki breytingar á framlögum til menntamála. Gert er ráð fyrir að útgjöld félagsmálaráðuneyt- is hækki um 3,1% og fari í 9,3 milljarða en útgjöld fjármála- og iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytis munu lækka samkvæmt frumvarpinu. Samkvæmt heimildum Tím- ans var nokkur sátt meðal þing- manna stjórnarflokkanna um frumvarpsdrögin. Þó voru nokkur mótmæli meðal sjálf- stæðismanna um niðurskurð til vegamála. -LÓA Golf um helgina: Heldrimenn í Leiru Sveitakeppni öldunga fór fram á Hólmsvelli í Leiru laugardag og sunnudag, 24. og 25. ágúst. Hart var barist á ýmsum vígstöbvum. í A-sveit karla var mjótt á mun- um eftir fyrri dag, en þá skildu að- eins tvö högg fyrstu sveit og abra, sveit GK og GS. Eftir seinni dag hafði sveit GK aukib forskotið og sigraði glæsilega á 497 höggum á móti 510 höggum GS. í þriðja sæti varð sveit NK sem svo sannarlega gerði garðinn fræg- an í þessu móti, eins og sjá má hér á eftir. í B flokki sigraði semsagt sveit Nesklúbbsins með yfirburðum, lék á 438 höggum. Ekki kom síður á óvart glæsileg frammistaða B-sveit- ar Golfklúbbs Akureyrar sem hreppti annað sætið á 457 höggum. (B- sveitimar leika með forgjöf). í þriðja sæti varð sveit GV á 457 höggum. Konurnar í Keili sigraðu glæsilega í A flokki, en þær léku á 340 höggum. í öðru sæti urðu kon- urnar í GR sveitinni á 359 höggum og þriðja sætið skipuðu GS konurn- ar á 368 höggum. í kvennasveitun- um töldu tvær af þremur bestu, en þrír af fjóram í karlasveitunum. í B sveit kvenna sigraði sveit Golfklúbbs Suðurnesja á 291 höggi. Sveit Golfklúbbs Akureyrar varð í öðru sæti á 297 höggum og sveit Golfklúbbs Reykjavíkur á 299 högg- um. Nánar verður sagt frá sveita- keppni öldunga 1996 í Golftíman- um næstkomandi föstudag. -rl Síldarvinnslan á Neskaupsstab nýbúin aö endur- nýja loönubrœöslu og byggir fiskvinnsluhús. Finnbogi Jónsson framkvœmdastjóri: Margföldun á afköstum „Þetta þýðir margföldun á þeim afköstum sem við erum með," segir Finnbogi Jónsson fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar á Neskaupsstað en fyrirtækib er ab byggja stálgrindarhús sem mun hýsa alla fiskvinnslu fyrir- tækisins í framtíbinni. Nýlokib er vib endurbætur á lobnu- bræbslu Síldarvinnslunnar sem hófust í fyrra, en afköst bræbsl- unnar voru aukin um 20% og teknir í notkun nýir loftþurrkar- ar í stabinn fyrir áratuga gamla eldþurrkara. Heildarkostnaðurinn við þess- ar framkvæmdir er um einn milljarbur króna. í byrjun verbur um að ræða verulega aukningu á frystingu uppsjávartegunda, loðnu og síld, í nýja húsinu auk þess að hluti þess verður notaður undir mjölgeymslu, en bolfisk- vinnsla fyrirtækisins mun einnig flytjast þangað innan tíðar. Síldarvinnslan gerir út tvo frystitogara og einn ísfisktogara sem hefur, að sögn Finnboga, annað bolfiskvinnslu fyrirtækis- ins. -ohr

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.