Tíminn - 27.08.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.08.1996, Blaðsíða 6
6 Þribjudagur 27. ágúst 1996 OLAFSFIRÐI SELFOSSI KEFLAVIK NESKAUPSTAÐ Austurland UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Glæsilegur bátur hjá Sjóferbum ardiskurinn er staðsettur. Til að fá aðgang að stöð- inni þarf að greiða kr. 10.900, sem er inntökugjald, síðan verður mánaðargjald kr. 1.790. Herra Suburland: Jónas frá Hvera- gerbi kom, sá og sigrabi Fyrir skömmu fór fram val á Herra Suðurland. Keppnin var haldin í Hótel Örk og var mikið um dýrðir, en andi sjötta áratugarins sveif yfir vötnum. Keppendur voru tíu og komu þeir alls staðar af Suðurlandi. Jónas Gunnþór Jónsson, 22 ára frá Hveragerði, var valinn Herra Suðurland og fer hann áfram í keppnina herra ís- land, sem haldin verður síðar á árinu. Þangað fara einnig þeir Sigurður Jóelsson, sem varð í öðru sæti, og Árni Hjaltason, bóndadrengur sem var kjörinn ljósmynda- fyrirsæta Suðurlands. Vinsæl- asti keppandinn var valinn af drengjunum sjálfum og þar varð Ási Páll Hjaltason hlut- skarpastur. Strákarnir voru ekki einir á sviðinu þetta kvöld, þeir höfðu sér til halds og trausts stúlkur úr Ungfrú Suðurland '96. Strákarnir komu alls fjór- um sinnum fram. Fyrst á „Tarzan"-klæðunum einum saman, síðan í fötum m.a. frá tískuvöruverslununum Maí og Barón. Nýtt frystihús: Vinna hefjist í janúar Istak hf. mun alfarið sjá um byggingu nýs frystihúss Síldarvinnslunnar hf. og eru Nú er hægt að fara í sigl- ingar um Ólafsfjörð og víðar á nýjum glæsilegum sjóferða- bát sem Sjóferðir á Dalvík ásamt 17 öðrum hafa nýlega fest kaup á. „Við getum tekið hátt í 40 manns um borð og báturinn er allur hinn skemmtilegasti. Við förum í stuttar sem lang- ar ferðir og verðið er sam- komulagsatriði," sagði Sigur- jón Magnússon, einn af hlut- höfum í bátnum. Báturinn var notabur sem björgunar- bátur fyrir kafara á Ítalíu, en hentar mjög vel til skemmti- siglinga. Ganghraði bátsins er 30 mílur og er hann t.d. ekki nema um klukkutíma út í Grímsey. r— Nýi bátur Sjóferöa getur tekiö hátt í40 manns um borb. jarðvegsframkvæmdir að hefjast. Frystihúsið sjálft verður um 5000 fermetrar að stærð og að auki verður frystigeymsla fyrirtækisins stækkuð um 60%. Aðal- áherslan verður lögð á að hafa frystilínu fyrir loðnu til- búna fyrir næstu vertíð og samkvæmt samningnum við ístak á að vera hægt að byrja frystingu 15. janúar. Frystihúsið verbur stál- grindarhús, byggt úr Butler- einingum, en innan í húsið kemur annaö hús úr ylein- ingum. Það er gert til að upp- fylla allar kröfur Evrópusam- bandsins og skapar aö auki möguleika til að hafa allar lagnir á sama stað. Þrír hrá- efnistankar verða byggðir við frystihúsið og verður hver þeirra 400 rúmmetrar að stærð. Öll löndun afla í fryst- ingu og flokkun mun því fara fram í innri höfninni og hratinu frá frystihúsinu dælt beint í bræðslu í þar til gerð- um stokkum. í upphafi var stefnt að því að auka frystigetu fyrirtækis- ins um 250 brúttólestir á sól- arhring, en nú hefur verið ákveðið að hún verði 380 brúttólestir. Að sögn Svan- björns Stefánssonar, fram- leiðslustjóra SVN, var þessi ákvörðun tekin eftir að ljóst var að það kostaði litlu meira að auka frystigetuna úr 250 brúttólestum á sólarhring í 380 lestir. Slurtla frinm o§ muglyiíitgmklmSli é SuAurntijum ÉKUR Ung stúlka í atvinnuleit lenti í símadóna: Bobin vinna sem fatafella Sextán ára stúlka sem var í atvinnuleit lenti á dögunum í „símadóna" sem vildi ráða hana sem fatafellu á eitt veit- ingahúsa bæjarins. Málavextir eru þeir að stúlkan hafði auglýst eftir vinnu. Karlmaður á Suður- nesjum sá auglýsinguna og hringdi til stúlkunnar. Hann kynnti sig sem eiganda eins skemmtistaða bæjarins og vildi rába stúlkuna sem fata- fellu í vetur. Þegar móðir stúlkunnar hafði samband við veitingamanninn sem „símadóninn" sagðist vera og hugðist lesa honum lífsregl- urnar, kom sannleikurinn í Ijós. Atvikið hefur verið til- kynnt til lögreglunnar, en lögreglan veit hvaða maður var þarna ab verki. Sunnlensk sjón- varpsstöb ab fæbast Svo virðist sem draumur- inn um sunnlenskt sjónvarp sé að verða að veruleika. Nokkur fyrirtæki og einstak- Forsvarsmenn stöbvarinnar Dib- rik Haraldsson, Þóroddur og Ör- lygur frá Elnet. lingar hafa staðið að stofnun fyrirtækisins „Sunnlensk fjöl- miðlun". Samið hefur verið við 5 er- lendar sjónvarpsstöðvar um dreifingu á efni þeirra. Sjón- varpsstöðvarnar eru Sky News, Eurosport, MTV, Discovery og TNT & Cartoon Network. Samningar standa einnig yfir við Stöð 3. Sjónvarpsstöðin kemur til með að nást á Selfossi, Hvera- gerði, Þorlákshöfn, Stokks- eyri, Eyrarbakka og sveitirnar sem hafa sjónlínu á Selfoss. Áætlab er að hefja útsending- ar um miðjan september og má sjá þess merki á þaki Hót- el Selfoss þar sem útsending- Herra Suburland 1996 ásamt Abalheibi Millý, Ungfrú Suburland 1996. Howard Hughes og einkalíf hans Howard Hughes: The Untold Story, rftir P.H. Brown og Pat H. Broeske. Dutton, 482 bls, $ 24,95. Howard Hug- hes er ein af þjóðsagnaper- sónum Banda- ríkjanna og þessi bók um einkalíf hans hlaut heillar síðu, miður vin- samlegan, rit- dóm í New York Times Book Howard Hughes. Review 16. júní 1996. Faðir hans, verkfræðingur, endur- bætti jarðbora svo að þeir unnu á graníthellum yfir olíu- lindum í Texas og Louisiana, og auðgaðist af því. Ho- ward fetaði svo í fótspor hans, varð verkfræðingur, setti upp eigið fyrirtæki, og í síbari heimsstyrjöldinni end- urbætti hann vélbyssur, könnunarflugvélar og út- varpsbúnað í flugvélum. Ung- ur lærði hann flug, varð kunnur af langflugi, en brot- lenti nokkrum sinnum og hlaut höfuðmeiðsl. Hann keypti lítið flugfélag, sem að- allega sinnti póstflutningum, Trans World Airlines, og gerði það að einu stærsta flugfélagi í heimi. Áhugamaður var hann að auki um kvikmyndir, stóð 1930 að gerb kvikmynd- ar um herflugmenn í fyrri heimsstyrjöldinni, „Hell's Angels", sem miklar vinsældir hlaut, og k e y p t i nokkru síöar RKO-kvik- myndaverið. Ljómi lék hins vegar síður um einkalíf Howards Hughes. Hann var ekki við eina fjölina felldur, átti margar vinkonur, en kunnust þeirra mun Kat- herine Hepburn, sem var sam- býliskona hans um skeið. Öðrum þræði hafði hann þótt sérvitur frá unga aldri og ágerðist sérviska hans með ár- unum. Seint á ævinni gerðist hann mormóni og bjó síðustu daga sína meðal eins safnaöa þeirra. ■ Fréttir af bókum Sími GRÆNT NÚMER Nýjung á íslandi! Eitt númer um allt land 800 70 80 ekkert gjald, hvar sem þú ert á landinu! Þjónustusími Dags-Tímans er opinn alla virka daga kl. 9-17. Hringdu núna ef þú ert með ábendingar, skoðanir eða vilt gerast áskrifandi að hinu nýja blaði. JDcigur-®xmmn -besti tími dagsins!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.