Tíminn - 27.08.1996, Blaðsíða 12

Tíminn - 27.08.1996, Blaðsíða 12
Ve&rlft (Byggt á spá Ve&urstofu kl. 16.B0 í gaer) • Su&urland til Vestfjar&a: Suðvestan- og vestanátt, gola e&a kaldi og styttir upp a& mestu þegar kemur fram a daginn. Hiti 9 til 13 stig. • Strandir og Norðurland vestra: Sunnan eða su&vestan kaldi eða stinningskaldi og rigning framan af en styttir upp a& mestu nálægt há- degi. Vestan kalai og léttir til sí&degis. Hiti 10 til 14 stig. • Nor&urland eystra: Sunnan stinningskaldi og ví&a rigning framan af deginum. Su&vestan kaldi og léttir til síödegis. Hiti 11 til 15 stig. • Austurland a& Clettingi og Austfir&ir: Su&austan kaldi eða stinn- ingskaldi og lítilsháttar rigning um tíma nálægt miðjum degi. Su&vest- an kaldi og léttir til í kvöla. Hiti 10 til 15 stig. • Su&austurland: Sunnan og suðvestan kaldi og súld eða rigning framan af degi, en su&vestan og vestan kaldi og léttir til síðdegis. Hiti 10 til 13 stig. Hassverksmiöja fannst í höfuöborginni: 30 hassplönt- ur fundust Síöastliðið föstudagskvöld gerði fíkniefnalögreglan húsleit í einu húsi borgar- innar. „Þar voru í ræktun rúmlega 30 plöntur og um- merki um töluverða ræktun. Þar var einnig nokkuð af mulinni og þurrkaðri plöntu. Þurr vigtin af plönt- um og tilbúnum efnum er u.þ.b. þrjú kíló," sagði Bjöm Halldórsson, á fíkniefnda- deild lögreglunnar, í samtali við Tímann. Einn karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæslu- varðhald vegna málsins. I kjöl- far hassfundarins var farið í hús- leit á tveimur öðmm stöðum og á öðrum staðnum fundust um- merki um ræktun. -LÓA Útgjöld halmllanna tll algln blfralðar aom hluttall af holldarútgjöldum 1965 1070 1000 Hlutur heimilisbílanna vaxiö úr 8,5% í 18,5% heimilisútgjaldanna: Þab er girnilegt fóburkálib á Hálsi í Kjós en kýrnar verba ab bíba nýs verblagsárs til ab komast í þab. Tímamynd: ohr Jón Gíslason á Hálsi: Fóöurkáliö blómstraöi snemma vegna góös tíöarfars: Kýmar verða að bíða nýs verðlagsárs eftir kálinu Um 10 vikur ab vinna fyrir bílunum Hlutur einkabílsins í heildarút- gjöldum heimllanna hefur meira en tvöfaldast á rúmum tveim árafugum. Árið 1965 nægðu 8,5% heimilisútgjald- anna í þennan útgjaldalið en ár- ið 1990 hafði það hlutfall vaxið í 18,5%. Það svarar til þess að meðalfjölskyldan þurfi að vinna um 10 vikur á ári einung- is fyrir heimilisbílnum. Sýnist þetta umhugsunarvert fyrir þá sem oft heyrast undrast það hvað launin þeirra dugi miklu verr heldur en í þá góðu gömlu daga á 6. og 7. áratugnum. Hagfræðistofnun háskólans hefur nýlega reiknað út að beinn kostnaður af rekstri miðlungs bíls, sem ekið er 15.000 km á ári, sé rúmlega 380 þúsund krónur á ári. Sé fjölda einkabíla í Reykjavík deilt niður á borgarbúa veröur bílakostnaður hverrar fjögurra manna fjölskyldu rúmlega 680 þús.kr. á ári (57.000 kr. á mánuði). Þar af fara 530 þúsund í beinan útlagðan kostnað; bensin, við- hald/viðgerðir, hjólbarða, trygg- Ingar/skatta/skoðun, bUastæöí, þrif og því um líkt, en verðrýrnun og fjármagnskostnaður reiknast síðan um 150 þús.kr. á ári. ■ Sólskinsgulur akur á Hálsi í Kjós vakti athygli Tímamanna á lei& um Hvalfjöröinn um helgina. „Þetta er fó&urkál. Þa& blómstrar ef þa& er ekki beitt nógu snemma og af því vi& erum búin meö mjólkurkvót- ann fyrir lifandi löngu, þá tímum vi& ekki a& láta kýmar bíta þetta fyrr en í september. Þá byrjar nýtt ver&lagsár svo vib getum aftur fariö að framleiða mjólk. Þess vegna stendur akurinn nú í blóma", sag&i Jóri Gíslason bóndi á Hálsi. Hann segir um nokkrar tegundir að ræða af fóður- káli. í gula akurinn sábi hann svo- kallaðri vetrarrepju, sem samkvæmt fræðunum átti ekki að blómgast fyrr en 90 dögum eftir sáningu. „En þetta gerist stundum, sérstaklega í svona góðum sumrum, ab það blómstrar fyrr", sagði Jón. Kýmar hans geta því farið að hlakka til að úða í sig gulu kálinu. ■ Þróunarsjóöur sjávarútvegsins stendur ekki í stórútflutningi á bátum þrátt fyrir sögusagnir í þá átt: Sjóburinn er búinn ao kaupa sjö báta „Það er nú kannski orðum auk- ið," svara&i Hinrik Greipsson hjá Þróunarsjóði sjávarútvegsins a&- spur&ur hvort sjóðurinn væri a& úrelda og kaupa íslenska báta til útflutnings, en sú saga gengur orðið fjöllunum hærra innan sjávarútvegsins. Reyndin mun vera sú að Þróunarsjóði er ætlað að taka þátt í verkefrium erlendis og leggja þessa báta til sem nokk- urs konar hlutafé. „Það er ekkert orðið klárt hvað verður um þá. Það hefur verib leitað til okkar frá aðilum í Mexíkó, Pak- istan, Sierra Leone, Sao Tome, Om- an, Indónesíu. Þetta er allt á fyrstu stigum könnunar," segir Hinrik. Engin bátur er farinn úr landi enn sem komið er en það sem um ræðir eru krókabátar, sex tonn og innan vib það ab stærð. „Við erum rétt að byrja að kaupa og safna þessu," segir Hinrik, en sjóðurinn er búinn ab kaupa sjö báta. Þróunarsjóður veitir styrk til að úrelda bátana sem fiskiskip, 60% sé um aflamarksbát að ræba, en 80% ef þab er sóknardagabátur. „Síðan höfum við heimild til að kaupa bátinn eftir úreldingu á ein- hverju umsemjanlegu verði við eig- endur, því þeir eiga bátinn og ráð- stöfunarrétt á honum." Þeir sem hafa áhuga á að kaupa sér sportbát geta ekki gengiö inn í Þróunarsjóðinn og keypt úreltan krókabát. „Nei, ég held ekki. Ein- hvern vegin lít ég þannig á að Þró- unarsjóðurinn sé ekki að kaupa bát- ana til að selja þá síðan hér innan- lands," segir Hinrik. „Menn geta keypt þessa báta bara á þessum markabi sem við erum að kaupa þá. -ohr

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.