Tíminn - 30.08.1986, Qupperneq 4
4 Tíminn
Rosslyn Dillon ber það ekki með sér að hún hafi verið Ástralski forsætisráðherrann Bob Hawke brast í grát
í 10 ára eiturlyfjavímu. Hún segir að synirnir Paul og í sjónvarpsþætti 1984 þar sem hann var ásakaður um
David hafi bjargað lífi hennar. Innfellda myndin: linkind í garð eiturlyfjaneytenda.
Dóttir ástralska forsætisráðherrans:
10 ár í heróínvíti
en börnin björguðu henni
yngsta dóttir Hawkes væri dópisti. En það fór ekki hjá
því að það vekti athygli og umtal, hvað forsætisráðherr-
ann vildi fara mjúkum höndum um eiturlyfjaneytendur,
og þegar hann brast í grát fyrir framan sjónvarpsvél-
arnar í umræðuþætti um þau mál 1984, sprakk blaðran.
Þá var Rosslyn gift, maðurinn var dópisti líka, og átti
einn son. Fljótlega fæddist annar sonur og þá kom
læknirinn fyrir hana vitinu. Eins og fyrir kraftaverk
fæddust báðir drengirnir heilbrigðir.
Nú gefur hún ungu fólki það eindregna ráð að snerta
aldrei eiturlyf. Og þeim sem þegar hafa ánetjast þeim
ráðleggur hún að leita lækninga. Hún segist að vísu
gera sér ljóst að ekki séu allir svo heppnir að ná sér að
fullu, en með hverjum og einum búi viljakraftur sem
þurfti að leita uppi og finna.
„Ég elska lífið, ég elska börnin mín og ég elska fleira
fólk. Ég er ákveðin í því að taka fullan þátt í lífinu héðan
í frá,“ segir Rosslyn Dillon sem gerir sér vonir um að
hún sé endanlega búin að segja skilið við heróínvítið.
Rosslyn Dillon, dóttir ástralska forsætisráðherrans
Bob Hawke, var ekki nema 14 ára þegar hún komst í
kynm við heróín, og eftir tveggja vikna kynni af eitrinu
var hún ánetjuð í fjötra þess. í tíu ár var hún fangi
eiturlyfjanna, og það var ekki fyrr en læknir sagði henni
að hún ætti í mesta lagi 5 ár ólifuð með sama
áframhaldi, hann var þá að taka á móti öðru barni
hennar, að hún tók að snúa við blaðinu.
Rosslyn segist ekki gera sér sjálf grein fyrir því hvers
vegna svona fór fyrir henni. Hún hafði skipt um skóla
um það leyti sem kynni hennar af heróíni hófust og var
hálfráðvillt innan um nýju skólafélagana. Og ekki gerði
það málið einfaldara að faðir hennar var að sjálfsögðu
sífellt í sviðsljósin'u og hún fékk oft að heyra óskemmti-
legar áthugasemdir um stjórnmálamanninn Bob
Hawke. Heróínnotkun var almenn meðal nýju félag-
anna oghún lét bara berast með straumnum.
Ekki leið á löngu þar til Rosslyn lagðist hreinlega út
og sökkti sér ofan í dópið. Hún gerði sér einhverjar
hugmyndir um að þá tæki kannski enginn eftir því að
Laugardagur 30. ágúst 1986
lllliiHllllllllllllill ÚTLÖND llllllll
FRÉTTAYFIRLIT
Washington - viðskipta-
hallinn í Bandaríkjunum jókst
um 18,04 milljarðadollara í júlí
og er það nýtt met, að sögn
viðskiptaráðuneytisins. A-
stæða aukningarinnar er stór-
aukinn innflutningur.
Vín — kjarnorkusérfræðingar
Ijúka rannsókn sinni á sovéskri
skýrslu um Chernobyl og segj-
ast hafa lært mikið um öryggis-
ráðstafanir og lofa sovésku
skýrsluna fyrir hreinskilni.
Genf — ráðstefna 40 þjóða,
sem verið hefur í gangi með
hléum í um árabil, er að nálg-
ast samkomulag um algert
bann við notkun efnavopna.
eitt mikilvægt atriði á þó eftir að
leysa, nefnilega, hvernig er
hægt að tryggja að þjóðir fari
eftir samkomulaginu?
Harare — Mugabe forsætis-
ráðherra Zimbabwe, sem er í
þann veginn að verða leiðtogi
Samtaka óháðra ríkja, sagðist
mundu rifta áragömlum versl-
unarsamningi Zimbabwe við
S-Afríku til þess að viðskipta-
þvinganir gætu gengið greiðar
fyrir sig. Zimbawe hefur hvergi
land að sjó og því ekki mögu-
leika á sjóflutningum nema í
gegnum Suður-Afríku. Þykir
það auka á mikilvægi þessarar
ákvörðunar.
Nýja Delhi - Rajiv Gandhi,
forsætisráðherra Indlands
segir að Indland muni koma
fram með tillögur á Þingi Sam-
taka óháðra ríkja, sem hefst i
Harare á mánudag, sem muni
auðvelda ríkjum blökkumanna
í Afríku, að mæta ýmsum erfið-
leikum vegna Efnahagsað-
gerða gegn Suður-Afríku.
Jóhannesarborg -
stjórnmálamenn úr stjórnar-
andstöðuflokkum og mannrétt-
indalögfræðingar gagnrýna
stjórnina í Suður-Afríku fyrir
að segjast ætla að láta fara
fram reglubundna rannsókn á
því sem gerðist í Soweto í
vikunni, og segja slíkt mála-
myndarannsókn, sem , ekki
komisttil botns í málinu. Átökin
í Soweto urðu milli þeldökkra
íbúa og öryggislögreglu stjórn-
arinnar, en lögreglan skaut úr
byssum inn í múginn og drap
20 manns.
Zurich — verðið á platínum,
sem verið hefur verið hærra að
undanförnu en nokkru sinni
síðustu sex árin, hækkaði enn
j á alþjóðamarkaði í gær. Spá-
xaupmenn hafa nú beint at-
hygli sinni frá gulli og að platín-
um vegna þess að búist er við
að Suður-Afríka fari að tak-
marka útflutning þess, sem
svar við yfirvofandi efnahags-
þvingunum. Suður-Afríka er
stærsti útflytjandi platínum í
heiminum.
ParíS — franskir embættis-
menn og embættismenn frá
Sameinuðu þjóðunum hófu
viðræður í gær sem beindust
að því að endurskoða hlutverk
friðargæslusveita Sameinuðu-
þjóðanna í Líbanon. Viðræð-
urnar fara fram að ósk Frakka,
en þeir vilja endurskoðunina í
kjölfar árekstra frönsku friðar-
sveitanna við vopnaða Shiíte
múslima.
Noumea, Kaledóníu -
Jacques Chirac, forsætisráð-
herra Frakklands segir að
ríkisstjórn hans sé tilbúin til
viðræona við andstæðinga
sína um hvaða málefni sem er,
þar á meðal spurningar um
kjarnorkutilraunir í suður-
Kyrrahafi og vandamálin í
Kaledóníu.
Tokyo — Viðskiptajöfnuður-
inn í Japan í júlí var einhver sá
hagstæðasti sem þekkst hefur,
en á sama tíma var atvinnu-
leysið eitt það mesta sem ger-
ist þar, 2,9%. Japanskir efna-
hagssérfræðingar töldu að
hvorutveggja mætti rekja til
styrkleika yensins gagnvart
öðrum gjaldmiðlum, einkum
dollara.