Tíminn - 30.08.1986, Síða 13

Tíminn - 30.08.1986, Síða 13
Tíminn 13 Laugardagur 30. ágúst 1986 NEYTENDASÍÐAN Bætt meðferð nauðsynleg: Margir kvarta um lélegar kartöflur segir yfirmatsmaður ’ , Hlýtur ekki að vera öfugmæli að kalla þetta smælki „1. fl. Ágætis-kartöflur“? Auk þess að vera smáar (14 stykki í einum konulófa) voru þær meira og minna grænar og þar með bragðvondar. Þessi poki var keyptur eftir hendinni fimmtud. 28. ágúst (9 daga eftir pökkun) fyrir 69 kr. kílóið. Ágæti upplýsti nokkrum dögum áður að verð til framleiðenda væri 32 kr. kg., þannig að þær hafa hækkað um 37 kr. kílóið á leiðinni frá bóndanum til mín. Hlutfall smælkis hlýtur hér að vera drjúgum umfram hið leyfllega 4% mark sem Agnar nefnir, enda 50 stykki í kílóinu sem þýðir um 20 gramma þyngd að mcðaltali. Ef reikna ætti þeim tímakaup sem skræla þarf þessi ber ofan í fólk verða þau ansi dýr komin á matborðið. Halda kartöflubændur og dreifcndur að það örvi fólk til kartöflukaupa/neyslu að bjóða því vöru eins og þessa? Og það á verði suðrænna aldina? „Ég heyri mjög miklar kvartanir yfir nýjum kartöflum núna - fyrst og fremst að þær séu ekki eins og nýjar kartöflur eru vanar að vera, með nýjabragði og þunnu hýði þannig að ekki þurfi að skræla þær," svaraði Agnar Guðnason, yfirmatsmaður garðávaxta. En í tilkynningu frá honum til hlaða um bætta meðferð á kartöflum segir m.a.: „Á þessum tíma ættu ekki að heyrast kvartanir yfir útlitsljótum og bragðvondunt kartöflum. Neytendur eiga rctt á að fá góðar nýjar kartöflur, en ekki kartöflur eins og því ntiður eru of algengar á markaðinum. f>ær virðast vera gamlar, hýðið fast og svo dökknar það við suðu“. Um ástæður þessa sagði Agnar: „Ég held að það sé fyrst og fremst harkaleg meðferð, að þær þoli ekki þennan þvott á pökkunarstöðvunum og að þær eru síðan látnar bíða of lengi áður en þær fara á markaðinn." Agnar sagðist í gær vita um kartöflur sem búnar væru að liggja í rúma viku hér hjá einunt dreifingaraðilanum. Jafnframt vissi hann um að kartöflur hafi verið endursendar utan af landi vegna þess hve mikið smælki var í þeim og útlitið ekki nógu gott. „Færð þú góðar kartöflur?" spurði hann fréttamanninn, sem varð að kannast við að í kartöflupoka keypt- um nú fyrir helgina var meirihlutinn algjört smælki, og hýðið dökkl og ljótt eftir suðu. Samkvænit reglunum sagði Agnar aðeins 4% af kartöflunum mega vera undir 30 millimetrar í þvermál. Þurft hafi að stöðva móttöku í mörgum tilfellum að undanförnu vegna þess að of mikið smælki var í sendingunum. Bændum gefur Agnar m.a. þau ráð, að taka upp sumarkartöflurnar með handverkfærum í þurru veðri og ekki byrjað að morgni fyrr en lofthiti er kominn yfir 5 gráður C. Forðast að láta sól skína á kartöfl- urnar og senda þær aðeins þurrar og hreinar á markaðinn. Afurðastöðvum og hcildsölum ráöleggur hann að sleppa þvotti á sumarkartöflum, taka sem minnst í geymslu - cða ekki ntcira cn nemur 3-4 daga sölu. forðast hnjask við pökkun og að láta kartöflurnar standa í mikilli birtu. Sntásölum ráðleggur Agnar að taka ekki meira í einu en selst á 2 dögum, forðast mikla birtu og helst að velja sem kaldastan stað í verslun- inni. Úr kartöflum sem seldar eru í lausu þurt'i að tína rcglulega skemmd- ar kartöflur og smælki. Agnar sagði sérstakrar varúðar þörf við alla meðferð kartaflna á þessum árstíma, ef þær eigi að komast óskemmdar í potta neyt- enda. Hýðið flagni ekki af nýjum kartöflum nema þær verði fyrir hnjaski. „Það er ekki vandamál hjá mörgum framlciðendum að skila fyrsta flokks vöru, en þcir eru of margir sem virðast ekki hafa ntikinn áhuga á að framleiða fyrsta flokks kartöflur," sagði Agnar. -HEI Nú eru skólarnir að byrja: Skyggnst um eftir skólavörum Rakel Guðfinnsdóttur 10 ára sem veröur í Langholtsskóla í vetur og stöllu hennar Guðrúnu Ólöfu Kjartansdóttur 7 ára sem verður í Vogaskóla leist vel á tilvonandi skólagöngu. Tfmamynd: Svcrrir lausl. Til dæmis er hægt að fá þar skólatöskur frá kr. 359,-, en lang niest selda taskan er Piolet taska á kr. 1.659.-. Siðan þarf pennaveski og það er hægt að fá fyllt pennavcski frá kr. 308.- upp í kr. 623.- en þá eru þau líka tvöföld. Litir frá Crayons, lóstk. kosta kr. 74.-. Dagbækursem eru ómissandi kosta kr. 187.- Pegar kemur að fötunum þá eru vinsælastar dúnúlpur sem fást í öll- um barnastærðum á kr. 3.500.-. Gallabuxurnar eru frá kr. 499,- og gallajakkar eru á kr. 2.429.-. Það er líka hægt að fá fóðraðar buxur á kr. 889.- sem er mjög gott þegar vetur- inn fer í hönd. Peysur eru á þetta kr. 799,- til kr,-1.079,- og íþróttaskór eru á kr 855.- upp að kr. 1.330.- fyrir Htimmel skó. Nú fer að líða að hausti og þá tekur alvara lífsins við hjá yngri kynslóðinni. Skólarnir eru að byrja og þá þarf að líta í kringum sig eftir skólafötum, skólatöskum og öðru sem tilheyrir. Farið var í Miklagarð og athuguð verð á ýmsu sem til þarf, svo að fyrsta skólagangan gcti liafist áfalla- Er ég ekki sæt? LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Lausar eru stööur hjúkrunarfræðinga og sjúkra- liða á Droplaugarstöðum. Nánari upplýsingar veitir forstööumaður, í síma: 25811. Umsóknum ber aö skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæö á sérstökum eyðublöðum er þar fást. Sjúkraliðar - Sjúkraliðar Ábending frá sjúkraliöum sem vinna á Droplaugar- stööum. Hingað vantar sjúkraiiða til starfa. Hér er góö vinnuaðstaða, skemmtilegt umhverfi, góðurstarfs- andi og staðurinn er miðsvæðis í borginni. Hvernig væri að koma og skoða? Frá grunnskólum Reykjavíkur Nemendur komi í skólana fimmtudaginn 4. sept- ember nk. sem hér segir: 9. bekkur komi kl. 9. 8. bekkur komi kl. 10. 7. bekkur komi kl. 11. 6. bekkur komi kl. 13 5. bekkur komi kl. 13.30. 4. bekkur komi kl. 14. 3. bekkur komi kl. 14.30. 2. bekkur komi kl. 15. 1. bekkur komi kl. 15.30. Fornámsnemendur í Réttarholtsskóla komi kl. 13. Forskólabörn (5 og 6 ára), sem hafa verið innrituð, verða boðuð í skólana símleiðis. Frá grunnskólanum í Mosfellssveit Nemendur Varmárskóla (6-12 ára) komi í skól- ann sem hér segir: 10-12 ára, föstudag 5. september kl. 10. 7-9 ára, föstudag 5. september kl. 11. Forskólanemendur verða boðaðir bréflega. Nemendur Gagnfræðaskólans (13-15 ára) komi í skólann föstudaginn 5. september kl. 10. Skólastjórar. flAUSAR STÖÐURHJÁ l REYKJAVIKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Stöður bókavarða og bókasafnsfræðinga hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur eru lausar til um- sókna. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu safnsins í síma 27155. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást MF Massey Ferguson

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.