Tíminn - 25.05.1989, Qupperneq 4

Tíminn - 25.05.1989, Qupperneq 4
4 Tíminn Fimmtudagur 25. maí 1989 Ráðstefna um háskólastigið Menntamálaráðuneytið gengst fyrir ráðstefnu um háskólastigið, föstudaginn 26. maí 1989 kl. 13-18 í Borgartúni 6. Dagskrá: Svavar Gestsson, menntamálaráðherra, setur ráðstefnuna. Gerður G. Óskarsdóttir, ráðunautur, reifar við- fangsefni ráðstefnunnar og almennar upplýsngar um háskólastigið. Guðmund Hernes, rannsóknastjóri flytur erindi um háskólastigið, m.a. með hliðsjón af þróun í Noregi. Frosti Bergsson, framkvæmdastjóri, Guðrún Hallgrímsdóttir, matvælafræðingur, Jón Sigurðsson, skólastjóri, Sveinbjörn Björnsson, prófessor, Tómas Ingi Olrich, menntaskólakennari og Þuríður Kristjánsdóttir, prófessor ræða spurningar um háskólastigið. Umræður og samantekt. Ráðstefnan er öllum opin. Menntamálaráðuneytið, 23. maí 1989. I Gardsláttuvélin msl ma m Rafeindakveikja tryggir örugga gangsetningu Hún slær út fyrir kanta og upp að vegg. FyrirferðarlítiI, iétt og meðfærileg. 3.5 HP sjálfsmurð tvígengisvél. Auðveldar hæðarstillingar. Stofnfundur Landssamtaka kornbænda, hey- og graskögglaframleiðenda verður haldinn laugardaginn 3. júní n.k. kl. 13.30 að Hótel Sögu. Dagskrá fundarins: 1. Skýrsla undirbúningsnefndar og fundargerð fyrri fundar. 2. Ákvörðun um stofnun félagsins. 3. Samþykkt laga. 4. Önnur mál. Nánari upplýsingar veita Magnús Finnbogason, Lágafelli, sími 98-78571, Stefán Þórðarson, Teigi, sími 96-31126, Páll Ólafsson, Brautarholti, sími 91-666043. n.vixrvuo ■ «nr Flag í fóstur SUF hefur ákveðið að efna til gróðursetningar- ferðar í Galtalæk, laugardaginn 10. júní 1989. Tekinn verður upp þráðurinn frá fyrra ári og haldið áfram uppgræðslu á því landsvæði sem SUF hefur tekið í fóstur. Nánar auglýst síðar. Framkvæmdastjórn SUF. - Stjórnarfundur SUF Qv : Stjórnarfundur Sambands ungra framsóknar- manna verður haldinn í Nóatúni 21, föstudaginn 9. júní 1989, og hefst kl. 17:30. Framkvæmdastjém SUF Vestur-Húnavatnssýsla: Átak í atvinnu- og byggðaþróun Hafínn er undirbúningur að sérstöku átaksverkefni í Vestur-Húnavatnssýslu til atvinnu- og byggðaþróunar. Til- gangur verkefnisins er að virkja þá íbúa og hópa í byggðarlag- inu sem hafa áhuga á atvinnurekstri og veita þeim faglega aðstoð við að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Fyrir skömmu var haldinn kynn- ingarfundur þar sem átaksverkefnið var kynnt. Jafnframt var leitað eftir hugmyndum hópa og einstaklinga og þeim boðin aðstoð við upplýs- ingaöflun, áætlanagerð og framkvæmd. Auk þess var skipuð undirbúningsnefnd að leitarráð- stefnu sem haldin verður 23.-24. júní næstkomandi. Á þeirri ráð- st fnu verða verkefni á sviði atvinnu- mdla valin og undirbúin. Að því lo..nu mun þar til skipaður starfs- hó.iur vinna að framkvæmdinni með aðitoð verkefnisstjóra. V'erkalýðsfélagið á staðnum á frumkvæðið og fjármögnun er í höndum þess. Jafnframt mun hreppsnefnd Hvammstanga leggja fé í framkvæmdina auk Iðnþróunar- félags Norðurlands vestra og kaup- félagsins. Leitað var eftir styrk frá Byggðastofnun en þeirri umsókn var hafnað. Seinna ár verkefnisins verð- ur leitað aftur eftir stuðningi Byggðastofnunar. „Það getur verið að þeir komi inn í þetta dæmi seinna ef fjárhagur stofnunarinnar leyfir. En Byggða- stofnun er reiðubúin til að leggja fram faglega aðstoð og meðal annars kom einn starfsmanna þeirra á kynn- ingarfundinn hér. Þá er áætlað að sveitarhrepparnir taki þátt í fram- kvæmdinni og þetta mun því ná yfir sýsluna alla. Við verðum að vera bjartsýn á að verkefnið verði árang- ursríkt,“ sagði Þórður Skúlason sveitarstjóri á Hvammstanga í sam- tali við Tímann. Við framkvæmd átaksverkefnisins verður stuðst við reynslu Seyðisfirð- inga og íbúa Egilsstaða, sem í haust ljúka fyrsta átaksverkefni í atvinnu- og byggðaþróun sem fram hefur farið á íslandi. Þó verður fram- kvæmdin í Vestur-Húnavatnssýslu fyrst og fremst miðuð við aðstæður á staðnum. í mars 1990 verður síðan haldin endurmatsráðstefna þar sem staða einstakra verkefna verður skoðuð og teknar ákvarðanir um framhald- ið. Verkefninu lýkur vorið 1991 og er þá stefnan sú að komið verði á framtíðarskipulag þessara mála í sýslunni sem tryggi að árangur glatist ekki. jkb Frá undirritun samninganna við Spán og Portúgal 4. mai sl. en þar voru mættir hótelstjórar Benal Beach og Timor Sol, umboðsskrifstofur Útsýnar á Spáni og Portúgal, ásamt aðalfararstjóra Útsýnar á Spáni, Þórhildi Þorsteinsdóttur sem er þriðja til vinstri á myndinni og önnur til hægri er Anna Guðný Aradóttir framkvæmdastjóri Útsýnar. Útsýn undirritar samninga fyrir ’90 Undanfarnar vikur hafa starfs- menn Ferðaskrifstofunnar Útsýn Ví verið á ferð og flugi við samninga- gerð og frágang, gisti- og ferðasamn- inga fyrir starfsárið 1990. Hefur Útsýn þegar gengið frá og undirrit- að samninga sína á Spáni, Portúgal og Kýpur og þannig tryggt sér einka- rétt á vel þekktum gististöðum s.s. Benal Beach, Timor Sol og Santa Clara á Costa del Sol á Spáni og hinum geysivinsælu gististöðum sín- um í Aigarve í Portúgal og Limassol á Kýpur. f tilefni af undirritun gistisamning- anna komu til landsins erlendirgestir og með þátttöku þeirra og flugfélag- anna Flugleiða, Arnarflugs og SAS var haldin Ferðakaupstefna Útsýnar 1989 4. maí s.l. Þangað komu á 3. þúsund gestir sem öfluðu sér upplýs- inga um ýmis konarferðamöguleika, þáðu veitingar og hlustuðu og tóku þátt í skemmtidagskrá. Með ferð þessari hefur Ferðaskrif- stofan Útsýn tekið upp starfshætti stærri erlendra ferðaskrifstofa sem tryggja og treysta hagsmuni sína mjög tímanlega og velja sína að- stöðu á helstu gististöðum og njóta þannig oft og tíðum betra og hag- Á fundi Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis 17.maí s.l. var samþykkt að mótmæla harðlega brottrekstri Hreins Skagfjörðs og Svandísar Tryggvadóttur landvarða í Herðu- breiðarlindum. f fréttabréfi frá félaginu segir: „Fundurinn skorar á Ferðafélag Ák- ureyrar og Náttúruverndarráð að stæðara verðs og kjara en annars. Forráðamenn Utsýnar telja að þessir samningar séu þeir hagstæðustu sem ferðaskrifstofan hefur gert til þessa en þeir tryggja eins og áður sagði í öllum tilfellum einkarétt Útsýnar fyrir árið 1990. endurskoða afstöðu sína í þessu máli, og endurráða þau í landvarðar- starfið áður en vinna hefst í Herðu- breiðarlindum í sumar. Fundarmenn lýsa undrun sinni á því að Hreinn Skagfjörð skuli ekki endurráðinn eftir frábært starf sitt sem landvörður á liðnum árum. -gs Brottrekstur landvarða: SLEIPNIR MÓTMÆLIR

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.