Tíminn - 25.05.1989, Side 5

Tíminn - 25.05.1989, Side 5
Fimmtudagur 25. maí 1989 Tíminn 5 Uppgjör við 30 ára skögrækt hjá sumum skógræktarmönnum bendir til að nauðsynlegt sé að endurmeta ræktunarstefnuna. Sigurður Blöndal skógræktarstjóri: Skógarfuran stærsta skyssan og sú versta Á vegum Skógræktar ríkisins og skógræktarfélaganna hafa, eftir því sem næst verður komist, misfarist rúmar fimm milljónir trjáplantna á þrjátíu ára tímabili, þar af eru tvær milljónir skógarfuruplantna. Aðrar tegundir á þessu tímabili eru einkum rauðgreni, sitkagreni. Skógræktarmenn sem Tíminn hefur rætt við segja að fram að þessu hafi skógrækt á íslandi verið handahófskennd og milljónum í raun sóað vegna þess að rangar plöntur hafi verið notaðar. Segja þeir að í dag standi skógrækt hér á landi frammi fyrir því að gera upp við fortíðina og þau mistök sem gerð hafa verið. f dag fyrirfinnst varla nokkurt tré af skógarfuru á landinu og rauðgren- ið er að sögn einnig að mestu dautt eða ónýtt þá að líf sé með einhverju af því. Sé gert ráð fyrir að hver planta kosti á núvirði tvö hundruð krónur að meðaltali þegar búið er að gróðursetja hana þá er verið að tala um að á þessu tímabili hafi milljarði króna verið kastað út um gluggann. Það sem virðist hafa gengið af þessum tegundum dauðum er kulda- kastið 1963, vorhretið mikla þann 9. apríl. Það hjó veruleg skörð í þessar tegundir og þá virðist sem skógrækt- armönnum hafi fallið allur ketill í eld með ofannefndar tegundir því sfðan hafa þær ekki verið gróðursett- ar og eru því nánast horfnar nú, en Skógræktin og starfsmenn hennar snúið sér að öðrum tegundum. Einn viðmælandi Tímans orðaði þetta þannig: „Svo virtist sem Skóg- rækt ríkisins hafi verið nánast ein allsherjar stórbrotin tilraun þar sem bjartsýnismenn drifu í því að láta gróðursetja trjátegundir sem þeim þóttu fallegar eða höfðuðu á ein- hvern annan hátt til tilfinninga þeirra. Þannig hefur gríðarlegum fjármunum verið fómað fyrir óraun- hæfa draumóra um íslenska timbur- framleiðslu eða eitthvað í þeim dúr, en menn hafa hingað til ekki dregið nægan lærdóm af mistökum sínum og reynt að efla rannsóknir Skóg- ræktarinnar, kynbæta stofna og fá fram afbrigði sem betur þola skilyrð- in hér.“ Tíminn spurði Sigurð Blöndal skógræktarstjóra um þessi mál: „Það var gróðursett geysimikið af furu í um það bil einn áratug og hún er horfin. Þá er einnig mikið til hætt að gróðursetja rauðgreni en mikið var gróðursett af því á sjötta og sjöunda áratugnum. Það hefur þó ekki þurrkast út. Það hefur hins vegar ekki staðið sig eins vel og menn létu sig dreyma um en þar er fyrst og fremst um að kenna kóln- andi veðri eftir 1964,“ sagði Sigurð- ur. - En er þá enn verið að rækta og gróðursetja tegundir hér án undan- genginna rannsókna og tilrauna og er áætluð asparræktun í Ámessýslu enn eitt stóráhættuverkefnið? „Við getum aldrei sagt með fullri vissu um hvað muni spjara sig. Alaskaöspin er þó þannig að það em nánast engir sjúkdómar sem herja á hana hér. Hún hefur verið ræktuð hér síðan 1944 og hefur orðið fyrir áföllum eins og vorhretinu 1963. Þær plöntur sem verða forfeður og -mæður þess verkefnis sem nú er að hefjast í ræktun Alaskaaspar og farið er af stað austur í Hvammi í Hrunamannahreppi eru valdar með- al annars á gmndvelli niðurstaðna á frostþolsrannsóknum sem Jón Gunnar Ottósson á rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá hefur gert. Hann getur og hefur reiknað nákvæmlega út hvaða afbrigði hefði Sigurður Blöndal skógræktarstjóri. staðist hretið mikla 1963 og þau hafa menn nú undir höndum. Hér er því ekki verið að fara út f tilsvarandi ævintýri og þú nefndir. Hins vegar getum við aldrei vitað hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði skógræktarstjóri. Sigurður minntist jafnframt á lerki sem hefði staðið sig vel fyrir austan og norðan, en það ásamt stafafum og Alaskaöspinni væru þær þrjár tegundir sem gætu orðið uppistaða íslenskra nytjaskóga. Hann sagði að reynslan hefði kennt mönnum þetta og segja mætti að hún væri orðin dýrkeypt. „Það er oft svo að þegar byrjað er á einhverri nýrri starfsemi af þessu tagi þá er um tvær leiðir að velja: Annað hvort að byrja, eða leggja út í langtíma rannsóknir og hér fyrr meir var sú fyrri valin,“ sagði Sigurð- ur. Hann sagði ennfremur að þegar svo væri að farið þá væri hugsanlegt að menn gerðu skyssur eins og gerðist með skógarfuruna. „Hún er kannski sú skyssa sem verst er að fyrirgefa af því hún er gríðarlega stór.“ Sigurður sagði að reiknað hefði verið út að á verðlagi dagsins í dag hefðu þær plöntur sem gróðursettar voru af skógarfuru kostað nálægt sjötíu milljónum. Þá hefði í gegn um árin farið töluvert mikið í súginn vegna þess að tegundir hefðu verið gróðursettar á vitlausum stöðum. -sá 25 millj. til Reykjalundar Lionshreyfingin á Islandi afhenti sölu rauðra fjaðra og mun hann stjóri Lionshreyfingarinnar af- stjórn vinnuheimilisins að Reykja- renna til byggingar vistheimilis fyr- henda Oddi Ólafssyni, frá Reykja- lundi 25 milljóna króna ávísun í ir mikið fötluð ungmenni. Hérsést lundi ávísunina. -gs gær. Peningarnir eru afrakstur af Halldór Svavarsson, fjölumdæmis- FÍA skrifar undir samning Skrifað var undir nýjan kjara- samning milli Félags íslenskra at- vinnuflugmanna og Flugleiða á ní- unda tímanum í gærkvöldi, í hús- næði ríkissáttasemjara. Samningur- inn er í meginatriðum samhljóða öðrum kjarasamningum, sem gerðir hafa verið að undanförnu, og gildir til 31. mars 1990. f samningnum eru einnig ákvæði um flugtíma á nýju flugvélinni, Aldísi, sem verður 8 tímar með tveimur mönnum í stjórn- klefaáhöfn. -ABÓ Verslunarbanki, Iðnaðarbanki og Alþýðu- banki í eitt með kaupum á Útvegsbanka: Viðræður um einkabanka- risa eru vel á veg komnar Skriður er kominn á sameining- armál nokkurra banka og hefur Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra, nú átt fund með formönnum þriggja einkabanka um sölu á hlutabréfum ríkisins í Útvegsbanka fslands hf. og jafnframt sett þeim aðilum ákveðinn frest til ákvörðunar í því máli. Um er að ræða 76% hlut ríkisins í Útvegsbankanum, en Fiskveiða- sjóður á 20% hlutabréfa og aðrir aðilar eiga 4%. Bankamir sem um ræðir eru Verslunarbankinn, Iðnaðarbankinn og Alþýðubankinn, sem hver um sig myndi kaupa sinn fjórðung í Útvegs- bankanum. Eitt prósent yrði selt öðrum aðilum. Alþýðubankinn er minnstur þessara banka og er því ljóst að eignaraðilar hans verða að leggja til hans verulegt fé áður en hægt verður að ganga frá kaupunum, en þeirra stærstur er Alþýðusam- band fslands. Þessi skipting á kaup- hlutum í Útvegsbankanum gefur og til kynna að eignaraðild að hugsan- legum sameiningarbanka þessara aðila verði jöfn, ef Alþýðubanka vex ásmegin.' Skilyrði þau sem fylgt hafa sölu á Útvegsbankanum eru þau að kaupin leiði til sameiningar í bankakerfinu, eignaraðild verði dreifð og ríkið fái sanngjamt verð fyrir sinn hlut. Ekk- ert bendir til að viðskiptaráðherra muni hvika frá þessum skilyrðum í hugsanlegri sölu bankans til þessara þriggja einkabanka. Það eru því líkur á að í kaupum þessum verði gengið frá því að allir þessi bankar sameinist í einn einkabanka sem yrði væntanlega nægilega stór til að keppa meir á jafnréttisgrundvelli en áður við ríkisbankana Landsbanka og Búnaðarbanka íslands. Einnig má geta þess að enn eru í gangi viðræður um hugsanleg kaup Lands- bankans á minnsta banka landsins, Samvinnubankanum, en þau mál virðast komin mun skemur á veg en hin fyrrnefndu sameiningarmál. KB

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.