Tíminn - 25.05.1989, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 25. maí 1989
Tíminn 7
lYfar Jonsson vuinur ad rannsóknum á brotum vid Stóradómi sem folust i astum utan hjonabands a arunum 155U tu loMi. T(mamynd:Arni B|ama
Vísindaráö veitir styrk til rannsókna á ástum utan hjónabands á árunum 1550 til 1850:
Könnun á lauslæti í
baðstofum í 300 ár
Ástir utan hjónabands virðast hafa verið mun algengari á
íslandi í byrjun nítjándu aldar en annars staðar á Norðurlönd-
um og þótt víðar væri Ieitað. Már Jónsson fréttamaður fékk
styrk úr vísindasjóði til að rannsaka þetta og fleira sem tengist
ástum utan hjónabands á íslandi frá 1550 til 1850. Rannsókn-
irnar miða að alhliða athugun á lauslætis- og siðferðisbrotum,
allt frá sifjaspellum til hverskyns hórdómsbrota. En hér á
landi er löggjöf þessa tíma um nefnd brot, mikið ýtarlegri og
umfangsmeiri en þekktist annars staðar.
Meðal þess sem vakið hefur at-
hygli Más er að í byrjun nítjándu
aldar voru um 10% barna óskilgetin
í Danmörku og 5% barna í Færeyj-
um. Hliðstæð tala fyrir ísland er
aftur á móti 15%. „Það voru að vísu
til svæði í Austurríki og Suður-
Þýskalandi þar sem ástandið var
svipað og hér. En miðað við ná-
grannalöndin og fleiri lönd eins og
Bretland og Frakkland er þetta
nokkuð há tala og þar sem kaþólsk
trú var ráðandi eru óskilgetin börn
til dæmis aðeins um 2-3% fæddra
barna,“ sagði Már í samtali við
Tímann.
Már hlaut nýverið styrk að upp-
hæð níu hundruð þúsund krónur úr
vísindasjóði vísindaráðs. Styrkurinn
gerir honum kleift að einbeita sér að
rannsóknunum næstu mánuðina.
„Það hefur töluvert verið skrifað um
þetta efni til dæmis í Frakklandi,
Bretlandi ogBandaríkjunum en lítið
á Norðurlöndum,“ sagði Már.
Hann sagði rannsóknirnar byggj-
ast að miklu leyti á samspili brota og
refsinga. Einna merkustu heimild-
irnar eru svokallaðar sakeyrisskrár,
það er að segja skýrslur sem sýslu-
menn gerðu árlega, allt frá 1590, um
alla þá sem gerðust brotlegir við
Stóradóm sem kvað á um refsingar
við brotum af þessu tagi. „Stóridóm-
ur ætti í raun að vera eitt af okkar
þjóðarstoltum, þar sem hvergi ann-
ars staðar í Evrópu er að finna eins
ýtarlega og umfangsmikla löggjöf
hvað það áhrærir sem ekki mátti í
þessum efnum. Sýslumenn þurftu að
gera sakeyrisskrár þar sem þeir
fengu þriðja part fjársektanna,
kóngurinn einn þriðja og amtmaður
eða höfuðsmaður einn þriðja. Ég
athuga hvernig þessum reglum var
fylgt eftir og á hinn bóginn hvort fólk
hlýddi þeim,“ sagði Már.
1 sakeyrisskrám er sagt til um
hvers eðlis brotin voru og hver
sektin var. Lausaleiksbrot þar sem
báðir aðilar voru ógiftir, kostuðu
hálfan ríkisdal á mann og tvöfalt ef
um annað brot viðkomandi var að
ræða. Hórdómsbrot kostuðu um átta
ríkisdali og sifjaspellsmál voru dýr-
ust og kostuðu frá átta til 24 ríkisdali
það er að segja ef hlutaðeigandi
voru ekki það náin að refsingin fólst
í aftöku. Athygli vekur að ísland er
eina landið þar sem báðum aðilum
er gert að greiða sömu sektarupp-
hæð. f Danmörku til dæmis þurfti
karlmaðurinn að greiða helmingi
hærri sekt en konan. Þá voru sektar-
greiðslur erlendis yfirleitt mun hærri
en hér tíðkaðist.
Að sögn Más eru margir þættir
rannsóknanna mjög áhugaverðir og
eru það oftar en ekki hlutir sem ekki
hafa áður komið í ljós. Til dæmis má
nefna að í miklum fjölda tilfella
héldu feður börnum sem þeir áttu
utan hjónabands og tóku þau inn á
sitt heimili en mæðurnar voru sendar
í burtu. Þegar bæði voru ógift var
einnig töluvert um að feður héldu
börnunum.
Hliðarreglur laganna eru að sama
skapi oft mjög áhugaverðar. Svo að
segja eina frambærilega ástæða
skilnaðar í byrjun nítjándu aldar var
talin hórdómsbrot. Þá gat sá aðili
sem ekki hafði gerst brotlegur krafist
skilnaðar. Ef til dæmis karlmaður
hafði gerst hórsekur varð hann að
greiða sekt og mátti ekki giftast aftur
nema að fengnu leyfi konungs,
þremur til fjórum árum eftir skilnað.
Hann þurfti að leggja fram vottorð
um góða hegðun og mátti alls ekki
hafa eignast barn í millitíðinni. Sá
böggull fylgdi þó skammrifi að við-
komandi maður mátti undir engum
kringumstæðum giftast þeirri konu
sem hann hafði gerst brotlegur með,
jafnvel ekki þótt þau ættu barn
saman. „Leyfi til að giftast barns-
móðurinni var talin umbun. Nokkrir
kusu að búa í synd en það var allt
reynt til að stía þeim aðilum í
sundur. í byrjun nítjándu aldar virð-
ist draga úr hörku yfirvalda varðandi
þetta og þá þyrpast karlmenn, eink-
um norðanlands til að sækja um að
fá að giftast barnsmóður sinni,“
sagði Már. Hann fyrirhugar að ljúka
rannsóknum á ástum utan hjóna-
bands eftir tvö til þrjú ár og leggja
niðurstöður fram í ritgerð, við heim-
spekideild Háskóla íslands. jkb
FIMMTUGUR KARL AKÆRDUR
FYRIR AD STUDLA AD VÆNDI
Réttarhöldum í máli ákæru-
valdsins gegn fimmtugum reyk-
vískum karlmanni, sem ákærður er
fyrir að hafa stuðlað að vændi og
hafa af því ávinning, er nú að
mestu lokið fyrir Sakadómi
Reykjavíkur. Dómari í málinu,
Arngrímur ísberg, mun þó sam-
kvæmt heimildum Tímans ekki
dómtaka málið strax, þar sem leit-
að er tveggja vitna. Svo virðist sem
vitni þessi fari huldu höfði og hefur
árangurslaust verið reynt að ná
sambandi við þau. Vitnisburður
þessara tveggja mun þó ekki vera
úrslitaatriði í málinu.
Alls voru fimm vitni kölluð fyrir
Sakadóm Reykjavíkur við mála-
rekstur þennan og er þar um að
ræða bæði viðskiptavini og cinnig
stúlkur er unnu á snærum ákærða.
Tíminn skýrði ítarlega frá þessu
máli er ákærði var úrskurðaöur í
vikulangt gæsluvarðhald í vetur og
tíundaði m.a. hvernig staðið var að
viðskiptum. Þá greindum við frá
því að stund með stúlku hefði
kostað fimm þúsund krónur. Rétt
er að taka fram að stúlkurnar
einskorðuðu sig ekki við þetta verð
og var það bæði hærra og lægra og
fór þá nokkuð eftir eðli greiðans.
Fulltrúi saksóknara, Egill Str'ph-
ensen, brást ókvæða við er Tíminn
spurði hann út í sönnunargugn í
málinu. Taldi spurningun:: ’ ki
svaraverða og sagðist ekki iá
frekari afskipti af málinu efti' að
ákært var í því.
Ákærði hafði orðið sér ú' am
greiðslukortavél í viðskiptun n-
um en sú vél hafði ekki .iið
notuð, en auðvelt hefði reyi t að
tengja ákærða og viðskipti hans \ ið
einstaka viðskiptamenn ef
greiðslukortaseðlar hefðu crið
fyrir hendi. FS