Tíminn - 25.05.1989, Page 8

Tíminn - 25.05.1989, Page 8
8 Tíminn Fimmtudagur 25. maí 1989 Titninri MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslasön • Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. mars hækkar: ' Mánaðaráskrift í kr. 900.-, verð í lausasölu í 80,- kr. og 100,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 595.- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 islenskur iðnaður Fyrir nokkrum dögum ritaði einn af forustu- mönnum íslenskra iðnrekenda grein í Morgun- blaðið undir fyrirsögninni: „Er nokkur í kórónaföt- um hér inni?“ Greinarhöfundur virðist horfa með söknuði til þess tíma þegar fataiðnaður blómstraði á íslandi, en er nú svo fjarri í tímanum að ungt fólk heldur það tilheyri fornöldinni. Iðnrekandinn rifjar það upp að fyrir svo sem 20 árum hafi íslenskir karlmenn klæðst fötum sem framleidd voru í íslenskum fataverksmiðjum undir ýmsum vörumerkjum. Nú er svo komið að fataiðn- aðurinn er ekki nema svipur hjá sjón segir iðnrekandinn. Allt eru þetta kunnar staðreyndir. Síðan rekur greinarhöfundur þróun íslensks verksmiðjuiðnaðar í fáum en skýrum orðum og segir að það sé ekki fataiðnaðurinn einn sem hafi fellt fjaðrirnar frá því sem var fyrir u.þ.b. 20 árum, heldur eigi þetta við um flestar iðngreinar, sem áður stóðu í blóma og veittu fjölda manns atvinnu. Forustumaður iðnrekenda bendir á að margir haldi því fram að hnignun iðnaðarins stafi af skorti á opinberri iðnaðarstefnu. Reyndar má lengi deila um orðalag af þessu tagi. Allt eins mætti segja, að stefnan í iðnaðarmálum, eins og hún hefur mótast á síðustu árum og áratugum, hafi ekki reynst hliðholl margs konar iðnaði, s.s. fataiðnaði, hús- gagnaiðnaði, prjónavöruiðnaði o.s.frv. Pað er út í hött að gefa í skyn að samdráttur íslensks iðnaðar og minnkandi hlutdeild innlendrar framleiðslu á neysluvörumarkaðnum hafi orðið áberandi á síðustu mánuðum eða misserum. Breyt- ingatímabilið er miklu lengra. Samkeppnisstaða íslensks iðnaðar og umfang hans stendur auðvitað í réttu hlutfalli við aukið frelsi í innflutningsverslun hér á landi og þá almennu iðnþróun í heiminum að ýta sem mestu af verksmiðjuiðnaði út úr velmegun- arlöndunum til láglaunalandanna. Jafnvel þau iðnfyrirtæki hér heima sem framleitt hafa góða vöru á góðu verði hafa orðið að láta undan í samkeppninni. Par segir m.a. máttur auglýsinga til sín eða nýjungagirni. „Eflum íslenskt“ Ungmennafélag íslands hefur ákveðið að koma til liðs við innlenda framleiðendur og endurtaka áróðursherferð sína sem það fór fyrir nokkrum árum undir vígorðinu: „Eflum íslenskt!“ Ung- mennafélag íslands ætlar að skora á íslendinga að velja íslenskar vörur og láta innlenda framleiðslu hafa forgang fyrir innfluttum varningi. Ungmenna- félagið bendir á að aukin kaup innlendrar fram- leiðsluvöru stuðli að vaxandi atvinnu og atvinnuör- yggi í landinu. Þetta er hverju orði sannara. Þjóðin á sjálf að móta sína iðnaðarstefnu með því einfaldlega að velja íslenskar vörur og taka þær framyfir útlendan varning. GARRI ! 0g enn reiknar hann Undanfarið hefur orðið vart nokkurra skruðninga í viðskipta- ráðuneytinu og hafa þcir komið fram í innflutningi á smjöriíki án þess að ljóst sé hvort slíkur inn- flutningur sé heimill. Viðskipta- ráðherra heldur þvi fram í Alþýðu- blaðinu, að slíkur innflutningur sé heimilaður til að lækka framfærslu- kostnað. Það lætur vel í eyrum. Sé litið á ísland sem ákveðið verðsvæði, sem það er, þarf engan viðskiptaráðherra til að segja okkur, að hægt er að fá ódýrari vöru erlendis. Bæði valda því nið- urgreiðslur, eins og innan EB, og síðan mikið meira magn fram- leiðslu vegna mannfjölda í neyslu- landinu. Margir eru þeir sem nú sleikja út um við tilhugsunina við að auka innflutning á matvælum, fyrst og fremst í gróðaskyni, en viðskiptaráðherra heldur sig við lækkun framfærslueyris í réttlæt- ingu á auknum innflutningi mat- væla. Reiknað frá árinu 1971 Öll eru nú skæðin góð, og gætu eflaust verið betri. Verð á matvæl- um hér, sem framleidd eru innan- lands og skapa þannig atvinnu í litlu samfélagi, stjómast að stóram hluta af þeirri skattheimtu sem ríkið annast undir heitinu óbeinir skattar, þ.e. skattar sem ekki era Iagðir beint á einstaklinga. Þessir skattar era margir og flóknir. Má þar nefna matarskatt og söluskatt. Við innflutning bætast á fleiri skattar og hafa þeir margsinnis verið raktir, þegar verið er að gera samanburð við verð á sömu vöra erlendis. Frá árinu 1971 hefur núverandi viðskiptaráðherra verið helsti reiknimeistari þjóðarinnar að tveimur árum undanskildum, þeg- ar hann var að reikna fyrir útlend- inga. Á því árabili sem síðan er runnið sitt skeið höfum við barist við verðbólgu undir útreikningum og Qárhagsspám viðskiptaráðherra og hvergi haft undan. Hæst hefur vísitalan komist í 130 stig. En alltaf var viðskiptaráðherra að reikna. Nú er hann byrjaður aftur að reikna og finnur út í aðfara mikils atvinnuleysis, að með því að hleypa inn í landið óheftri samkeppni við innlendan matvælaiðnað sé náð lækkun á framfærslukostnaði. Tværplágur Það hefur lengi verið draumur þeirra Alþýðuflokksmanna að endurskipuleggja landbúnaðinn og aðrar þær greinar sem við matvæla- framleiðslu fást. Þessi viðureign hefur tekið á sig skrítnar myndir, og einn daginn var spurt: Hver á landið, líklega með það fyrir aug- um að geta þrengt að sauðkindinni. Það hefur verið sport þéttbýlisbúa að andmæla sauðkindum. Vel má vera að þær mættu vera færri en þær era, enda horfir til þeirrar áttar þessa dagana vegna riðuveiki- faraldurs, sem getur í tímans rás orðið eins skeinuhættur landbún- aði og mæðiveiki varð á sínum tíma. Þvi getur farið svo, leggist riðuveikin og frjálshyggjuöflin á eitt, að viðskiptaráðherra geti komið fram umtalsverðri lækkun á framfærslukostnaði. En þá er annað mál óleyst og sýnu brýnna en það hvort einni rollu er fleira eða færra í landinu, hvort pútur landsmanna standi inn- flutningi á hænsnakjöti fyrir þrifum, eða hvort sinjörlíki skuli vera innflutt. Þetta óleysta mál birtist okkur í fjárlögum ríkisins ár hvert og af vaxandi þrótti. Til kennslu-, trygginga-, og heilbrigð- ismála fara nú hartnær 90% af fjárlögum. Öðru hverju er verið að boða, að framlög til þessara mála þurfi að auka. Það getur því alveg eins farið svo, miðað við mál og tillögugleði Alþingis verði framlag til velferðarmála orðið um 100% um næstu aldamót. Ódýra velferð er ekki hægt að flytja inn, og því hefur viðskiptaráðherra ekki gert tilraun til þess, eða rætt innlenda vclferð með hliðsjón af lækkun framfærslukostnaðar. Ægishjálmur velferðar En hvað halda menn að kostnað- urinn við velferðina, sem gleypir helftina af fjárlögum hvers árs sé stór hluti af framfærslukostnaði hvers árs? Við hliðina á því hrika- dæmi eru tUfærsIur innan atvinnu- greina ekki annað en lambaspörð. InnflutningstUraunir viðskiptaráð- herra eru ekki annað en föndur reiknimeistara, sem aldrei hefur fundið stóra dæmið í þjóðfélaginu og aldrei rætt það. Það er heldur ekki von. Hann myndi í fyrstu þurfa að spyrja að því: Hverjar eru tekjur okkar af velferðinni? Það er aftur á móti auðvelt fyrir reikni- meistara að fjalla um starfsemi sem einhverjar tekjur era af. Og með hverju á að borga velferðina, þegar allar neysluvörur okkar er orðnar innflutningsvörur keyptar tU þess eins að lækka framfærslu- kostnað? Við ættum kannski að fara okkur hægar. En vanti þá krata enn að vita hverjir eigi landið, þá er því til að svara að velferðin á það. Garri VÍTT OG BREITT Landvinningar í þéttbýli Við Höfn í Hornafirði er verið að fylla upp í ósinn hið næsta þéttbýlinu. Bæjarstjórinn skýrði nýlega frá því í sjónvarpi að ætlun- in væri að byggja á uppfyllingunni og fæst þarna verulegt land til bygginga miðað við stærð staðar- ins. Bæjarstjórinn skýrði svo frá að það væri ekki vegna landleysis, að verið er að vinna land undir mið- bæjarbyggingar, heldur af hag- kvæmniástæðum. Það er svo miklu ódýrara að mynda land með fyrir- hleðslum og sanddælingu nærri lögnum og öðrum nauðsynlegum mannvirkjum í þéttbýli, heldur en að grafa fyrir öllum þeim lögnum sem mannabyggð fylgja, á óbyggð- um svæðum, og að gera land bygg- ingarhæft yfirleitt. Vera má að það skipti líka einhverju máli að í kaupstöðum og öðru þéttbýli er sjálfsagt að fólk búi við talsvert nábýli, en það er atriði sem sumir hverjir, m.a. vandræðafólk sem fæst við skipu- lag, telja til hins mesta ófagnaðar. Það fólk er sífellt að skipuleggja borgir í mynd dreifbýlis. Sofandi svefnbæir Síðustu áratugina hefur Reykja- vík verið skipulögð með hugarfari þorpara. Sett eru niður þorp hing- að og þangað um holt og hæðir og þess gætt að víðlendi sé mikið á milli. Þau hrjóstur eru kölluð „útivist- arsvæði“ og veit enginn hvaða tilgangi þau þjóna, öðrum en lengja vegalengdir og auka íbúun- úm erfiði og kostnað. Olíufélög og bílainnflytjendur þéna hins vegar ómældar upphæðir á mannfjand- samlegri sérvisku dreifbýlisarki- tektanna. Enn er verið að gera mörg þorp í landi höfuðborgarinnar bygging- arhæf með ærnum tilkostnaði. Passað er vel upp á að hafa vfðlend „útivistarsvæði" á milli þeirra svo að nógu verði nú eytt og sóað í nýjar lagnir, sem sprengja þarf fyrir í grágrýtið og blómstrar mikil verktakastarfsemi kringum allt þetta. Aldrei hefur maður heyrt nokk- urn af forystusauðum dreifbýlisins Reykjavíkur svo mikið sem ýja að því, að það gæti verið hagkvæmt að byggja svolitið þéttar og nýta byggingarhæfnina og spara þannig háar upphæðir í að gera óbyggt land „byggingarhæft“. Það þarf að fara allt undir skin Hornafjarðarmánans til að menn sjái hagkvæmni þéttbýlis. En vera má að þar kunni menn allt eins að meta hagsmuni íbúa og sveitar- sjóðs eins og einhverra verktaka, ef þeir eru þá til austur þar. Of seint? Á tímum vinstri borgarstjórnar var að vísu farið að tala af alvöru um þéttingu byggðar í Reykjavík og góðu heilli hefur nokkur vísir verið að slíku endurbótastarfi. Braggahröngl var rifið vestur á Melum og þar er að rísa manna- byggð og fleiri slík dæmi má nefna. Fátæktarrifrildin við Skúlagötu og ofan við hana eru sum hver að hverfa og jafnvel farið að örla þar á nýbyggingum. En þar á langt í land með að mannlegt umhverfi skapist. Svæðið er enn alit hið óhrjálegasta, endanleg gatnagerð á langt í land og lóðaeigendur eru engan veginn samstíga um fram- kvæmdir. Geta allt eins liðið ára- tugir þartil eitt fegursta byggingar- svæði í höfuðborg verði mönnum bjóðandi. En þarna er einmitt svæði eins og getið er í upphafi í Höfn, sem er byggingarhæft eins og það er og ætti því ekki að dragast úr hömlu að framkvæmdir nái þeim krafti að sjái fyrir endann á þeim. En kannski er orðið of seint að bjarga gamla bænum. Það er búið að draga byggðina svo langt frá honum, fyrirtæki og verslunarmið- stöðvar hafa verið skipulagðar í öðrum heimshlutum og svefnbæir fyrir íbúana í enn öðrum. Sé betur að gáð eru fjölmörg önnur svæði, meira og minna auð, sem auðvelt er að gera byggingar- hæf með litlum tilkostnaði og verði það gert á Reykjavík ef til vili eftir að öðlast yfirbragð borgar. Eða hefur nokkur tekið eftir að efnilegur og líflegur miðbæjar- kjarni er að myndast austur og suður af Hlemmi, alveg óvart? Þar er byggt hiklaust á lóðaflæm- um, sem annars komu að engu gagni. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.