Réttur


Réttur - 01.01.1943, Page 4

Réttur - 01.01.1943, Page 4
8 RÉTTUR einni einkunn við þær mörgu, sem Einari hafa verið gefnar: Hann er fyrirmyndar tugthúsfélagi! Einhverntíma, þegar saga alþýðunnar er orðin aðalþáttur ís- landssögunnar, mun þykja fróðlegt að fletta fyrstu árgöngunum af Rétti, eftir að Einar Olgeirsson tók við ritstjórn hans, þá tutt- ugu og þriggja ára. Sjálfsagt hefur það ekki vakið mikla athygli árið 1926, þótt ung- ur stúdent, horfinn frá bókmenntanámi, tæki við tímariti, sem nokkrir þingeyskir bændur stofnuðu vegna þess að þeir höfðu boð- skap að flytja þjóðinni, boðskap sem ekki fékk inni 1 tímaritum og blöðum lærðu mannanna fyrir sunnan. En vel gæti þess orðið minnzt, þegar allir stjórnmálaviðburðir ársins 1926 eru gleymdir. Einar Olgeirsson vissi hvað hann vildi. Hann og félagar hans höfðu boðskap að flytja þjóðinni, boðskap, sem ekki fékk inni í tímaritum þeim og blöðum, sem fyrir voru, boðskap kommúnism- ans um markmið alþýðunnar og leiðirnar sem færar eru í frelsis- baráttu hennar. Einmitt þarna eru áfangaskil. Kommúnistarnir í Alþýðuflokknum eignast málgagn, er verður tengiliður þeirra, eflir stefnunni fvlgi um allt land og undirbýr næsta áfanga, stofnun Kommúnistaflokks íslands. Það fór vel, að tímaritið fékk að ritstjóra þennan tuttugu og þriggja ára stúdent. Miklu veldur hver á heldur. Þegar í fyrsta árganginum sem Einar stjórnar, koma fram þau helztu einkenni, er síðan eru kunn oröin af stjórnmálaferli hans. Flestum öðrum betur lætur honum að tjá þá víðsýni og bjartsýni, sem einkennir sósíalismann í boðun beztu forvígismanna. Það var engin hætta, að fræðslu- og baráttumálgagn kommúnismans á íslandi yrði þurrt og kreddukennt í höndum hans. Árgangur Réttar 1926 hefst með greininni Erlendir menningarstraumar og lslendingar, og fer þar saman heiöríkja alþjóðahyggjunnar og djúp þjóðrækni. Boðun sósíalismans er tengd íslenzkri sögu og baráttu íslenzkrar alþýðu Bókmenntir og önnur menningarmál taka mikið rúm, skáldin eru látin kveðja sósialismanum hljóðs. Ýtarleg frágreining erlendra

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.