Réttur - 01.01.1943, Page 5
RÉTTUR
9
atburða og mat á þeim frá sjónarmiöi sósíalismans verður fast efni
í Rétti. Og í greininni íslenzk lýðréttindi er sýnt fram á, að alþýð-
an verði að halda sjálfstæðisbaráttunni áfram og leiða hana til
lykta. Þegar af þessari grein verður ljóst, að fyrir Einari vakir
ekki, eins og kommúnistum hefur oft verið borið á brýn, þröngur
klíkuflokkur, hann leggur áherzlu á samvinnu verkamanna, bænda
og millistétta kaupstaðanna sem leið til sigurs. Af þessum fyrstu
árgöngum er hvert hefl’ið öðru betra. Þeirra var beðið með óþreyju
um allt land, af þeim sem komizt höfðu á bragðið, og lesin með at-
hygli og gleði.
Furðulega mikil breyting hefur orðið á sviði íslenzkra stjórn-
mála frá árinu 1926, er kommúnistarnir í Alþýðuflokknum eign-
uðust fyrsta varanlega málgagn sitt. Einar Olgeirsson og félagar
hans við Rétt hafa komið þar allmikið við sögu. Sú saga verður
ekki rakin hér, en það má fylgja henni kafla fyrir kafla með því
að fletta árgöngum Réttar þessi sextán ár. Hreyfingin, sem þá eign-
aðist málgagn, er orðin eitt sterkasta þjóðfélagsaflið á íslandi. Al-
þýðan hefur fylkt sér um merki sósíalismans, það merki, sem Einar
Olgeirsson og félagar hans hófu fyrir tæpum tuttugu árum, safnað
liði til sóknarinnar miklu, sem á eftir að þurrka út merkingarmun-
inn á alþýðu og alþjóð. Nokkrir gömlu félaganna gerðust liðhlaup-
ar frá málstað alþýðunnar, kusu virðulegar stöður og vellaunaðar
fremur en trúmennsku við æskuhugsj ónir, sumir þeirra standa nú
í „andskotaflokkinum miðjum“. En það verða ekki liðhlauparnir
sem landið erfa, heldur sá flokkur, sem brauzt yfir firnindi van-
þekkingar og skilningsleysis, gegn hrakviðrum áróðurs og ofsókna
og hirti aldrei þó leikurinn væri ekki jafn.
í sögukaflanum um brautryðjendur þess flokks mun jafnan bjart
um nafn Einars Olgeirssonar.
Hvað hefur gerzt? Hvernig má það verða, að Sósíalistaflokkur-
inn, sem innlent afturhald og meira að segja erlent hervald hefur
reynt að buga og eyðileggja, skuli rísa upp úr ofsóknum Finna-
galdursins sem 10 manna þingflokkur, eini vaxandi stjórnmála-