Réttur


Réttur - 01.01.1943, Síða 7

Réttur - 01.01.1943, Síða 7
RÉTTUli 11 aS um allan heim er frelsisbarátta alþýðunnar þungur undirstraum- ur í styrjöld þeirri, sem nú er háð gegn fasismanum. Alþýðan er í sókn undir hinum blóði drifna fána sínum, er borið hefur hátt í þúsundum uppreisna, kröfugangna og verkfalla, í sigri og ósigri. Sósíalistar jafnt og andstæðingar þeirra vita, að um það bil er þessari styrjöld lýkur, skapast skilyrði til úrslitasigurs alþýðunnar í mörgum þjóðlöndum. Þeir sem nú eru ungir, geta orðið þeirrar hamingju aðnjótandi að lifa valdatöku alþýðunnar um allan heim, mikilfenglegustu þáttaskil er orðið hafa í sögu mannkynsins. Við, sem nú lifum, getum orðið þeirrar hamingju aðnjótandi, að taka þátt í úrslitabaráttunni, leggja fram hvert sinn skerf til grunns hins nýja þjóðskipulags frjálsra manna, þjóðíélags, sem hefur út- rýmt böli fátæktar og öryggisleysis, þar sem starfsglöð, einhuga þjóð nær að þroska og gefa allan kraft sinn til skapandi starfs. Einnig hér á íslandi eru stormalímar í aðsigi, tímar mikilla hreytinga og úrslitaátaka um völdin í þjóðfélaginu. Á skömmum tíma hefur þungamiðja þjóðlífsins færzt í þéttbýlið, til Reykja- víkur fyrst og fremst. Þetla er staðreynd og þýðingarlaust að halda áfram til lengdar blaðaskrifum um það, hvort þessi tilfærsla sé æskileg. Afleiðing þessarar þróunar hlýtur að verða sú, að alþýðan, yfir- gnæfandi meirihluti íbúanna í bæjunum, verði sterkasta aflið í stjórnmálum þjóðarinnar, er hún vaknar til fullrar vitundar um mátt sinn. Sókn íslenzkrar alþýðu til fullra mannréttinda og viðurkenningar ltefur verið hröð og markvís. Á fáum áratugum hafa bændur og verkamenn hreinsað vilja sinn af vanabundnum hugmyndum um undirgefniskyldu við máttarvöld þessa heims og annars, og öðlazt meðvitund um manngildi sitt og rétt; ekki einungis beztu og sterk- ustu einsfaklingar þessara atvinnustétta, heldur allur þorri þeirra. Ekki þarf að leita langt aftur í Islandssöguna til að sjá hvílík bylt- mg er orðin á hugsunarhætti og sjálfsmati alþýðunnar. Hvar finnst nú sá alþýðumaður, að honum finnist Thórsbræður göfugri mann- tegund en hásetarnir á Kveldúlfstogurunum, eða prestarnir í

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.