Réttur


Réttur - 01.01.1943, Blaðsíða 8

Réttur - 01.01.1943, Blaðsíða 8
12 RÉTTUR Reykjavík sjálfkjörnir til trúnaðarstarfa og valda í þjóðfélaginu? Arið 1942 varð það fyrsta sinni, og vakti enga verulega athygli, að efri deild Alþingis kaus verkamann til forsætis. Það má þó marka, að ekki hefur öllum verið rótt. Reykvískt auðvaldsmálgagn, Vísir, gat ekki stillt sig um að birta ritstjórnargrein, þar sem frá því er skýrt, að það sé sannarlega ekkert „gaman“ fyrir menn eins og ritstjóra Vísis og félaga hans, að sjá Steingrím Aðalsteinsson í for- setastól efri deildar Alþingis, að það sé yfirleitt ekkert gaman hvern- ig sósíalistar vaði uppi. Ritstjórinn reynir þó að hugga sig við, að þetta sé stundarfyrirbæri og tækifæri Verði til að jafna um verkalýðinn síðar. Atburðir ársins 1942 ættu þó að hafa gert flest- um íslendingum það ljóst, að efling verkalýðssamtakanna, bæði verkalýðsfélaganna og Sósíalistaflokksins, er ekki stundarfyrirbæri, heldur eðlileg þróun þjóðfélagsmála laust fyrir miðja tuttugustu öldina. Og það ber vott um þó nokkurt yfirlæti að ætlast til þess, að íslenzkum þjóðfélagsmálum verði úr þessu skipað með hliðsjón af því, hvort Vísisritstjórinn og aðrir auðvaldssinnar hafi gaman af. Ýmsir góðir menn hafa kvartað um vöntun á íslenzkri borgar- menningu, og talið allt að því örvænt, að hún myndist nokkurn tíma. Engin menning, ekki heldur „borgarmenning“, skapast fyrir frómar óskir. Það þarf sterk þjóðfélagsöfl til að vekja nýjar menn- ingarbylgjur, og um það verður tæpast deilt, að eina þjóðfélags- aflið, sem getur vakið og ræktað þéttbýlismenningu á íslandi, gefið henni nógu breiðan grundvöll og traustan,fengið henni formoginni- hald, er alþýðan og samtök hennar. Sameining verkalýðsfélaganna í Alþýðusambandi íslands virðist nú þegar gefa verkalýðssamtök- unum nýja útsýn, skerpa vitund þeirra um hið mikla hlutverk, sem bíður. Það er enginn ómyndarsvipur á hinu nýja tímariti Alþýðu- sambandsins, Vinnunni, sem hóf útkomu fyrir nokkrum vikum. Grein varaforseta sambandsins, Stefáns Ogmundssonar, í þessu fyrsta hefti, er skýr vottur þess stórhugs og víðsýnis, sem einkenna mun starf Alþýðusambandsins á næstu áratugum. Alþýðuflokkarnir eiga nú 17 þingmenn af 52, um tuttugu þúsund fullorðinna landsmanna, af þeim sextíu þúsundum sem atkvæði greiddu í kosningunum 18.—19. okt. 1942, vottuðu þeim fylgi. í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.