Réttur


Réttur - 01.01.1943, Síða 9

Réttur - 01.01.1943, Síða 9
RÉTTUR 13 þessum kosningum dæmdi íslenzk alþýcía einnig milli flokkajma, og gerði Sósíalistaflokkinn að stærsta alþýðuflokki íslands. Þar með er endanlega skorið jír því, hvor alþýðuflokkanna er kjörinn til framhaldandi vaxtar og forustu verkalýðshreyfingarinnar. En loftvogin vísar á storm í íslenzkum þjóðmálum, einkum mun sá áfangi íslenzkrar sjálfstæðisbaráttu, sem nú er framundan, reynast torsóttur og hættugjarn, og sókn alþýðunnar á hverju stigi tengjast sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Það ríður því á að íslenzk alþýða sameini krafta sína, ekki í fjarlægri framtíð, heldur nú þegar á næstu árum. Eining verkalýðsfélaganna í Alþýðusambandinu er glæsilegur sigur fyrir verkalýðssamtökin. En þess má ekki verða langt að bíða, að alþýðan fylki sér einnig í einn stj órnmálaflokk, sósíalistiskan alþýðuflokk, og gefi þar með rödd alþýðunnar þann þunga, að úrslitum ráði þegar um næstu kafla íslandssögunnar. Eftir þrjú ár, við næstu bæjarstjórnarkosningar, gæti slíkur flokk- ur, liinn sameinaði stjórnmálaflokkur alþýðunnar, náð hreinum meirihluta í bæjarstjórn Reykjavíkur og flestra ef ekki allra bæja landsins. Við næstu Alþingiskosningar gæti hinn sameinaði flokk- ur alþýðunnar náð hreinum meirihluta á Alþingi og þar með tekið þá forustu í málefnum alþjóðar, sem alþýðunni ber. Staldrið við, og hugsið um þá möguleika, sem þessir tveir sigrar skapa. Verið viss um að þetta eru engir loftkastalar, ef eðlileg þróun íslenzkra þjóðfélagsmála verður ekki trufluð af utan að komandi öflum. Um allt land bíða djarfir og stórhuga æskumenn eftir því að lífið veiti þeim hlutverk. — í smiðjunum í Reykjavík, á togurun- um í myrkri og hættum millilandasiglinganna, í einangrun sveita- bæja og smáþorpa, við námsborð alþýðuskóla, menntaskóla og háskóla vaka djarfar vonir í brjósti nýrrar kynslóðar. Það eru beinvaxnir synir og frjálshuga dætur verkafólksins með bognu bökin, fólksins, sem var hrakið og hrjáð af hrokagikkjum og auð- söfnurum sinnar tíðar. Þessi æska liefur í kosningum ársins sem leið fylkt sér um Sósíalistaflokkinn, vottur þess, að hún ætli ekki að láta glepja sig frá því mikla hlutverki, sem bíður hennar. Synir og dætur verkafólksins með bognu bökin halda í hendi sér örlög-

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.