Réttur


Réttur - 01.01.1943, Blaðsíða 10

Réttur - 01.01.1943, Blaðsíða 10
14 RÉTTUR ura lands og þjóðar á annan hátt en nokkur íslenzk kynslóð á und- an þeim. Það er á þeirra valdi að gera ísland að alþýðuríki, leggja grunn að nýju og fullkomnara þjóðskipulagi handa hörnum sínum en þeim var fengið í hendur. Sá tíini er liðinn, er stórhuga ung- lingar úr alþýðustétt brjótist yfir í herbúðir andstæðinganna og helgi þeim ævistarf sitt. Alþýðusynir og dætur, sem tekizt hefur að afla sér menntunar, munu ekki nota menntun sína sem aðgöngumiða í yfirstéttarklíkur, _ heldur gera þekkinguna að bitru vopni í þágu verkalýðshreyfingarinnar. Hvergi bíða hugumstórra æskumanna erfiðari og stærri verkefni. Það er ekki víst að öldin verði hálfnuð, er þeir fylkja liði til úr- slitabaráttu, þessir alþýðumenn, undir hinum rauða fána sósíalism- ans, í einum flokki. Þeir hafa þjálfazt í skæruhernaði alþýðusam- takanna, í verkföllum sem ýmist hafa unnizt eða tapazt, í baráttunni um viðurkenningu á verkalýðsfélagi í þorpinu sínu, í bardögum um einföldustu og sjálfsögðustu mannréttindi, réttinn til að vinna sér fyrir lífsviðurværi. Þeir fara þar fyrstir ungir verkamenn, sjó- menn, bændasynir, harðsnúið lið og einbeitt. Og ungu stúlkurnar og konurnar taka sér stöðu við hlið bræðra sinna, unnusta og eig- inmanna. Þar næst koma hinir eldri, líka gömlu feðurnir og mæð- urnar með bognu bökin og andlitin merkt af ævilöngu striti. í eyr- um þeirra hljóma eggjunarorð skáldanna, sem löngu á undan sam- tíð sinni skildu, að þessi flokkur hlaut að verða til. Ungir, vinnu- harðir hnefar kreppast, er fyrir hugarsjónir bregður myndum af þungbærum ósigrum íslenzkrar alþýðu í baráttunni við örbirgðina, kynslóð eftir kynslóð. Vonir og vilji feðra og forfeðra magna þessa fylkingu, allt smávægilegt og persónubundið hverfur fyrir þeirri vissu, að nú getur rætzt hinn aldagamli draumur alþýðunnar um sigur, um vald til að ráða örlögum sínum. Það er ekki lengur barizt um lítið. Sameinaður flokkur íslenzkr- ar alþýðu ætlar sér ekki að vinna neitt minna en landið allt, með gögnum og gæðum, ætlar sér allan menningararf Islendinga. A langri þrautaleið hefur alþýðan loks lært þær bardagaaðferðir, sem duga, fundið samtakaform, sem tryggir sigur; ratað á sigurbraut sósíalismans. Sigurður Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.