Réttur


Réttur - 01.01.1943, Qupperneq 11

Réttur - 01.01.1943, Qupperneq 11
Ólafur Jóh. Sigurðsson: Listin að komast áfram í heiminum Ef þig langar til að eignast peninga í stórum stíl, eignast falleg föt og snoturt hús, eignast arðbært fyrirtæki og litla, flatbrjósta konu, sem trítlar við hlið þér á götunum, hniprar sig saman innan í nýju loðkápunni sinni og hvíslar íbyggin: Símon í Málningunni tók ofan fyrir okkur, — ef þig langar til að verða talinn miklu dug- legri, gáfaðri og hyggnari en félagar þínir, ef þig langar til að kom- ast í hóp hinna búlduleitu og gerðarlegu forráðamanna þjóðfélags- ins, sem spígspora milli bankans og skrifstofunnar á gljáburstuðum skóm eða aka í þrjátíu þúsund króna bifreið, — í stuttu máli: ef þig langar til að komast áfram í heiminum, þá skaltu bara éta nokk- ur rakblöð, það er allur galdurinn. Þú heldur kannski, að ég segi þetta út í hött, af því að ég hef aldrei komizt neitt áfram í heiminum og kæri mig ekkert um að komast áfram í heiminum. Þú heldur kannski, að heil- ræði mitt sé sprottið af innibyrgðri gremju eða beinlínis ótuktar- skap, en það er mesti misskilningur, enda guðvelkomið að leggja sannanirnar á borðið. Ég var nefnilega fimmtán ára gamall, þegar ég kynntist Bjössa. Við unnum báðir í einni frægustu verksmiðju landsins nokkra kílómetra fyrir utan höfuðstaðinn, fengum smánar- kaup og auk þess hálfgerðan píring að éta. En ég var bjartsýnn og hfsglaður, nýsloppinn úr föðurhúsum, eða réttara sagt: nýslopp- inn úr fjósi föður míns. Ég trúði því statt og stöðugt, að mér myndi einhvern tíma auðnast að finna hamingjuna með guðs hjálp. Móðir tnín hafði gefið mér sálmabókina sína í veganesti og beðið mig lengst allra orða að gleyma ekki endurlausnaranum, þegar veröldin tæki að leggja fyrir mig hinar lævíslegu snörur freistinganna. Þess vegna blístraði ég við spunavélina eða söng hástöfum andleg kvæði og lét sem ég heyrði ekki bölvið og ragnið í félaga mínum. Hann rigsaði kannski til mín, kippti í handlegginn á mér og sagði: Finnst
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.