Réttur - 01.01.1943, Qupperneq 15
HÉTTUR
19
ekki sígarettur og brjóstsykur, eins og urn var talað, heldur silki-
sokka og andlitspúður. Hann seldi Stínu og Gunnu silkisokkana og
andlitspúðrið, — en livar var ágóðinn? Hvergi, lagsmaður, hvergi
nokkurs staðar; þú verður að eiga hjá mér þessar skitnu fimmtán
krónur, þangað til seinna.
Já, hann ætlaði að skreppa til bæjarins innan skamms, kannski
um næstu helgi. Hann ætlaði að kaupa rakhlöð í heildsölu, þau
hlutu að renna út, því að strákana vantaði alltaf rakhlöð. En bíddu
nú við! Hvaða bók er þetta? Sálmabók? Hvað stendur framan á
henni? 1860? 1 svona líka fínu skinnhandi! Vissi ég ekki, að þessa
sálmabók var auðvelt að selja dýrum dómum í Reykjavík? Atti
hann að fara með hana fyrir mig til einhvers fornbóksala og koma
henni í peninga?
Nei, sagði ég einbeittur. Þessi' sálmabók er ættargripur.
Ættargripur? O-svei, sagði liann hæðnislega. Þú ert sveitafífl,
greyið mitt. Þú ert mesti djöfuls kaplabrinki. Þig langar ekkert til
að komast áfram.
Eg kippti mér ekki lengur upp við hina hörðu dóma hans, því að
hann skammaði alla, ef honum mislíkaði eitthvað. Þið eruð aum-
ingjar, sagði hann. Þið þorið ekki að heimta hærra kaup. Þið þorið
ekki að gera verkfall. Ég er aftur á móti kommúnisti.
Ertu í flokknum? spurði Gústi og horfði beint framan í hann.
I flokknum? Mikill óskaplegur asni geturðu verið! Heldurðu
kannski, að ég þurfi að vera í einhverjum flokk? svaraði Bjössi
og bandaði frá sér hendinni.
Nei. En ég er í flokknum, sagði Gústi. Og ég get frætt þig 'um
það, að þú ert ekki kommúnisti, heldur bölvaður kjaftaskúmur og
uppskafningur. Þú veizt ekkert um kommúnismann. Þú reynir bara
að spilla fyrir stefnunni með kjaftinum á þér.
Já, af bverju skammarðu aldrei karlinn? spurði annar. Af hverju
flaðrarðu upp um hann eins og hvolpur, þegar hann kernur hingað?
Þið eruð fífl! Þið eruð ræflar! sagði Bjössi, um leið og hann
gekk út úr herberginu og skellti á eftir sér hurðinni.
Fáeinum dögum síðar var hann horfinn. Hann hvarf um mánaða-
tnotin, laumaðist burtu, þegar hann hafði fengið kaupið sitt, kvaddi