Réttur


Réttur - 01.01.1943, Blaðsíða 16

Réttur - 01.01.1943, Blaðsíða 16
20 RÉTTUR engan, skýrði engum frá fyrirætlunum sínum, yfirgaf verksmiðjuna án þess að þakka félögunum fyrir skemmtilegar samverustundir um fjögurra mánaða skeið. Hann ætlar sjálfsagt að komast áfram, hugsaði ég og fyrirgaf honum óskilsemina, því að hann hafði gleymt að láta mig fá þessar „skitnu fimmtán krónur“. En Stína virtist hins vegar ekki geta fyrirgefið honum hið kynlega brotthvarf. Hún var föl og hljóð. Húri stóð stundum upp frá borðum, þegar minnst varði, leit vonleysislega í kringum sig og gekk út úr stofunni til þess að kasta upp. Gunna hló ekki framar, hristist ekki framar, heldur fór hún einnig að standa upp frá borðum, þegar minnst varði, líta vonleysislega í kringum sig og ganga út úr stofunni til þess að kasta upp. Ef til vill gerði hún þetta einungis stallsvstur sinni til samlætis. . . . Þær borðuðu báðar sáralítið, en samt urðu þær ekkert grennri; sumir fullyrtu-jafnvel, að unnnál þeirra beggja ykist einkennilega ört. En hvað sem því leið, þá sáu þær sér þann kost vænstan að segja upp vinnunni og fara til Reykjavíkur. Ég heyrði því fleygt meðal strákanna, að Fíladelfíusöfnuðurinn myndi bráðlega eignast tvo nýja meðlimi. Og ýmsum getum var leitt að faðerni þessara tveggja nýju meðlima, en þær getur hjöðnuðu fljótt, því að við höfðum um annað að hugsa. Við heimtuðum kauphækkun, en karlinn neitaði. Við hótuðum að gera verkfall, en karlinn lét engan bilbug á sér finna. Síðan gerðum við verkfall, en Gústi hafði forystuna á hendi og ráðfærði sig við ýmis félög í Reykjavík. Tvö dagblöð skrifuðu skammir um okkur, en þrátt fyrir það unnum við verkfallið eftir þriggja vikna stríð, fengum öllum okk-ar kröfum framgengt og stofnuðum auk þess málfundafélag í verksmiðjunni. Þú hefðir bara átt að sjá svipinn á karlinum, þegar hann var að stauta sig fram úr hinni skrautletruðu auglýsingu, sem Gústi hafði límt upp á vegginn í spunasalnum: Máljundafélagið Marx heldur jund í kvöld. ... Og nokkru síðar fór ég til bæjarins um nónbil á laugardegi. Eg ætlaði að kaupa mér nokkrar bækur, eins konar fræðirit um þjóð- félagsmál, því að ég átti ekki neina bók lengur, gamla sálmabókin mín hafði horfið úr herberginu á óskiljanlegan liátt. Ég var líka farinn að draga í efa, að ákveðinn stjórnmálaflokkur legði í vana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.