Réttur


Réttur - 01.01.1943, Blaðsíða 20

Réttur - 01.01.1943, Blaðsíða 20
24 RÉTTUR að losna frá þessum fíflum. Það var ómögulegt að komast neitt áfram í Hernum. Hefurðu verið í atvinnubótavinnunni? spurði ég hikandi og virti fyrir mér rautt yfirskeggið, þykkan vetrarfrakkann og ljósbrúna hanzkana. Mér hefur aldrei dottið í hug að fara í atvinnubótavinnuna, svar- aði hann móðgaður. Það getur enginn komizt neitt áfram, ef hann fer í atvinnubótavinnuna. Maður verður að reyna að halda sér upp úr skítnum á þessum erfiðu tímum, — ef maður gerir það ekki sjálfur, þá gera aðrir það ekki heldur. En hvað garfar þú, lags- maður? Ertu ennþá uppfrá? Nei, ég er að læra hérna í Reykjavík. Læra? endurtók hann og hristi höfuðið. Þú hefur ekkert upp úr því, ekki baun. Það er bara vitleysa að læra, eintóm vitleysa. Ég skal kenna þér að lifa. Hvernig þá? spurði ég. Komdu hérna, anzaði hann og hljóp upp steinþrepin á stóru og reisulegu húsi, hringdi dyrabjöllunni og glotti drýgindalega. Ungur maður snöggklæddur kom út á þröskuldinn, heilsaði Bjössa kumpánlega og vísaði okkur inn í dálilla stofu, þar sem sjö eða átta ungir menn voru saman komnir. Þeir voru allir innan við tvítugsaldur og allir synir hinna betri borgara í bænum. Þeir reyktu sígarettur og töluðu hver upp í nefið á öðrurn. Úti í einu horninu söng grammófónn. Ég vinn veðmálið! Ég skal vinna veðmálið! hrópaði einn þeirra og kastaði rakblaðapakka á borðið. Byrjaðu! sagði liann. Byrjaðu bara! Tíu krónur fyrir stykkið. Hvar eru peningarnir? sagði Bjössi. Hann tók ekki ofan og fór ekki úr frakkanum, heldur hrifsaði hann rakblað úr pakkanum, reif utan af því umbúðirnar og hampaði því blikandi milli fingra sér. Hvar eru peningarnir? endurtók hann hvatskeytlega. Hérna! sagði hrokkinhærður og varaþykkur unglingur og fleygði tíu króna seðli á borðið. Byrjaðu! Byrjaðu! Hann þykist geta étið mörg! kallaði annar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.