Réttur - 01.01.1943, Qupperneq 20
24
RÉTTUR
að losna frá þessum fíflum. Það var ómögulegt að komast neitt
áfram í Hernum.
Hefurðu verið í atvinnubótavinnunni? spurði ég hikandi og virti
fyrir mér rautt yfirskeggið, þykkan vetrarfrakkann og ljósbrúna
hanzkana.
Mér hefur aldrei dottið í hug að fara í atvinnubótavinnuna, svar-
aði hann móðgaður. Það getur enginn komizt neitt áfram, ef hann
fer í atvinnubótavinnuna. Maður verður að reyna að halda sér upp
úr skítnum á þessum erfiðu tímum, — ef maður gerir það ekki
sjálfur, þá gera aðrir það ekki heldur. En hvað garfar þú, lags-
maður? Ertu ennþá uppfrá?
Nei, ég er að læra hérna í Reykjavík.
Læra? endurtók hann og hristi höfuðið. Þú hefur ekkert upp úr
því, ekki baun. Það er bara vitleysa að læra, eintóm vitleysa. Ég
skal kenna þér að lifa.
Hvernig þá? spurði ég.
Komdu hérna, anzaði hann og hljóp upp steinþrepin á stóru og
reisulegu húsi, hringdi dyrabjöllunni og glotti drýgindalega.
Ungur maður snöggklæddur kom út á þröskuldinn, heilsaði
Bjössa kumpánlega og vísaði okkur inn í dálilla stofu, þar sem sjö
eða átta ungir menn voru saman komnir. Þeir voru allir innan við
tvítugsaldur og allir synir hinna betri borgara í bænum. Þeir reyktu
sígarettur og töluðu hver upp í nefið á öðrurn. Úti í einu horninu
söng grammófónn.
Ég vinn veðmálið! Ég skal vinna veðmálið! hrópaði einn þeirra
og kastaði rakblaðapakka á borðið. Byrjaðu! sagði liann. Byrjaðu
bara!
Tíu krónur fyrir stykkið. Hvar eru peningarnir? sagði Bjössi.
Hann tók ekki ofan og fór ekki úr frakkanum, heldur hrifsaði hann
rakblað úr pakkanum, reif utan af því umbúðirnar og hampaði því
blikandi milli fingra sér. Hvar eru peningarnir? endurtók hann
hvatskeytlega.
Hérna! sagði hrokkinhærður og varaþykkur unglingur og fleygði
tíu króna seðli á borðið. Byrjaðu! Byrjaðu!
Hann þykist geta étið mörg! kallaði annar.