Réttur - 01.01.1943, Síða 23
RÉTTUR
27
hann. Það er þessi svartklæddi, sem leiðir litlu, flatbrjósta kon-
una; hún er dóttir hans Láka forstjóra....
Miki-þó-djöfull! sagði ég upphátt, þegar verið var að útvarpa
úrslitum Alþingiskosninganna. Bjössi var orðinn þingmaður. Hann
hafði aldeilis spjarað sig. Hann hafði aldeilis komizt áfram. Skyldi
hann ekki vera búinn að gleyma hinum löngu liðnu dögum? Skyldi
hann ekki vera búinn að gleyma verksmiðjunni, gleyma Stínu og
Gunnu, gleyma Hernum og samskotabauknum hennar systur Efem-
íu á Lækjartorgi, gleyma rakblöðunum, gleyma mér? Hann talaði
hvað eftir annað um ábyrgðarlausa kaplabrinka í j ómfrúræðunni
sinni í efri deild. Og þess vegna gat ég ekki setið á mér, þegar ég
mætti honum niðri í Austurstræti í fyrradag. Eg vék mér að honum,
af því að ég var í svo dæmalaust góðu skapi, hnippti í handlegg-
inn á honum, alveg eins og hann hafði hnippt í handlegginn á mér
áður fyrr, ég brosti út undir eyru og sagði ósköp blátt áfram: Sæli
nú, Bjössi!
Hann leit þóttalega á mig, hristi mig síðan af sér og gekk áfram
eins og ekkert hefði í skorizt.
Hvað er þetta? Þekkirðu mig ekki? spurði ég hlæjandi.
Hann leit aftur þóttalega á mig og sagði óþolinmóður: Ég hef
aldrei séð yður áður, maður minn.
Nú, það finnst mér skrítið, sagði ég. Manstu ekki eftir honum
Pétri, sem vann með þér í spunasalnum?
Pétri? Alveg rétt! Pétri Gíslasyni? Komdu sæll, Pétur, sæll og
blessaður, Pétur, sagði hann glaðlega og rétti mér þvala hendina.
Eg gat ekki með nokkru móti komið þér fyrir mig — svona í fljótu
bragði. Þú hefur hreytzt talsvert.
En þú hefur ekkert breytzt, sagði ég kankvís og slóttugur. Þú
ert alveg eins og þegar við vorum saman.
Neinei, seiseinei, sagði hann og hristi höfuðið. Maður breytist
með aldrinum. Breytist með hverju ári. Breytist mikið. En þú ert
svo ungur ennþá. Kornungur. Barnungur. Hvað ertu orðinn gamall?
Eg er ellefu árum yngri en þú.
Já, einmitt það. Ellefu árum yngri en ég. Mikil ósköp. Maður
breytist.