Réttur


Réttur - 01.01.1943, Blaðsíða 26

Réttur - 01.01.1943, Blaðsíða 26
Sverrir Kristjánsson: Heimsstríð og heimshorfur i Onnur heimsstyrj öld 20. aldar hefur nú geisað í hálft fjórða ár, í fyrstu staðbundin á fornum og blóðvættum slóðum Evrópu, þar sem sjaldan hefur friður haldizt stundinni lengur, en síðar færzt í aukana og neytt fjarlæg lönd og heimsálfur til þátttöku í leiknum. í sama mund hefur styrjöldin breytzt í eðli sínu og háttum. Hún skall á upp úr djúptækri hagsmunatogstreitu auðvaldsríkj anna og diplómatískum klaufaskap þeirra yfirstétta, er höfðu keypt sér grið á kostnað burðalítilla smáríkja Evrópu og ætluðu síðar að kaupa sér eilífa próventu á kostnað hins sósíalíska stórveldis í Austurvegi. En í þróun sinni hefur styrjöldin tekið hamskiptum. Hún er orðin frelsis- og alþýðustyrjöld undirokaðra þjóða og stétta um heim allan gegn háskalegasta óvini mannkynsins, nazismanum. Hún hefur sameinað sundurleitustu þjóðir, ólíkar að menningu og félagslegu skipulagi, til baráttu gegn illvígasta afturhaldi sögunnar. Lýðræðis- sinnuð auðvaldsríki, Bandaríkin og Bretland hið mikla, eru orðin vígsnautar hinna sósíalísku Ráðstjórnarríkja og Kínaveldis. Slík samfylking hefði þótt saga lil næsta bæjar fyrir nokkrum árum. Nú er þessi samfylking að rísa upp undan fargi styrjaldarinnar: samfylking alþýðunnar í hinum ánauðugu löndum nazismans. Þessi samfylking á að vísu enn erfitt uppdráttar. En miskunnarleysi styrj- aldarinnar mun einnig gera þessa samfylkingu að staðreynd. Heims- styrjöldin er harður lærifaðir, en hitt er þó fyrir mestu að menn- irnir læra, þótt seint gangi. Á árunum fyrir heimsstyrjöldina hina síðari hafði verið látlaust barizt fyrir sameiginlegu öryggi þeirra ríkja, sem mestur háski var búinn af sókn fasistaríkjanna. Ráðstjórnarríkin stóðu þar fremst í flokki, er reynt var að koma upp órofinni virkjalínu gegn alþjóð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.