Réttur


Réttur - 01.01.1943, Blaðsíða 28

Réttur - 01.01.1943, Blaðsíða 28
32 RÉTTUR yggi ríkjanna liafði beðið. Nazismanum voru opnaðar allar gáttir. Nazisminn hafði einn kunnað að deila og drottna. Nú uppskar hann sín sigurlaun. Skriðdrekasveitir hans óku makindalega yfir megin- land Evrópu frá Norðurhöfða til Biskajaflóa, frá Ermarsundi aust- ur í Pólland og suður á yztu nafir Balkanskaga. 2 Slík sigurför var dæmalaus í annálum sögunnar. Menn stóðu undrandi og horfðu á þessar aðfarir, þar sem allt virtist fallvalt nema styrjaldaráætlun þýzku hersljórnarinnar. Óskeikulleiki svefn- gengilsins í Berchtesgaden virtist' ekki aðeins lengur vera lygasaga frá áróðursráðuneyti Göbbels, heldur söguleg staðreynd. En hin sögulega gifta er eins og hverflynd kona. Og hún brá trúnaði við Adolf Ilitler leiðtoga á þeirri stundu, er hann þóttist hafa unnið ástir hennar allar. Þegar þýzki herinn réðist inn í Rússland 22. júní 1941 var hafin hin langþráða krossferð gegn bolsévismanum. Adolf Hitler hafði hafizt til valda í Þýzkalandi á bolsagrýlunni. Árum saman hafði hann veifað henni framan í hinar elliæru auðvaldsstéttir umheims- ins og unnið með henni margan sigur. Enn einu sinni gekk þessi riddari án ótta og ámælis fram fyrir stórauðvaldið og hauð því þjónustu sína. Miljónaher Þýzkalands, grár fyrir járnum, fetaði nú í slóð hinna gömlu þýzku riddara og hugðist ætla að leggja lönd hamarsins og sigðarinnar, hin eilífu tákn hins vinnandi mannkyns, undir merki Þórsfánans. En grýlan hafði misst töframáttinn. Eng- land gekk ekki að kostum Hitlers að veita honum setugrið meðan hann gengi af Rússlandi dauðu. Bandalag Rússlands og Bretlands, sem farizt hafði fyrir árið 1939, varð fullburða sumarið 1941. Raunar bjuggust flestir valdamenn Bretlands við því, að Rússland mundi ekki lengi standast sviptingarnar við þýzka herinn. Þeinr skjátlaðist. En engum skjátlaðist eins hrapallega og hinum óskeik- ula páfa nazismans. Því að í Rússlandi mætti þýzki herinn í fyrsta skipti jafnoka sínum. Rauðiherinn var eini landher í heinri, sem gat átt fangbrögð við nazistaherinn. Hann var búinn tækni ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.