Réttur


Réttur - 01.01.1943, Síða 32

Réttur - 01.01.1943, Síða 32
36 RÉTTUR skæðustu orustur, sem sagan kann að greina írá, án afláts, linnu- laust. Þar hafa átzt við tveir voldugustu landherir heimsins, Rauði- herinn og her nazismans og bandamanna hans. I tveimur sumar- sóknum hefur þýzki herinn ætt langt inn í Rússland. í fyrra skiptið komst hann að borgarvirkjum Moskvu, en varð þá að láta undan síga. Rússar hófu vetrarsókn, bægðu hættunni frá höfuðborginni og unnu Þjóðverjum hið mesta tjón á mönnum og hergögnum. I síðara skiptið hófu Þjóðverjar sókn á skemmra svæði, brutust í gegnum varnir Rússa á suðausturvígstöðvunum, komust alllangt suður í Kákasus og inn í götur Stalíngrads. En þá þraut þá sóknarmáttinn í annað sinn, Rússar hófu vetrarsókn á nýjan leik, unnu einn glæsi- legasta sigur hernaðarsögunnar hjá Stalíngrad, hröktu Þjóðverja á brott úr Donetshéruðunum og mestum hluta Kákasus, réðust inn í Ukraínu, heyja nú grimma varnarbaráttu vestan Donetsfljóts, en hafa samtímis leyst upp varnir Þjóðverja á miðvígstöövunum, og allar líkur benda til þess, að á þeim vígstöðvum muni þeir hasla fjandmönnum sínum völl í orustum sumarsins, sem nú fer í hönd. Á austurvígstöðvunum var þýzki herinn sigraöur í fyrsta skipti í þessari styrjöld. í fyrsta skipti mætti hann vörn, sem hafði í fullu tré við sóknarmátt hans. Auövitaö hefur þýzki herinn unnið marga sigra og mikla á austurvígstöövunum, en reynslan hefur sýnt og mun sanna enn betur síðar, að sigrar hans voru Pyrrhusarsigrar, þ. e. árangurinn var ekki í réttu hlutfalli við fórnirnar. Það má telja víst, að um 9 milljónir manna hafa orðið óvígar á sléttum Rússlands í liði Þjóðverja. Það er mesta blóötaka, sem um getur í hernaðarsögu Þýzkalands. En þó mun þessi blóðtaka ekki ríða Þýzkalandi að fullu þegar í stað. Hóflegar áætlanir gera ráð fyrir, að Þýzkaland geti á þessu vori boÖiö út 7 milljóna her vígra manna. Slíkur her getur á nýjan leik hafið mikla sókn á einstaka stöðum. AS vísu má það teljast fullvíst, að stórsóknir á borð við þær, sem framkvæmdar voru sumarið 1941 og 1942, verði ekki gerðar. Svo mjög hafa Rússar lamað hinn þýzka nazistaher. En enn er ekki komið að fjörbrotum hans. Þau verða þá fyrst, þegar Hitler verður að tví- eða þrískipta þeim her, sem hann hefur til þessa getað ein- beitt á austurvígstöðvarnar. Myndun nýrra vígstöðva á meginlandi

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.