Réttur


Réttur - 01.01.1943, Síða 38

Réttur - 01.01.1943, Síða 38
Á VARGÖLD SAGA EFTIR ANDRÉ MALRAUX Fyrsti kafli Um leið og Kassner var ýtt inn í varðstofuna, lauk fangi í yfir- heyrslu við setningu, sem drukknaði í stígvélaharki og skjalaskrjáfi. Innan við borðið sat nazistaforinginn, trútt eintak þeirrar mann- tegundar: Sterklegir kjálkar, köntótt höfuð, snöggklippt hár, Ijóst, nærri rakað yfir eyrunum. „.... fyrirmæli flokksins.“ „Hvað lengi?“ „Frá 1924.“ „Hvert var aðalstarf þitt í leynifélögum kommúnista?“ „Mér er ókunnugt um leynistarf flokksins. Fram að janúar 1933 voru störf mín í Kommúnistaflokki Þýzkalands eingöngu tækni- störf.“ Kommúnistinn færði sig til og sneri að heita mátti baki að Kassner. Raddirnar og andlitin skiptu ekki lengur máli. Rödd fang- ans var í lægra lagi og ópersónuleg, eins og hann vildi tjá það með sjálfum raddblænum, að það væri ekki hann, sem svörin gæfi, held- ur einhver ábyrgðarlaus maður, tilneyddur. Rödd foringjans var kæruleysisleg, enn strákslegri en unglingslegur vangasvipurinn. — Kassner reyndi að gera sér sem gleggsta hugmynd um ungling þennan, sem einnig átti að fjalla um mál hans, af rödd og talshætti. Foringinn leit á fangann, sem horfði út í bláinn. „Þú hefur verið í Rússlandi?“ „Já, sem sérfræðingur. Eg vann í Elektrosavod." „Það skal verða athugað. Hvað hafðirðu fyrir stafni í Þjóð- verjalýðveldinu við Volga?“ „Hef ekki komið þangað. Aldrei séð Volga.“ „I hvaða sellu varstu í Berlín?“ „Ex—1015.“

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.