Réttur


Réttur - 01.01.1943, Side 40

Réttur - 01.01.1943, Side 40
44 RÉTTUR „Ég er ókvæntur,“ svaraði fanginn, og aftur sást á vanga hans. Enn varð þögn. „Þú getur jafnt átt kvenmann fyrir því,“ sagði nazistinn loks með sömu kæruleysiröddinni. Þeir horfðu hvor á annan með þreytublandinni fyrirlitningu. Foringinn gaf merki með hökunni, tveir stormsveitarmenn leiddu fangann burt og aðrir ýttu Kassner að borðinu. Nazistinn leit á hann, opnaði spjaldskrárkassa og tók út mynd. Eins og allir þeir, sem stundum þurfa að fara huldu höfði, þekkti Kassner til hlítar andlit sitt, langt og hrosslegt. Hvaða mynd var nazistinn að skoða? Kassner sá hana á höfði. Ekki tiltakanlega hættuleg. Hann var þar snöggklipptur, og svipurinn á mjóu, beina- miklu andlitinu með áberandi eyrun var að verulegu leyti frá- brugðinn svip hans nú, — hann var með mikið hár, jarpt, og minnti á heldrimann, er átt hefur betri daga, svipurinn nærri dreyminn. A myndinni var hann með samanklemmdar varir, hann vissi að þegar hann brosti skein í langar tennurnar allt að gómnum. Ef hann beit á vörina, skein líka í tennurnar. Hann gerði það nú, rétt að það sást, því hann var með sáran jaxl, og leit niður á borðið. Stóru augun hans virtust jafnan líta dálítið upp á við, ef hann leit á eitt- hvað ákveðið, og hann þurfti ekki nema látast líta niður til að hvíta rákin neðan við augasteininn hyrfi. Nazistinn horfði ýmist á myndina eða andlitið þegjandi. Kassner vissi, að dauðinn beið hans, án dóms eða samkvæmt dómi, ef hann þekktist. „Kassner,“ sagði nazistinn. Allir skrifararnir og stormsveitarmennirnir litu upp. í fyrsta sinn sá Kassner álit sitt letrað á óvinveitt andlit. „Starfsfólkið í sendiráði lands míns þekkir mig. Enginn sam- særismaður er það fífl að biðja lögreglumann um eld og ganga í gildru að honum ásjáandi.“ Atvikin við handtökuna blöstu við honum, hvert smáatriði lif- andi. Hann var staddur með nokkrum félögum í fornsölu, sem einn þeirra átti, og ætlaði til tannlæknis að hálftíma liðnum, er einn flokksfélaganna kom inn, hengdi frakkann sinn utan á dýrlinga-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.