Réttur


Réttur - 01.01.1943, Blaðsíða 41

Réttur - 01.01.1943, Blaðsíða 41
RÉTTUR 45 myndir, prestakjóla og hökla og sagði um leið og hann settist: „Lögreglan er með gildru heima hjá Wolf. Það á að gera hús- rannsókn.“ Wolf var staðinn upp. „Eg hef nafnalista í úrkassa. . . . “ Þeir höfðu ströng fyrirmæli um að skilja aldrei eftir nafnaskrár á heimilum sínum. „Þú verður tekinn, ef þú ferð inn. Hvar hefurðu úrið?“ „I fataherberginu, í vasanum á svarta vestinu. En það er. . . .“ „Enga vitleysu! Nafnaskráin umfram allt. Fáðu mér lyklana.“ Þegar þangað kom hitti Kassner fyrir í anddyrinu tvo storm- sveitarmenn. Það var ekki einu sinni gildra lengur. Hann stanzaði rétt hjá þeim, reyndi að kveikja í vindlingi með tómum kveikjara, bað stormsveitarmennina um eld og fór upp stigana. Um leið og hann hringdi dyrabjöllunni hallaðist hann upp að hurðinni til að láta ekki bera á því, að hann smeygði lykli í skráargatið. Hann fór inn, lokaði á eftir sér, opnaði fataherbergið, tók úrið, stakk nafnaskránni upp í sig, lét úrið aftur á sinn stað og lokaði her- bergishurðinni. Ekkert fótatak í stiganum. Hann yrði tekinn, þeg- ar hann færi niður. Hvergi var hægt að fleygja lyklinum hér í íbúðinni og ekki kom til mála að opna glugga. Hann smeygði lykl- inum í vasa á einum buxunum, sem héngu í fataherberginu. Wolf gat haft fleiri en einn lykil. Hann ætlaði að bíða fimm mínútur, eins og hann hefði komið að finna Wolf, en ekki hitt hann heima. Bragðið að blaðinu, sem hann var að tyggja með talsverðum sársauka (var það ímyndun eða skemmdi jaxlinn. Bara að hann hefði verið búinn að fara til tann- læknisins) minnti hann á pappabragðið af grímum á grímuleikjum. Hversu vel sem til tækist yrði erfitt að losna úr þessu. Fölskum skjölum og vegabréfum var ekki treystandi. . . . Og hann gerði sér engar tálvonir um fangelsi nazistanna. Margoft hafði hann heyrt, að þrælkunarfangar legðu svo liart að sér til að fá svolítið aukinn niatarskammt, að þeir voru orðnir ófærir að gegna leynistarfi sínu, loks er þeim var sleppt. Hann henti frá sér vindlingnum, honum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.