Réttur


Réttur - 01.01.1943, Page 45

Réttur - 01.01.1943, Page 45
RÉTTUR 49 hreyfingarinnar og lægstu félagseininganna. Kassner hafði unnið að því síðan í janúar að koma þessu sambandi á. — Athygli hans beindist að einni áletruninni: „Enn er hár mitt dökkt. . . . “ og það var eins og val þessarar áletrunar hefði verið gert af einhverri innri skynjun, næmari en sjóninni: fótatak nálgaðist. Þeir voru nokkrir saman, þrír — fjórir menn, fimm — ekki færri, kannski sex. Sex stormsveitarmenn gátu ekki átt annað erindi þangað um þetta leyti en pyndingar. Dyr fjarlægs klefa voru opnaðar og þeim lokað, en stígvéla- trampið datt snögglega í dúnalogn. Það var ekki þjáningin, ekki dauðinn, sem var hræðilegast, held- ur kvalalostug hugvitssemi mannanna, sem þarna lokuðu á eftir sér. Hvar í heiminum sem var voru það gjörspilltir menn, sem völdu sér þetta hlutskipti. Og kvalarinn er alltaf yfirsterkari hin- um kvalda á síðuslu áföngum auðmýkingar og þjáninga. Ef þeir skyldu pynda mig í því skyni að fá upplýsingar, sem ég vissi ekki, yrði það árangurslaust. Því er bezt að slá föslu, að ég viti ekki neitt. Hugrekki hans einbeittist að því, að skilja manninn, sem að nokkrum mínútum liðnum yrði á valdi þessara stígvélamanna frá þeim Kassner, sem hann átti einhverntíma eftir að verða. Ahrifavald fangelsisins var svo mikið, að verðirnir líka töluðu 1 lágum hljóðum. Snögglega fylltisl klefinn af öskri, langdregnu eins og lungun þoldu, og loks deyjandi í stunu. Hann varð að leita hælis í algjöru athafnaleysi, í ábyrgðarleysi svefns eða brjálæðis, en halda sanit vörð með nægilega skýrum huga til að geta varið sig, til að láta ekki eyðileggja sig hér, svo að ekki yrði úr bætt, aðskilja sig í ótal þætti til að láta ekki uppi ueitt, sem máli skipti. Opið glumdi aftur, enn nístingslegra. Kassner rak fingurna í hlustirnar. En það var til einskis, hugur hans hafði numið hljóð- fuh þjáningarinnar, sem fæddi ópið, hann vissi nákvæmlega, hve- nær það kæmi næst. Hann hafði verið í bardögum, en aldrei hafði hann heyrt kvalaóp manns innan fjögurra veggja. Særðir menn á

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.