Réttur - 01.01.1943, Síða 46
50
RÉTTUR
vígvelli stynja og vein þeirra áttu ekkert skylt við þessi öskur, sem
voru skelfilegust vegna dularinnar. Hvernig kvöldu þeir manninn,
sem hljóðaði svona? Hvernig skyldu þeir fara að því að pynda
hann sjálfan eftir litla stund? Kvalir undir berum himni virtust
líkn hjá þessu.
Hurðarskellur, og fótatakið nálgaðist dyrnar hans.
Hann tók eftir því, að hann hallaðist upp að klefaveggnum eins
og bak hans væri límt við múrinn, lotinn í herðum. Hugur hans
var einbeittur, en hné hans skulfu. Hann sleppti veggnum, reiður
vegna máttleysisins í fótunum.
Önnur hurð skelltist og fótatakið hvarf eins og dyrnar hefðu
sogað til sín mennina er framhjá fóru. Þögn — og þó kraumandi
niður örveikra hljóða.
Hann sneri sér aftur að dyrunum: „Stalil var drepinn þann. . . . “
Við þessa setningu hafði aldrei verið lokið, hún var ekki þurrkuð
út; veggurinn var smitandi af örlögum manna.
Hann minntist bréfs frá konu fanga: „Hvernig þeir börðu hann!
Eg þekkli hann ekki, Teresa, frá öðrum. . . .“
Hve margir félaga hans skyldu eiga eftir að koma hingað, er
hann væri farinn? Blýantinn höfðu þeir ekki tekið af honum: ViS
erum með ykkur, skrifaði hann.
Þegar hann lyfti hendinni, sást enn ein áletrun: „Aður en mán-
uður líður, œtla ég að drepa Federwisch.“ Það var nafn manns,
sem til skamms tíina hafði verið einn fangavarðanna. Hvor þeirra
var dáinn, sá sem hótað var eða hinn?
Meðan reikul augun rýndu í krotið, nam hin næma heyrn hans
fótatak varðanna, lágt klór í nágrannaklefanum og snögglega
skammaraust úr fjarska, sem bergmálaði í göngunum. . . . Enn
ekkert vein. Hann var farinn að lifa í veröld ískyggilegra hljóða
líkt og blindur maður í hættu.
Hann vissi, hve erfitt það er að þola högg án þess að slá aftur.
En honum var ljóst, að styrkur hans var algjör sjálfsuppgjöf, en
honum var óljúft að reyna að hafa áhrif á nazistana. Enda voru
það ekki þeir hálfvolgu af fylgjendum Hitlers, sem höfðu kosið
sér fangavarðarstarf. Kassner var það fullljóst, að allir geta drepið