Réttur - 01.01.1943, Síða 56
60
RÉTTUR
c) Stofnun til eftirlits og rannsóknar í skattamálum til þess að
koma í veg fyrir skattsvik.
d) Hækkun skatta á hátekjum og sérstakur skattur á eignaaukn-
ingu þá, sem orðið hefur frá stríðsbyrjun. Nýbyggingarsjóð-
ir teknir í opinbera vörzlu og framlag í varasjóði verði ekki
skattfrjálst.
e) Binding stríðsgróðans.
f) Ráðstafanir til að hindra brask með fasteignir.
g) Endurskoðun landbúnaðarlöggjafarinnar. Stofnun byggða-
hverfa. Aukinn innflutningur landbúnaðarvéla. Vísindalegar
tilraunir í þágu landbúnaðarins. Aukinn ræktunarstyrkur
til smærri býla o. fl.
h) Strangt eftirlit með sölu og notkun byggingarefnis.
i) Ráðstafanir til þess að bændur og fiskimenn fái nægar nauð-
synjar til atvinnureksturs síns með sanngjörnu verði.
j) Ráðstafanir til að tryggja nægilegan skipakost til vöru- og
farþegaflutninga með ströndum fram.
2. Flokkurinn vinni að því með Sósíalistaflokknum að komast að
samkomulagi við fulltrúa bænda um fast grunnverð á landbún-
aðarafurðum er breytist samkvæmt sérstakri vísitölu.
Loks vill flokkurinn gjarnan hafa samstarf við flokk yðar um
önnur mál, sem samkomulag kann að nást um.
Jafnframt væntir flokkurinn þess, að þér takið upp umræður við
hann um málefnagrundvöll fyrir ríkisstjórn, er þér takið þátt í, á-
samt Sósíalistaflokknum.“
Bréjið til Sjáljstœðisflokksins:
„Með skírskotun til greinargerðar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í
8 manna nefndinni, er birtist í Morgunblaðinu 8. des., fer Sósíal-
istaflokkurinn þess á leit við yður, að þér hafið samstarf við hann
um að hrinda í framkvæmd eftirfarandi málum, sem flokkarnir
virðast vera sammála um og undirbúi og flytji sameiginlega frum-
vörp um þau á þinginu:
1. Til þess að vinna á móti dýrtíðinni verði aflað fjár með eftir-
farandi ráðstöfunum: