Réttur


Réttur - 01.01.1943, Síða 58

Réttur - 01.01.1943, Síða 58
62 RÉTTUR ætlað var, þegar frumvarpið var lagt fram síðastliðinn vetur. Fram- lög til verklegra framkvæmda, vegagerða, brúargerða, hafnargerða o. fl. voru allmjög hækkuð. Heimilað var að verja 2 milljón kr. til atvinnuaukningar sérstaklega, ef ekki verður næg atvinna í land- inu. Felld var niður heimild sú er var í frumvarpinu og hefur verið í fjárlögum undanfarið, að lækka útgjöld ríkissjóðs um 35%, ef stjórninni þætti ástæða til. Náði þetta fram að ganga, þrátt fyrir hatrama andstöðu afturhaldsins í Framsókn og Sjálfstæðisflokkn- um (Jónas frá Hriflu, Pétur Ottesen o. fl.). Þá var.ákveðið að framlög til verklegra framkvæmda, sem ekki verður unnt að nota á árinu af styrjaldarástæðum, skuli nota eingöngu til sömu fram- kvæmda síðar, og óheimilt að verja fénu til annars. Samþykkt var að veita 300 þús. til byggingar fæðingardeildar við Landspítalann og framlag til hygginga barnaskóla utan kaupstaða stórum hækk- að. Samþykktar voru nokkrar launauppbætur til kennara. Þá voru og samþykktar nokkrar tillögur Sósíalistaflokksins um smærri framlög til ýmissa félags- og menningarmála. Af lillögum þeim, sem Sósíalistaflokkurinn hefur borið fram og náð hafa samþykki Alþingis, má nefna eftirfarandi: í tilefni af frumvarpi flokksins um elli- og örorkutryggingar sam- þykkti efri deild með rökstuddri dagskrá viljayfirlýsingu um að þegar á þessu ári yrðu afgreidd lög um fullkomnar elli- og örorku- tryggingar í samræmi við tillögur flokksins. Inn í húsaleigulögin hafa verið tekin upp ákvæði um sJcömmlun húsnœðis og að fyrir- mæli laganna skuli ná til verbúða, bryggja og palla, sem leigð eru línuveiðabátum. Samþykkt var tillaga flokksins um ráðstafanir til að úlvega fiskimönnum nœga beitu, með sæmilegum kjörum. Sam- þykkt voru Jagaákvæði um stofnun lánadeildar við fislciveiðasjóð, er veiti vaxtalaus lán til bátabygginga. Samþykkt var að veita rík- isábyrgð fyrir virkjun Fljólaár, fyrir Siglufjarðarkaupstað. Þá var samþykkt tillaga Sósíalistaflokksins, er hann hefur flutt á tveim síðustu þingum um undirbúning undir gagngerða nýsJcip- un í ísJenzkum landbúnaði. Vegna þess, að samþykkt þessarar til- lögu getur orðið hið mikilvægasta framfaraskref fyrir þjóðina, ef Búnaðarfélagið leggur alúð við verkefni það, sem Alþingi hefur

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.