Réttur


Réttur - 01.01.1943, Page 61

Réttur - 01.01.1943, Page 61
/----------'N RITSJÁ V----------} SIGURÐUR NORDAL: ÍSLENZK MENNING Sigurður Nordal: Islenzk menning. Fyrsta hindi. Arfur íslendinga. • Útgef.: Mál og menning, 1942 Ekki er það meining mín með þessum fáu orðum að ætla að skrifa ritdóm urn þessa bók. Bæði er það, að fáir munu þeir menn á landi voru, sem um það séu færir, því hér ritar sá maður, er fremst stendur íslendinga á sviði því, er hann ritar um, og svo er hitt, að mig brestur til þess forsendur allar að geta um bók þessa dæmt. En ég get ekki stillt mig um að drepa niður penna til hins, að vísa samherjum mínum í verklýðshreyfingunni á bók þessa, til þess að lesa hana aftur og aftur og læra af henni, — svo hrifinn er ég af þessari bók við fyrsta, skjóta yfirlesturinn, — af hugmynda- auð hennar, af snjöllum skýringum hennar, af hinu gífurlega mikla starfi, sem bak við hana liggur, af því unaðslega samblandi frjós hugarflugs skáldsins og djúps raunsæis vísindamannsins, sem gerir rit þetta svo óvenjulega aðlaðandi sem sagnaritun nýs stíls. Hér verður því alls ekki rætt um bók þessa sem heild. Það vona ég verði gert af mér færari mönnum síðar meir og henni skipað í þann sess, er henni ber í sagnaritun Islendinga frá upphafi vega. En mig langar lil þess að benda sósíalistum á nokkur atriði í henni, þar sem snjallar marxistiskar skýringar á sögu Íslands auðga í senn sagnaritunina og marxismann. Eitt alriðið er í kaflanum „Tilraunir“, lokakaflanum í „Land- nám“. Þar er krufin til mergjar orsökin til hnignunarinnar á ís- landi á öldunum eftir landnám og söguöld, — og undirrótin fund- in í þessum tveim orðum á bls. 96: „Landið brást.“ Höfundur rek- ur hvernig efnahagslegu undirstöðunni sem landnámsmennirnir hyggja á, er burtu kippt að verulegu leyti — og síðan rekur hann

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.