Réttur - 01.01.1943, Side 65
réttur
69
einu erlendu rit, sem við eigum kost á um þessi efni í bili, séu á
enska lungu. Þó að það út af fyrir sig sé harmsefni, er þó á hitt
að líta, að bæði er þessi bókaútgáfa góð og allmikil að vöxtum og
eins er hitt mikið hagræði, að þurfa ekki að nema mörg mál til að
hafa gagn af slíkum ritum.
Hér mun minnzt á nokkrar bækur amerískar, sem mér hafa borizt,
og fjalla um ýmis viðfangsefni út frá sósíalistiskum viðhorfum.
Sýna þær glögglega, hversu marxistisk viðhorf og rannsóknarað-
ferðir teygja sig inn á fleiri og fleiri svið. Hér verður ekki reynt
að ritdæma þessar bækur, heldur aðeins minnzt á þær og efnið
rakið lauslega, ef einhverja skyldi fýsa að kynna sér það frekar.
Science and Society lieitir tímarit, sem gefið hefur verið út f
Bandaríkjunum frá því 1937. Koma út af því fjögur hefti á ári.
f'ímaritið er á sína vísu svipað og enska tímaritið Modern Quart-
erly eða Unter dem Banner des Marxismus voru á sínum tíma. Það
er ritað út frá marxistisku sjónarmiði um hin ýmsu viðfangsefni
mannkynsins, félagsmál, hagfræði, listir, vísindi, stjórnmál. Af
greinum í síðasta árgangi má t. d. nefna: Maurice Dobb: Fram-
leiðsluáætlanir í Sovétríkjunum, Feuer Lewis: Siðfræðikenningarn-
ar og marxisminn, E. B. Burgum: Listin á styrjaldartímum o. fl. o.
fl. Tímaritið er ódýrt, kostar aðeins dollar á ári.
The Great Ofjejisive (Sóknin mikla) heitir ný bók, sem Max
Werner hefur skrifað um styrjöldina. Margir munu kannast við
höfundinn af fyrri ritum hans eins og t. d. The Military Strength
of the Powers o. fl. Er það efalaust mál, að hann er með þeim
allra fremstu, sem nú rita um hernað og hernaðarfræði.
I bók þessari rekur Werner gang styrjaldarinnar og aðdraganda
þess, er nazistar réðust á Sovétríkin. Meginkaflar bókarinnar fjalla
unr styrjöldina á austurvígstöðvunum — og herstjórnarlist og
hernaðaráætlanir hvers aðila. Spáir hann því, að þessi vetur muni
reynast Þjóðverjum þungur í skauti og virðist það ætla að verða
°rð að sönnu. Þá ræðir hann um Kyrrahafs- og Atlantshafsstyrj-
öldina og að lokum um sameiginlegar og samstilltar hernaðargerðir
Bandamanna gegn fasistaríkjunum. Bókin er stórfróðleg og að öllu
samanlögðu langbezta bók um styrjöldina, sem ég hef lesið.