Réttur


Réttur - 01.01.1943, Page 67

Réttur - 01.01.1943, Page 67
Réttur 71 sýnt fram á tengslin við þróun atvinnulífs og stjórnmála. Er bókin injög fróðleg, bæði um félagslega og andlega þróun hins forna Grikklands. Margarel Schlauch er prófessor í ensku við háskólann í New York og í ritstjórn Science and Society. Er hún sjálfsagt ýmsum Is- lendingum kunn, því að bæði hefur hún komið hingað og auk þess skrifað ágætt rit um íslenzkar riddarasögur, Romance in Ice- land, og m. a. þýtt Völsungasögu á enska tungu. Hún hefur nýlega ritað allmikla bók um tungumálin, sem hún nefnir „The Gift of 'Tongues“. Eru þarna raktar ýmsar kenningar um uppruna málsins og skriftarinnar, skyldleiki hinna ýmsu málaflokka, hljóðfræði og merkingarfræði. Sérstaklega skemmtilegur er kaflinn um þróun enskunnar og málið og skáldlistina. Höfundurinn reynir hvarvetna að sýna fram á tengsl málsins við hina þjóðfélagslegu þróun og er það í senn skemmtilegt og þarft, því málfræðingar hafa gefið þeim efnum allt of lítinn gaum. Bókin er alþýðlega rituð og læsileg hverj- um leikmanni og þó hvergi slakað á vísindalegum kröfum. Að lokum skal minnzt á eina bók eftir A. Simone, sem ýms- um mun kunnur af riti hans, J’accuse, sem fjallar um uppgjöf Frakklands. í þessari nýju bók, sem höfundur nefnir „Men of Europe“, lýsir hann kynnum sínum af helztu forvígismönnum evrópskra stjórnmála, rétt áður en núverandi styrjöld brauzt út. Höfundurinn er mjög víðförull og snjall fréttaritari og kann frá mörgu að segja. Kemur þarna fram fjölmargt, er gerðist að tjalda- baki í Evrópu-stjórnmálum á þessum tíma — og er bókin hið fróðlegasta yfirlit um hinn pólitíska aðdraganda þess hildarleiks, er nú geisar og jafnframt ógnþrungin ákæra á þá, sem þar bera ábyrgðina. Ásgeir Blöndal Magnússon.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.