Réttur - 01.01.1943, Page 71
RÉTTUR
75
FRAMHALDSLÍF
Vlas: Eg Irúði líka, árum saman, og lifði sæll í trú minni. En
þegar mér skildist, að himininn er auðn og tóm, að það er ekkert
líf eftir dauðann, greip mig skelfing og ég fór að óttast dauðann.
Eg vildi ekki vera eins og dægurfluga, eins og ormur í moldinni.
Matvei: Það hlýtur að vera ógaman. Ormar eru stundum traðk-
aðir sundur.
Vlas: Og þú — þú verður líka traðkaður sundur.
Matvei: Nei, ég lifi þó ég deyi. Ekki á upphæðum, handan við
stjörnurnar þínar. heldur hér á jörðu, í hugum og minningu lifandi
manna, í því sem ég hef unnið hér á jörðunni.
Vlas: En þú getur samt ekki umflúið dauðann. I styrjöld er
dauðinn alls staðar nálægur.
Matvei: Ef þess gerist þörf látum við einnig lífið.
Vlas: Hvers vegna skyldi þess gerast þörf?
Matvei: Hvers vegna? Vegna þess, að við erum að skapa okkur
hamingju hér á jörðu, og meðan verið er að því verðum við að
verja land okkar og hamingjuna.
Vlas: En ef þú týnir lífinu í vörninni?
Matvei: Þó ég falli frá verður hann Lavrentí þarna eftir — og
Glasja — og Pétka.
Vlas: En hvað gagnar það þér? Ekki verður þú hér til að sjá
þau.
Matvei: Hverju skiptir það? Ekki verð ég hér á járnbrautar-
stöðimii á morgun. En safalabúið verður hér kyrrt! Og Glasja
verður í þann veginu að leggja af stað í gullleitina... . En því
meira sem ég stuðla að hamingju mér nákominna manna með starfi
mínu, þeim mun lengur lifi ég eftir dauðann.
Vlas: Og þú átt marga þér nákomna?
Matvei: Hvort ég á! — Verkamenn allra landa!
Afijiogeiioff
(Úr rússnesku leikriti. Höfundur
þess fórst í loftárás á Moskva)