Réttur


Réttur - 01.01.1943, Blaðsíða 71

Réttur - 01.01.1943, Blaðsíða 71
RÉTTUR 75 FRAMHALDSLÍF Vlas: Eg Irúði líka, árum saman, og lifði sæll í trú minni. En þegar mér skildist, að himininn er auðn og tóm, að það er ekkert líf eftir dauðann, greip mig skelfing og ég fór að óttast dauðann. Eg vildi ekki vera eins og dægurfluga, eins og ormur í moldinni. Matvei: Það hlýtur að vera ógaman. Ormar eru stundum traðk- aðir sundur. Vlas: Og þú — þú verður líka traðkaður sundur. Matvei: Nei, ég lifi þó ég deyi. Ekki á upphæðum, handan við stjörnurnar þínar. heldur hér á jörðu, í hugum og minningu lifandi manna, í því sem ég hef unnið hér á jörðunni. Vlas: En þú getur samt ekki umflúið dauðann. I styrjöld er dauðinn alls staðar nálægur. Matvei: Ef þess gerist þörf látum við einnig lífið. Vlas: Hvers vegna skyldi þess gerast þörf? Matvei: Hvers vegna? Vegna þess, að við erum að skapa okkur hamingju hér á jörðu, og meðan verið er að því verðum við að verja land okkar og hamingjuna. Vlas: En ef þú týnir lífinu í vörninni? Matvei: Þó ég falli frá verður hann Lavrentí þarna eftir — og Glasja — og Pétka. Vlas: En hvað gagnar það þér? Ekki verður þú hér til að sjá þau. Matvei: Hverju skiptir það? Ekki verð ég hér á járnbrautar- stöðimii á morgun. En safalabúið verður hér kyrrt! Og Glasja verður í þann veginu að leggja af stað í gullleitina... . En því meira sem ég stuðla að hamingju mér nákominna manna með starfi mínu, þeim mun lengur lifi ég eftir dauðann. Vlas: Og þú átt marga þér nákomna? Matvei: Hvort ég á! — Verkamenn allra landa! Afijiogeiioff (Úr rússnesku leikriti. Höfundur þess fórst í loftárás á Moskva)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.