Réttur - 01.03.1937, Page 16
er þá auðnum skift, — en því verður ekki neitað að
nóg er til af honum, svo velmegun gæti verið almenn
á Islandi.
Af auðmagninu á íslandi eru 108 miljónir kr. í
verzluninni, en í skipastól og veiðarfærum aðeins 22
miljónir kr. Með því að afnema gróðamöguleika verzl-
unarauðmagnsins verður það knúið yfir í framleiðsl-
una, — og það telur skipulagsnefnd atvinnumála
einnig nauðsynlegt.
Þjóðartekjurnar eru 1934 áætlaðar 97 miljónir kr.
Mun það full lágt áætlað. Meðalárstekjur á hvern
íbúa í Reykjavík eru 1376 kr., í kaupstöðum frá 702
—940, í sveitum 473—739 kr. Væru tekjur jafnar,
ætti því 5 manna verkamannafjölskylda í Reykjavík
að hafa 6880 kr., en skýrsla skipulagsnefndar at-
vinnumála ber með sér, að meðaltekjur verkamanna
í Reykjavík eru 2244 kr. Hinsvegar eru meðaltekjur
1000 hátekjumanna í Reykjavík rúm 11 þús. kr., og
eru meðal þeirra einstaklingar, er hafa allt að 98
þús. kr. árstekjur samkvæmt eigin uppgjöf.
Þessar tölur allar sýna, hvað hægt er að gera á
íslandi, án þess að meining mín sé, þó meðaltekjur
og meðaleign séu reiknaðar út, að skipta beri öllu
upp jafnt á milli manna, — eins og afturhaldið
einu sinni bar okkur á brýn! En aiiður og tekiur
íslendinga sem heildar, sanna, að hér gæti öllum
HSið vel.
Pólitík okkar kommúnista er að láta þá ríku borga
og þegar breytt hefir verið samkvæmt henni, hefir
meira að segja tekizt að láta hina ríku, erlendu
hringa borga, eins og olíuhringarnir voru knúðir til
með bílstjóraverkfallinu og Naftasamkeppninni. Og
þegar Kommúnistaflokkurinn og bílstjórafélögin geta
kom.ið 400,000 kr. ársgreiðslu yfir á útlenda hringa,
hvað getur þá ekki íslenzka ríkisvaldið, þegar því
er beitt.
16