Réttur


Réttur - 01.03.1937, Side 27

Réttur - 01.03.1937, Side 27
* kaup, aukin atvinnu og batnandi tryggingar, sann- færðu samstundis fólki^ um mátt samtakanna, og þegar bændur og smáútvegsmenn vegna viturlegrar stjórnmálastefnu verkalýðsins tækju meir og meir að líta til hans með virðingu og samúð, þá væri sú stund heldur ekki fjarri, að meirihluti íslenzku þjóð- arinnar yrði fylgjandi sósíalismanum og veitti flokki hans meirihluta í kosningum. En meðan því takmarki ekki væri náð, að vinna meiiihluta þjóðarinnar til fylgis við sósíalismann, — þá yrði flokkur verkalýðsins að einbeita sér á að framkvæma þá pólitík, sem eg að framan hefi lýst. Og hún táknar í rauninni að setja á hér á íslandi yfirráð verkamanna, bænda og smáútvegsmanna á lýðræðisgrundvelli, í stað yfirdrottnunar hringa, heildsala og stórútgerðarmanna. En þar sem slík yfirráð eru auðvitað fallvölt, á meðan eignarréttur atvinnurekenda helzt á megin- þorra framleiðslutækjanna ( margra togara, nokk- urra stórverksmiðja og flestra iðnfyrirtækja, auk alls smáútvegs og landbúnaðar), þá er vitanlegt, að kröf- urnar, sem gera verður til verklýðsflokks, eru sér- staklega miklar. Stjórnlist verklýðsflokksins yrði að vera í því fólgin að varðveita um fram allt bandalagið við milli- stétt sjávar og sveita og einbeita valdi þess banda- lags gegn hinum sameiginlega óvini þeirra allra, verzlunarauðvaldinu. Þessvegna yrði hinn sterki og sameinaði marxistiski flokkur verkalýðsins jafnt að hafa harðneskju og dirfsku til þess að leiða verka- lýðinn fram til atlögu gegn auðvaldinu, þegar tím- inn er heppilegur til kauphækkana og kjarabóta, — sem og þá djörfung, sem þarf til að segja við fylgj- endur sína, hvenær nauðsynlegt sé að 'hliðra til, í því skyni, að varðveita bandalagið við bændur og smá- útvegsmenn. En hve óumræðilega mikið traust þarf sá verklýðsflokkur að hafa áunnið sér, sem slíka 27

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.