Réttur


Réttur - 01.03.1937, Page 38

Réttur - 01.03.1937, Page 38
ritað plagg. Stíll Trotzkis sjálfs er mjög greinilegur á öllu lesmálinu. Skilgreining IV. alþjóðasamb. á afstöðu þess til Ráðstjórnarríkjanna og Komintern er mjög athyglis- verð og vel til þess fallin að bregða ljósi yfir þá starf- semi, sem heimskunn hefir orðið af játningum trot- zkistanna í Moskva og bandamanna þeirra í nýund- angengnum málaferlum. Án pólitískrar baksýnar trotzkismans í dag er afsökunarvert þótt menn reyni að skýra játningar sakborninganna með pyndingum, eituráhrifum eða samanburði við galdramálin fornu. Við lestur greina IV. alþjóðasamb. fer málið að skýr- ast. Eg set hér í þýðingu nokkrar greinar úr þessu plaggi trotzkistanna í Genf, aðallega úr þeim kafla sem fjallar um afstöðu IV. alþjóðasambandsins til Ráðstjórnarríkjanna: „Hinar þjóðfélagslegu andstæður hafa ekki minkað (í Rússlandi) í 2. fimmáraáætluninni. Ójöfnuðurinn vex með sjö mílna skrefum. Lofsöngurinn um ,,ham- ingjusamt líf“ er aðeins sunginn af broddunum, en lægri stéttirnar verða að þegja niðurbældar. .... Embættisstétt Ráðstjórnarríkjanna hefir í-aunverulega tekizt að gera sig óháða hinum vinn- andi lýð. Eins og sérhver embættisstétt, nýtir hún andstæðurnar í þágu hinna sterkari, þeirra, sem betur mega, sérréttindastéttanna. Eins og sérhver embætt- isstétt gleypir hún sjálf ríflegan hluta þjóðartekn- anna og verður þessvegna hin sérréttindaríkasta allra sérréttindastétta. Með mismun á persónulegum tilveruskilyrðum skapar ráðstjórnarskipulagið óskaplega yfirstétt. — Stéttamismunurinn nær allt frá munaðarlausum börnum, skækjum og tötralýð, upp til hinna ríkjandi „tíuþúsunda“, sem lifa lífi vestrænna miljónamær- inga. í reyndinni er nýja stjórnarskráin innsiglið á alræði 38

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.