Réttur


Réttur - 01.10.1969, Blaðsíða 8

Réttur - 01.10.1969, Blaðsíða 8
EFTIRLEIKUR Sjálfstæðisflokkurinn er pólitísk umgerð valda- stéttanna og verður að gæta heildarhagsmuna þeirra. Þó hinir sterkari ráði ferðinni, mega þeir vart við því að keyra hina af sér. Flokkurinn hefur þvi margs að gæta. Hann verður m.a. að gæta að því, að hóparnir ryðjist ekki það hratt fram, að hann fái ekki ráðið við félagslegan óróa og umrót, sem gætu skapað honum pólitiska hættu. Þá verður hann einnig að réyna að hafa gát á því, að undirstaðan sé ekki étin upp. Til þess grlp- ur hann til ýmissa ráða. Einn daginn setur hann einhverja löggjöf, t.d. um breytt hlutaskipti sjómanna útgerðinni í hag. Annað sinn er gripið til styrkja eða lánafyrir- greiðslu. Stundum hafa verkalýðsfélögin gert samn- inga um fjármagn til íbúðabygginga og annarrar at- vinnustarfsemi og slegið af í samningum um kaup. Hvort slíkir samningar mega teljast viðbót við það, sem annars hefði farið af fé til þessara greina eða ekki, fer verulega eftir því, hversu óttinn við óróann er mikill hjá flokknum ekki aðeins á með- an samið er, heldur á meðan verið er að efna lof- orðin. Sé hann lítill er hægt að semja um sama fjármagnið ár eftir ár. Sé hann mikill, getur þetta verið styrkur einstökum greinum og svæðum, sem annars hefðu orðið út undan. i þriðja stað kemur sú aðgerð, sem nú skal verða vort daglega brauð í Efta: gengisfelling. Lítið pennastrik, fljótgert. Erlendar skuldir hækka að krónutölu, m.a. skuldir vegna fiskiskipa eða samgöngutækja o. fl. Hér hleypur hið opinbera undir bagga, þ.e. almenningur greiðir. Innflutnings- vörur hækka að krónutölu og mundi leggjast þungt á verzlunarstéttina, ef útsöluverð yrði ekki hækk- að. Þá er það náttúrulega hækkað. Nú eiga þessir aðilar að sjá sjálfir um sina hækkun. Fram að þessu hafa gilt lög, sem skipa svo fyrir, að verð- lag skuli hækka þannig, að fyrirtæki geti haldið „eðlilegum" rekstri og hefur meirihluti verðlags- nefndar túlkað það á sinn hátt: allt skal þar halda velli (einnig aðskotahlutir í rekstri fyrirtækja eins og utanferð hjónanna, námsstyrkur til sonarins, heiðurslaun til stofnandans hans afa gamla, bill og sími heimilisins o.þ.h.). Hvað getur verkalýðurinn þá annað gert en bor- ið hönd fyrir höfuð sér? öllu skal skellt á hann. Biðið, er þá sagt. Nú fá útflutningsgreinarnar fleiri krónur í sinn hlut og taka að dafna og aðrar fram- leiðslugreinar fylgja í kjölfarið. Það tekur aðeins tima, nokkra mánuði, jafnvel ár. Étið ekki upp áhrifin! Nú verður að ná jöfnuði, heilbrigðum jöfn- uði. Þannig er ætlunin að styrkja undirstöðuna, sem allt báknið og stjórnleysið hvilir á og orsak- að hefur kollsteypuna. Almenningur á að reisa aNt við. Lágu launin skulu vera aðalkostur hagkerfis- ins innan EFTA og tálbeita fyrir erlent fjármagn. Óbreytt skipan: verðbólga fyrir báknið, gengisfell- ing gegn kauphækkun og púkinn mun tútna út. KENNISMIÐIR KERFISINS Verðbólga og gengisfelling hafa margvísleg ó- hrif, þó hér hafi aðeins verið drepið á megin- drætti. Kennismiðir valdastéttanna og boðberar óbreyttrar hagskipunar í þágu þeirra stétta, ganga út frá gefnu ástandi og reyna að skýra það á sinn hátt. Þar rikir sá grunntónn, að ástandið sé eðli- legt og tilraunir til að breyta þar verulega um, leiði af sér illt eitt. Þetta beri mönnum að skilja og haga sér samkvæmt því. Gengisfelling er þreytt skráning krónunnar gagn- vart erlendri mynt til styrktar útflutningsgreinunum og stafar einkum af því, segja þeir, að verðbólgan hafi vaxið hraðar hérlendis en I aðalviðskiptalönd- um okkar. Verðbólgan orsakast svo aftur af því, að launafólk hafi í blóra við getu þjóðarbúsins knúið á um of hátt kaupgjald, sem hafi kallað á hækkandi verðlag, sem svo aftur hafi leitt verka- lýðshreyfinguna fyrir tilverknað ábyrgðarlitilla for- ingja, til þess að þvinga á ný fram hærra kaup- gjald og keyrt þannig áfram verðbólguskrúfuna og valdið því, að fella varð gengið. Því verði verka- fólk að sýna nú skilning, annars fari skrúfan aftur af stað með sömu afleiðingum og það sé engu nær. Ekki stækki kakan þótt stærri bita sé krafizt. Þetta er söngurinn, hringferðinni lokið. Hann er lýandi og honum er ætlað að verka letjandi. Með þessum aðgerðum og þessum söng er valdastéttin að bjarga sjálfri sér og sinni aðstöðu, hagkerfi og stefnu. Verkalýðsstéttin fær þar litlu um ráðið í dag. Útlánastarfsemi bankanna liggur undir mikilli ásókn og það frá hópum, sem helzt eiga þar inn- angengt. Vert væri að gefa því peningaútstreymi meiri gaum, magni þess og notkun, þar er svolítið gat. Rikissjóður hefur svo það hlutverk að taka á sig skellina og færa þá út í skattakerfið, 154

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.