Réttur


Réttur - 01.10.1969, Blaðsíða 26

Réttur - 01.10.1969, Blaðsíða 26
V. I. LENIN VANDAMÁL ÞJÓÐERNANNA EÐA „SJÁLFSTJÓRNARÁÆTLUNIN” INNGANGUR: HINSTU HUGLEIÐINGAR LENINS Eftir að Lenín veiktist 1922 reyndi hann þrátt fyrir sjúkdóm sinn að vera á verði gegn því, að félagar hans brytu í bág við hugsjónastefnu kommúnismans, ekki hvað síst er snerti framferði þeirra og af- stöðu til hinna ýmsu smáþjóða og þjóð- ernisminnihluta hins forna keisararíkis. Eitt af merkilegustu skjölunum, sem Len- ín lét skrifa niður eftir sér í þeim tilgangi, er grein sú, er hér birtist, rituð 30. og 31. des.. 1922. Grein þessi birtist í fyrsta sinn opinberlega 1956. Áður hefur verið vitnað í þessa grein hér í ,,Rétti“ í sambandi við innrásina í Tékkóslóvakíu. Birtist greinin nú hér í heild, svo menn geti kynnt sér hana alla. Fyrir smáþjóðir eins og okkur Islendinga, sem öldum saman höfum barizt fyrir sjálfsákvörðunarrétti vorum, og sérstak- lega fyrir okkur íslenzka sósíalista, sem álítum að einmitt sósíalisminn tryggi þann rétt bezt af öllum stefnum, er sú skoðun, sem Lenín túlkar hér, staðfesting á kenn- ingu okkar um hugsjónir sósíalismans og kommúnismans og hörð fordæming á þeim sem brjóta gegn þeirri hugsjón i 'ærki. Það er margt líkt með því sem Len- ín er að gagnrýna viðvíkjandi framferði 172

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.