Réttur


Réttur - 01.10.1969, Blaðsíða 40

Réttur - 01.10.1969, Blaðsíða 40
um, um 4000 miljónir dollara og svipaða upphæð í löndum Vestur-Evrópu. Þar eru svissneskir auðmenn venjulega þriðji stærsti fjárfestingaraðilinn. Tímaritið „Economist" í London gizkar á að svissnesk fjárfesting í Vestur-Þýzkalandi sé 1906 um 440 miljónir dollara. Einkum er aðstaða svissneskra fyrirtækja sterk í lyfja- iðnaði, matvöru- og vélaframleiðslu. Nestle ræður 26 prósentum af framleiðslugetu vest- ur-þýzks matvælaiðnaðar. Þannig mætti lengi rekja. Svissneskt fjár- magn er fremst meðal erlendra fjárfestingar- aðila í Frakklandi, ræður t.d. 70 prósentum af mjólkurvöruverzlun Parísar, 35 prós. af súkkulaðiframleiðslu og sölu í Frakklandi o. s. frv. Gizkað hefur verið á að tekjur Svisslend- inga af erlendri fjárfestingu sinni nemi um 800 miljónum dollara á ári, tveir þriðju af því fari til stóriðjufélaganna en þriðjungur til fjármála-, vátryggingar- og verzlunar-fé- laga. Nú hefur „íslenzka álfélagið" bætst í þennan hóp, álíka íslenzkt og Hörmangara- félagið sællar minningar. VESTUR-ÞÝZKALAND í Vestur-Þýzkalandi eru 15 404 miljóna- mæringar. Auðæfi þeirra eru 49 400 miljónir marka, en það samsvarar ca. 1100 miljörðum íslenzkra króna. 20 fjölskyldur miljónamær- inga ráða örlögum miljóna verkamanna. Völdin í efnahagslífinu færast á æ færri hendur. Kröfur verkalýðsfélaga um lýðræði á vinnustöðum hafa lítinn árangur borið. Sama hættan og forðum vofir yfir: að auð- kýfingarnir taki að efla hálfnazistíska flokka til höfuðs verklýðshreyfingunni, eins og þeir gerðu með Hitler, og geri svo kaþólska flokk- inn æ fasistískari. Þetta er því hægar um vik sem áhrifaríkustu blöð Vestur-Þýzkalands og ýms önnur fjölmiðlunartæki eru í hönd- um eins einasta auðmanns, Axels Springers, og einn bókaútgefandi, Bertelsmann, ræður fjórðungi allrar bókaútgáfu í Vestur-Þýzka- lands. 1964 réðu 10 samsteypur (3 bankasam- steypur og 7 aðrar fjármála- og iðnaðarsam- steypur) 40 prósent af öllum iðnaði Vestur- Þýzkalands. 73 hlutafélög (en það voru þá 3,1 prósent allra hlutafélaga þar), réðu 54,3 prósentum alls hlutafjár í hlutafélögum Vest- ur-Þýzkalands. Þannig ræður 1,7 prósent íbúanna, — fjár- máladrottnarnir, — yfir verkalýðnum, sem er næstum 80 prósent af þjóðinni. Borgara- legir hagfræðingar áætluðu þjóðarauð Vest- ur-Þýzkalands (1964) hérumbil 1300 milj- arða marka. 80 prósent íbúanna áttu undir 10 prósent af þessum auð (íbúðir og hús- gögn). Árið 1960 átm 8795 persónur í land- inu 39,2 prósent allra einkaeigna í landinu. Þannig lítur lýðræðið í atvinnulífinu og jafnréttið í eignum út í Vestur-Þýzkalandi. Og nú vofir sú hætta yfir því borgaralega lýðræði, sem enn er til þar í stjórnmálalífi, að þyki einræðisherrum auðsins sér og völd- um sínum hætta búinn, þá þurrki þeir leyf- ar lýðræðisins út. Þeir hafa gert það fyrr. Og samherjar þeirra í Grikklandi gáfu nýlega fordæmið. Og Atlanzhafsbandalagið leggur blessun sína yfir. Það veltur því á miklu um framtíðarþró- unina hvernig ríkisstjórn Brandts tekst nú í Vestur-Þýzkalandi: að hún beri gæfu til að reka róttæka pólitík og afturhaldið nái ekki aftur völdum. 186

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.