Réttur


Réttur - 01.10.1969, Blaðsíða 14

Réttur - 01.10.1969, Blaðsíða 14
En nú skal horfið um stund frá frásögn um fé- lagsmálin og sagt nokkuð frá Sigurði Júlíusi Jó- hannessyni og minnst stuttlega á tvo af baráttu- félögum hans, Friðrik Sveinsson og Stephan Thor- son, en vissulega þyrfti að segja meira frá þeim og fleirum síðar, þótt nú séu eigi tök þar á. Frá Sigurði Júlíusi, Friðrik og Stephani I frásögn af fyrrihluta ævi Sigurðar er stuðst við frásögn Steingríms Arasonar í inngangi að „LJóð- um" 1950, sumpart orðrétt en meira endursagt. Sigurður er fæddur 9. janúar 1868 að Læk i 'ölfusi. Foreldrar hans voru Jóhannes Jónsson, borgfirzkur að ætt, og Guðlaug Hannesdóttir frá Hjalla í ölfusi. Faðir hans var bóndi, lærður stein- smiður, ritari góður, hagur á járn og tré, hjálp- samur vel, en drykkjuskapur hans lagði heimilið í rúst. Af sárri reynslu í æsku stafar ævilöng bar- átta Sigurðar gegn ofdrykkjunni. Heimilið var leyst upp og fjölskyldan flutt hreppaflutningi vestur í fæðingarsveit Jóhannesar í Stafholtstungum í Mýr- arsýslu. Sigurður var þá á tólfta ári. Fjölskyldunni var dreift, börnin voru átta, og fékk Sigurður vist á Flóðatungu. Sigurði var öll þessi smán í mínni ævilangt. Sigurður var 7 ár á Flóðatungu, en síð- an fór hann sem vinnumaður að Svarfhóli unz hann lauk stúdentsprófi 1897. „Það gekk kraftaverki næst hvernig Sigurður gat lokið námi við Latínuskólann. Mest var það að þakka frábærum gáfum hans og dugnaði, sem allt varð undan að láta. Auk þess naut hann aðstoðar ágætra manna, sem hann hefur jafnan minnst með þakklæti. Er þar fyrstan að telja Björn bónda á Svarfhóli. Hann reyndist honum hinn mesti dreng- skaparmaður. Þá gat enginn orðið lausamaður, nema greiða hátt gjald. Það var Sigurði ókleift. Þótt Björn væri yfirvald sveitarinnar leyfði hann piltinum að teljast vinnumaður á Svarfhóli, en vera lausamaður. Þetta bjargaði honum. Guðmundur sonur bónda var þá í Latínuskólan- um, en varð síðar sýslumaður Borgfirðinga. Hann reyndist Sigurði eins og þezti bróðir." Sigurður bað prestinn á næsta bæ að kenna sér undir skóla gegn sumarvinnu. Því var þverneitað. Presti fannst það ofrausn vinnumanni að ætla að ganga menntaveginn, hann ætti að verða bóndi og vinna. „Sigurður ráfaði út í haustmyrkrið, lagðist þar milli þúfna og hágrét örlög sín og allt um- komuleysi." Sigurður fór nú til Reykjavíkur og fékk þar húsa- skjól hjá föður sinum blásnauðum. „Hann gekk upp í Latínuskólann og gerði boð fyrir Guðmund frá Svarfhóli og bað hann kenna sér undir skóla. Guðmundur gekk inn og átti tal við félaga sína, kom svo út og sagði, að þeir félagar ætluðu að hjálpa honum. Hjálp þeirra var mikil og góð og öll án endurgjalds. Þessir félagar Guðmundar voru: Stefán Kristinsson frá Hrísey, siðar prófastur, Böðvar Bjarnason frá Reykhólum, síðar prófastur." Sigurður lauk stúdentsprófi 29 ára gamall 1897. Var það einstakt afrek. „öllu námi 5. og 6 bekkj- ar hafði hann lokið þá um veturinn og jafnframt unnið fyrir sér. Hafði hann orðið að sækja um undanþágu til að taka tvo bekki á einum vetri, öll islenzk yfirvöld neitað, en Sigurður gafst ekki upp og sótti til danska kennslumálaráðuneytisins, er veitti undanþáguna. I allri sögu skólans eru aðeins þrjú dæmi þess, að námi tveggja efstu bekkjanna væri lokið á einum vetri. Þessir þrír menn voru sr. Guðmundur í Gufudal, Einar skáld Benediktsson og sr. Árni Þórarinsson. En einn er Sigurður um að hafa gert það og unnið fyrir sér jafnframt." Að stúdentsprófi loknu hendir Sigurður sér út í stjórnmálabaráttuna: verður meðritstjóri „Dag- skrár" Einars Benediktssonar. Jafnframt innritast hann í læknaskólann og lýkur fyrsta árs námi vor- ið 1898. Samtimis stofnar hann barnablaðið Æsk- una og stjórnar henni tvö ár. Áður hafði hann haldið úti skrifuðu sveitablaði og ort í það meðal annars Ijóð, er fáum árum siðar komu í „Kvistum" og urðu vinsæl. Sigurður hafði 1899 tekið við Dagskrá af Einari og gekk útgáfan fjárhagslega illa. Fór svo að hann var stórsektaður, átti ekki eyri til greiðslu og flýði land til þess að forða sér undan fangelsisvist. Sigurður var mjög andvígur vesturförum, þótt hann neyddist nú til að leita þangað. Og förin var óskaplega erfið. Hefur hann sagt frá henni i Blaðamannabókinni 1948. Eftirtektarvert er þar það sérstaka umþurðarlyndi og hjálpsemi, sem Magnús Jónsson, sýslumaður í Vestmannaeyjum, síðar í Hafnarfirði, sýndi honum þá. Segir Sigurður svo frá viðskiptum sinum við Magnús sýslumann: „Ég hélt að vissast væri að segja honum hvern- ig á stóð og láta ráðast hvað hann gerði. Ég þekkti hann ekkert persónulega, en hann kannaðist við mig gegnum blaðaskammirnar. Ég var við öllu bú- inn; jafnvel hélt að hann kynni að taka mig fastan. En hann var hinn elskulegasti; bauð mér inn i 160

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.