Réttur


Réttur - 01.10.1969, Blaðsíða 24

Réttur - 01.10.1969, Blaðsíða 24
IMPERIALISMINN FERILL BLÓÐS OG SKORTS STEFNA GRÓÐA OG AUÐHYGGJU 1. Tvö heimsstrið — dauðinn og gróðinn Imperíalisminn — heimsvaldastefna auðmannastéttanna hefur leitt tvær heimsstyrjaldir yfir mannkynið á þessari öld. Þær urðu hræðilegustu styrjaldir, sem mannkynið hefur lifað. Mannfórnirn- ar verða sífellt hræðilegri. Talið er að i styrjöldum í Evrópu hafi fallið þrjár milj- ónir manna á 17. öld, en rúmar fimm milj- ónir á 18. öld og nokkru meira á 19. öld- inni. En í fyrri heimsstyrjöldinni (1914—18) féllu aðeins á vígstöðvunum yfir tíu milj- ónir manna og meir en 20 miljónir manna urðu örkumla. Og I síðari heimsstyrjöldinni (1939— 45), sem imperíalisminn hóf, voru yfir 54 miljónir manna drepnar, en 90 milj- ónir manna særðar, þar af urðu 28 milj- ónir örkumla. 2 miljónir óþreyttra þorgara féllu í loftárásum. Eyðileggingarnar voru ægilegar. Talið er að í heimsstyrjöldinni fyrri hafi verð- mæti að upphæð 338 miljarðar dollara verið eyðilagt, en í síðari heimsstyrjöld- inni nam þetta verðmæti yfir4000 miljón- örðum dollara, þar af í Sovétríkjunum um 500 miliarðar dollara. En voldugustu auðhringar heims, fyrst og fremst í Bandaríkjunum, hafa aldrei grætt önnur eins ósköp eins og einmitt á framleiðslu í stríðsþarfir. Og enn eru her- gagnaframleiðendur auðvaldsríkjanna helztu hvetjendur stríðs eins og Vietnam- stríðsins. II. Nýlendukúgunin. I þróunarlöndunum þúa tveir þriðju hlutar mannkynsins. En þar eru aðeins framleiddar 5% af iðnaðarvörum heims. Meðalárstekjur þar eru einn ellefti hluti árstekna starfsfólks í löndum im- períalismans. Á 17. öld bjó fimmtungur mannkynsins í Afríku. A tímum nýlendukúgunarinnar lækkaði hiutfallið niður í tíunda hluta. íbúar frönsku Kongó voru 15 miljónir ár- ið 1900. En árið 1921 voru þeir 2.800.000. í belgísku Kongó bjuggu árið 1884 30 miljónir manna, árið 1915 var talan kom- 170

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.