Réttur


Réttur - 01.10.1969, Blaðsíða 22

Réttur - 01.10.1969, Blaðsíða 22
Stephan G. Stephansson einkað Þjóðbyltingarflokknum (,,social-revolut- ionær').' Stephan G. og Sigurður Júl. birta þarna mörg kvæði sín, m.a. kemur „Dikonissa" Stephans í júlí 1909 og í ágústheftinu 1909 er birt ensk þýðing á „Þótt þú langförull legðir". Margrét var forystukona i kvenréttindahreyfing- unni vestan hafs og var í apríl 1909 fulltrúi fyrir Canadian Suffrage Association (Kvenréttindasam- band Kanada) á Alþjóðaþingi Kvennréttindahreyf- ingarinnar í London. Margrét naut mikillar viðurkenningar fyrir baráttu sín. Þau hjón skildu og Margrét fluttist til dætra sinna á vesturströndinni. Margrét var fædd 16. marz 1866 og lézt í hárri elli. S. B. Benedictsson, maður hennar, var ráðsmað- ur blaðsins. Hann var mikilvirkur og harðskeyttur, en virðist ekki hafa átt míklum vinsældum að fagna. Hann var mjög róttækur sósíalisti, virðist hafa verið nokkuð einstrengingslegur og svo vægðarlaus guð- leysingi að oft olli hneykslun. Sigfús B. Benedictsson reyndi mikið við útgáfu blaða og tímarita. „Selkirking" gaf hann út um nokkurt skeið. „Tuttugustu öldina" gaf hann út I Winnipeg 1909—10. Segir þar m.a. frá fyrirlestrum um „Sosialism", sem haldnir voru i Menningarfé- laginu 5. maí 1909. I þessu riti er barizt fyrir J. P. Sólmundsson sem þingmanni 1910. Þann 9. júlí er grein um kommúnisma. Og birt er „Stefnuskrá Sósíalistaflokksins" í Kanada, þar sem hann lýsir sig fylgjandi „byltingarstefnu verkaiýðsins", en hugsanlegt er að þetta sé auglýsing, þótt hún taki heila siðu. Þá gaf Sigfús út Raple Leaf Almanak árið 1899— 1905. Voru þar birtar greinar um anarkisma og sósí- alisma, frætt um Proudhon, Bakunin og Marx, sagt frá Chicago-baráttunni 1888 og ýmislegt gert til að fræða menn um þjóðfélagsmál frá róttækum sjónarhól. Síðar kom almanakið óreglulega. Sigfús var fæddur í Heiðarseli í N.-Múlasýslu 1865, fór vestur 1888 og andaðist 1. marz 1951. Þá er rétt að geta hér eins bandarísks blaðs, þótt hvorki sé það sósíalistiskt né heldur útgef- endur þess. Það er blaðið Vinland, er gefið var út I Minnie- sota. Útgefandi var Gunnar B. Björnsson, faðir Valdimars og þeirra bræðra. Ritstjórar voru Th. Thordarson og Björn B. Jónsson. Var blaðið mjög gott að öilum frágangi. Það hóf göngu sína í marz 1902. I leiðara í ágúst 1902 um „auðvald og vinnu- vald" er samúð með verkamönnum, sem standa í verkfalli í kolanámum Pennsylvaniu. I október- blaðinu heitir leiðarinn „Sósíalismus" og segir þar frá Marx og Engels og kenningum þeirra. Og þar stendur: „Vínland mælir ekki með öllum kenning- um sósíalista, en vill kynna þær." Er þessi frjálslynda afstaða einkennandi fyrir á- hrif og virðingu, er sósíaliskar kenningur nutu á þessu skeiði meðal frjálslyndra manna. 5. LOKAHRÍÐIN Blöð islenzku sósíalistanna vestan hafs háðu hina góðu baráttu á meðan þau máttu. Um 1910 hníga þau í valinn eftir áratugs strið.

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.