Réttur


Réttur - 01.04.1980, Blaðsíða 7

Réttur - 01.04.1980, Blaðsíða 7
ara (Brasilía). í Nígeríu hafði útpíndur gróði á sama tíma vaxið úr 12 milljónum i 286 milljónir dollara. Tap þróunarlandanna í erlendri mynt sexfaldaðist frá 1967 til 1975 og náði þá 18,5 milljörðum dollara. Fátæku þjóðirnar verða fátækari, ríku iðnaðarþjóðirnar ríkari. Mismunurinn á þjóðartekjum þróunarlandanna á mann móts við auðvaldslöndin óx úr 1,436 doll- urum 1950 í 3,610 dollara 1977. Samhliða liafa skuldir þróunarland- anna við auðvaklsstórveldin vaxið: 1955 skulduðu þau 8,7 milljarða dollara. 1977 voru langtíma lánin ein orðin 258 mill- jarðar dollara. Þar við bætast svo skamm- tímalán milli 50 og 60 milljarða dollara. Samkvæmt skýrslum UNCTAD, nema árlegar afborganir og vextir af skuldum hérumbil fjórðungi útflutningstekna þróun arl andanna. IJm 70% mannkynsins býr í þróunar- löndunum og þar eru um 75% af hrá- efnum og orkulindum auðvaldsheimsins. - En þessi lönd framleiða aðeins 15% af iðnaði auðvaldsheimsins. Þau verða að láta sér nægja áttunda hluta af auðæfum jarðar og gjáin milli lífskjara þeirra og auðvaldslandanna breikkar stöðugt: 800 milljónir manna í þróunarlöndunum lifa við fátækt, hundruð milljóna svelta. Þeg- ar meðalneysla Vestur-Evrópubúa er 61,9 kíló af kjöti og 345 lítrar af rnjólk á ári, eru samsvarandi tölur fyrir Afríkubúa 8,1 kíló og 16 lítrar á ári. Auðhringarnir arðræna þessi lönd vægðarlaust og væri það efni { heila grein að telja þá upp og ítök þeirra, t.d. í Guatemala, Honduras og E1 Salvador drottna auðhringar Bandaríkjanna alger- lega: í Guatemala eiga þeir 90% iðn- framleiðslunnar. Sörnu söguna er að segja um stórbank- ana (Alþjóðabankann, Aljrjóðagjaldeyris- sjóðinn o. s. frv.) sem setja jafnvel ríkis- stjómum landanna skilyrði um hvernig jrær skuli stjórna: fella gjaldeyri, lækka kaup, afnema félagslegar umbætur, — ef þær vilja fá lán. Þannig mætti rekja þessa ljótu sögu lengur og verður ef til vill síðar gert. En af þessu litla, sem nú er tilgreint má sjá að hervald Bandaríkjanna og bandamanna þeirra, — að svo miklu leyti sem því er ekki beint gegn Sovétríkjun- um, — er tœkið til pess að viðhalda kúg- un og fdtækt og auka livor tveggja i megn- inu af þróunarlöndum heims, svo auð- hringarnir geti haldið dfram að féfletta þessi lönd og nota íbúa þeirra sem þræla fyrir sig. Þetta er hið „göfuga“ verkefni Nato, tækis Bandaríkjaauðvaldsins, sem ís- lensk ginningarfífl og keyptir hermang- arar láta telja sér trú um að myndað sé til þess að vernda lýðræðið í heiminum. — Er ekki brátt mál að þeirri tröllatrú linni? En ofstopi þess auðvalds, sem ekkert sér nema gróðann og heimskupör manna á borð við Carter, geta þá og þegar hleypt heiminum í bál og brand. — Og það er ógn, sem verður að hindra. Og til þess það sé hægt þurfa stjórnmálamenn — líka Nato-landa, að hafa vit og djörf- ung til þess að segja við Bandaríkja- stjórn: Hingað og ekki lengra. 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.