Réttur - 01.04.1980, Blaðsíða 23
MAGNUS KJARTANSSON:
EINN FYRIR ALLA,
ALLIR FYRIR EINN
Ræða haldin á baráttudegi verklýðssamtakanna
á Húsavík Ista maí 1980
Góðir félagar,
þegar hringt var í mig héðan frá Húsa-
vík fyrir tveimur mánuðum og ég spurð-
ur hvort ég vildi flytja ávarp á samkomu
launafólks á alþjóðlegum baráttudegi
verkalýðsins lsta maí, hlýnaði mér þegar
í þeli niðri. Samt fann ég til einhverrar
varúðarkenndar sem fékk mig til þess að
taka mér dálítinn umhugsunarfrest. Þeg-
ar ég fór að hugsa um það eftir á af hverju
þessi fyrirvari hefði stafað vaknaði hjá
mér gömul minning; einnig þá hafði ver-
ið liringt í mig frá Húsavik og ég var
beðinn að tala Ista maí; ég tók boðinu
þegar í stað og samdi ávarp sama kvöld
svo að mér yrði ekkert að vanbúnaði að
standa við loforð rnitt. Nokkrum dögum
síðar fékk ég hins vegar skeyti, undirrit-
að af öllum þorra lsta maí nefndar-
manna, þar sem þeir tjáðu mér að þeir
vildu hvorki lieyra mig né sjá á Húsavík
lsta maí. Af þessu spunnust einhver
blaðaskrif sem ég man ekki að rekja. En
ég vil taka það fram að varúðarkenndin
sem í mér vaknaði í vor hefur reynst
ástæðulaus með öllu. Allt hefur verið gert
til þess að gera mér sem auðveldast að
komast norður og vistast hér á sem þægi-
legastan hátt, ég lief aðeins orðið var við
góðvild og umhyggju.
Annarlegur klofningur
Ég er ekki að rifja upp þessa sögu
vegna þess að í mér lifi einhver garnall
sársauki, ég er sem betur fer þannig gerð-
87