Réttur - 01.04.1980, Blaðsíða 24
Magnús Kjartansson
ur að ég á auðveklara með að kætast en
reiðast. Sagan er hins vegar dæmigerð um
ástand sem upp kom í þjóðfélaginu þeg-
ar svokallað kalt stríð hófst í veröldinni
að síðustu heimsstyrjöld lokinni. Valda-
menn létu það boð út ganga að þjóðinni
skyldi skipt í tvær gagnstæðar fylkingar,
annarsvegar illa kommúnista og hinvegar
Ijúfa lýðræðissinna og skyldi unnið að
því að bægja illum kommúnistum úr öll-
um áhrifastöðum í þjóðfélaginu, á sviði
stjórnmála, verklýðsmála, íþróttamála og
raunar á öllum sviðum sem félagafrelsi
hefur leitt af sér. Þessi stefnumörkun
hafði einna altæknst áhrif innan samtaka
launafólks. Þar var tekist á um allt á
flokkspólitískum forsendum, stjórnar-
kjör í félögunum, kjör á landsþing,
ákvarðanir um virka kjarabaráttu, kröf-
ur þær sem fram skyldu bornar o.s.frv.
Stjórnmálaflokkarnir allir tóku mjög
ákafan hátt í þessari baráttu, réðu sér
starfsmenn og komu á laggirnar stofnun-
um sem ástunduðu pólitíska smala-
mennsku, hvar og hvenær sem þess var
talin þörf. Fundir í félögum launamanna
voru fjölsóttir og umræður jafnan mikl-
ar og heitar.
En þótt til þessara átaka væri stofnað
á mjög annarlegum forsendum snerust
þau smátt og smátt í jákvætt fyrirbæri.
Mönnum varð ljóst að flokksstimpillinn
einn nægði ekki, heldur yrði að takast á
um málefni. Hinar andstæðu fylkingar
yrðu að vegast á um markmið en láta
ekki nægja að draga menn í dilka eftir
eyrnamerkingum. Þar með breyttust nei-
kvæð átiik i jákvæða baráttn sem skilaði
miklum árangri. Eg nefni atvinnuleysis-
tryggingasjóð, sem því miður hefur orðið
að nota allt of mikið, þótt sjóðurinn hafi
í raun verið skertur stórlega með annar-
legum áböggum og óðaverðbólgu. Ég
nefni fimm daga vinnuviku og 40 starfs-
stundir, sem mjög margir njóta, þótt allt
of stórir hópar sjái enn ekki út úr aug-
unum vegna þrældóms. Ég nefni leng-
ingu orlofs, og margt annað gæti ég talið
sem breytti gerð þjóðfélagsins í átt til
aukins jafnréttis í þágu allra.
Peningafjöldi og prósentur
Sú kom tíð að menn urðu lúnir á sí-
felldu stríði innan samtaka launafólks,
því að þessi eilífa innri l)arátta lagðist á
þá sem kjömir voru til forustu af ofur-
þunga, einnig á þá örfáu menn sem snauð
samtök gátu ráðið í störf. Síðan hefur
þessum innri átökum linnt að mjög veru-
legu leyti, aðferðin verið sú að leggja
88